miðvikudagur, 11. maí 2011

Auðlindir í þjóðareigu

Þegar mannkynsagan er skoðuð blasir við allt að frá því að rómverjar fóru um heimsbyggðina og yfirtóku svæði og var síðar margendurtekið þegar stórveldin lögðu undir sig þjóðir og gerðu að nýlendum sínum. Ætíð voru það auðlindir sem réðu hvert ferðinni var heitið. Innbyggendur hvers svæðis voru ekki spurðir ráða. Það sama er upp á teningunum í dag, þar má t.d. líta til fiskveiða undan ströndum Afríku, eða fyrirtæki sem eru að leggja undir sig vatnsréttindi í heiminum.

Sé litið þróunar þessara mála hér á landi hefur alla tíð verið ráðandi sú hugsun að eignarhald auðlinda landsins eigi að vera í höndum þjóðarinnar. Markmið með sjálfbærri þróun á að vera að hver kynslóð skili auðlindum náttúrunnar jafnsterkum til næstu kynslóðar. Fyrir Stjórnlagaráði liggja fyrir tillögur frá Þjóðfundi og Stjórnlaganefnd að fjallað verði um auðlindir í náttúru Íslands í nýrri stjórnarskrá, eignarhald þeirra og nýtingu.

Það er óhjákvæmilegt að hugtakið þjóðareign sé skilgreint með rúmum hætti þannig að það vísi til allra auðlinda í einkaeigu, ríkiseigu eða eigendalausra. Í almennum valdheimildum ríkisins felst heimild til gjaldtöku fyrir hagnýtingu auðlinda. Um hagnýtingu auðlinda í einkaeigu ber að taka tillit til reglna um eignarréttarvernd.

Eftir Hrunið hefur það opinberast berlega hversu harkaleg baráttan um völdin er hér landi og hvernig hún hefur heltekur nánast allt samfélagið. Þjóðin hefur látið í ljósi þá ósk að afleiðingar Hrunsins leiði til nýs upphafs og hún vill siðbót og fá til baka þau völd sem safnast hafa á hendur fárra. Í einræðisríkjum tíðkast það að einræðisherrar og útvaldir vinir gefi sjálfum sér allar auðlindir landsins og búa í miklum vellystingum, á meðan lýður landsins býr við örbyggð á lágum launum.

Ísland er eina vestræna landið þar sem þetta hefur gerst og gerðist á meðan við fetuðum okkur mun lengra í spor nýfrjálshyggjunnar en aðrar þjóðir. Nú fer lýðræðisbylgja um einræðisríkin sunnan Miðjarðarhafs og segja má að hún hafi náð hingað og birtist í kröfum um nýja stjórnarskrá og þráhyggju launamanna á almennum vinnumarkaði í margra mánaða höfnun á því að setja ákvæði í kjarasamninga um eignarrétt fárra á fisveiðiauðlindunum. Ef við lítum til viðbragða valdahópanna má sjá þar mikla samsömum hér og í einræðisríkjunum.

Þar er það talin mikil frekja að hin almenni borgari krefjist þess að auðlindum sé skilað til allra þjóðfélagsþegna og þær nýttar til þess að tryggja innviði samfélagsins svo ekki þurfi að hækka skatta enn meir eða skera niður í velferðarkerfinu.

Í tillögum frá Stjórnlaganefnd sem liggur fyrir Stjórnlagaráði stendur; „Auðlindir í náttúru Íslands eru þjóðareign sem ber að nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit með meðferð og nýtingu auðlinda í umboði þjóðarinnar og getur heimt gjald fyrir heimildir sem veittar eru til hagnýtingar. Heimildir til að nýta náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti skulu aldrei leiða til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis einkaaðila yfir þeim.“

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver á sumarbústaðalandið sem rafiðnaðarsambandið byggir á? ER ekki land sameign þjóðarinnar? Hvernig geta einhver félagasamtök "áttt" land svo dæmi sé tekið? Hvernig getur einstaklingur "átt" landið sem hann byggir sér hús á? Hvaðan fékk hann landið? Af hverjum keypti hann? Hvaðan fékk sá sem seldi? Hvað með bændur? Hvað gefur þeim rétt á að yrkja jörðina umfram aðra? Hvernig geta þeir þinglýst land sem er þjóðareign?

þetta eru allt atriði sem kratarnir þurfa að fara í gegnum, jafnaræðisreglan hlýtur að vega þungt hjá flokki og fólki sem kennir sig við frelsi, jafnrétti, bræðralag og opna stjórnsýslu?

Guðmundur sagði...

Hvers lags málflutningur er þetta?

Tengist þetta eitthvað því sem stendur í pistlinum? Þvílíkur útúrsnúningur. Væri þessi einstaklingur sem hér skrifar í skjóli nafnleysis ekki til í að lesa pistilinn aftur.

Hvað koma skrif mín krötum við?

Það hefur komið fram á Þjóðfundum og í skoðanakönnunum að umtalsverður meirihluti þjóðar vill jafnræðisreglunnar verði fylgt svo þeir sem fá að nýti auðlindir, verði að greiða þeim sem eiga auðlindirnar arð.

Nafnlaus sagði...

Það hvílir á ykkur mikil ábyrgð. Íslenska pólitíkin er svo upptekin af hagsmunum einstakra byggða og hópa að hún ræður ekki við að taka á grundvallarhugtökum eins og þjóðareign.
Óska ykkur alls hins besta.
Magnús.

Nafnlaus sagði...

Hagsmunahópar munu spirna við og er þegar byrjað. Kæmi mér ekki á óvart að SA muni ekki samþykkja nýgerða kjarasaminga. Þannig að þettað verður ekki auðvelt þó þjóðinn vilji auðlindir verða settar inní stjórnarskrá sem eign þjóðarinnar.

Kv Simmi