sunnudagur, 8. maí 2011

Í vikulokin

Það eru margir frétta- og þáttagerðarmenn fastir í ákveðnu ferli. Þeir nálgast ætíð ákveðin mál með sama hætti. Lítum t.d. á hvað gerist þegar launamenn á almennum markaði gera kjarasamninga. Umfjöllum um er alltaf neikvæð, þetta hafi ekki verið gott, það hefði verið hægt að gera betur. Þeim er orðið svo tamt að fjalla um launamenn og samtök þeirra á almennum markaði í niðurrifstón að þeir geta ekki skipt um gír.

Og svo er einhver þingflokkur að skora á launamenn að fella samninga vegna þess að þeir séu ekki verðtryggðir. Greinilega að þeir hafa ekki nennt að lesa forsendukaflann í samningnum. Þetta lýsir svo vel hvernig þingmenn bulla, blaðra og blaðra um eitthvað sem þeir vita ekkert um.

Reyndar gleymist hjá þessu fólki (greinilega viljandi) að um 13.000 opinberir stafsmenn eru í stéttarfélögum innan ASÍ. Opinberir embættismenn stæra sig af því að ekki hafi verið sagt upp fólki í opinbera geiranum, en þar gleymist viljandi að fleiri hundruð opinberra starfsmanna hefur verið sagt upp, allir voru þeir með lausráðningu sem ekki hefur verið endurnýjuð, og þar með er fullyrt að ekki hafi fólki verið sagt upp, og allt á þetta fólk það sameiginlegt að vera í almennu stéttarfélögunum, ekki hinum opinberu.

Það bregst t.d. aldrei hjá þessum þáttargerðarmönnum sem hafa litið samfélagið sömu gleraugum árum saman, að hafa greinilega ekki farið út í samfélagið nema þá kaffihús niður í 101. Lítum t.d. á í vikulokin í gær sem þar fór svo fyrirsjáanleg og dæmigerð umfjöllun um nýgerða kjarasamninga launamanna á almennum vinnumarkaði.

Taktu vel eftir lesandi góður ég er að tala um kjarasamninga hjá fólki á almennum vinnumarkaði, þar sem störfin eru í hættu, þar sem mest atvinnuleysið er, þar sem öll verðmætasköpunin fer fram til þess að reka áfram íslenska hagkerfið, þar sem fram fer sú skattamyndum sem er opinbera markaðnum nauðsynleg.

Þar eru að venju fengnir 3 einstaklingar sem eru opinberir starfsmenn eða starfa ekki á þessum kjarasamningum til þess að fjalla um kaup og kjör fólks á almennum vinnumarkaði. Glögglega kemur fram hjá þessu fólki að þeim finnst að allt sem kemur nálægt stjórnvöldum sé þeirra einkaeign og launamenn á almennum vinnumarkaði sé annars flokks þjóðfélagsþegnar sem ekki eigi að vera að skipta sér af þessari séreign opinberra starfsmanna. Fólk á almennum vinnumarkaði eigi bara að vinna þá vinnu mótmælalaust sem þeim stendur til boða, á þeim kjör sem í boði eru hverju sinni og þola ótakmarkaðar skattahækkanir til þess að standa undir opinbera vinnumarkaðnum.

Einn þeirra er formaður stéttarfélags opinberra starfsmanna, að venju rakkaði hún niður hina nýju kjarasamninga og hæddist að og talaði niður til kollega sinna formenn stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og félagsmennum þeirra.

Þarna var að venju þingmaður, og að venju var hann í sama farinu aðrir þingmenn þegar rætt eru um kjaramál á almennum vinnumarkaði. Það hefði nú verið annað þegar formenn stéttarfélaga á almennum markaði gengu um í gúmmístígvélum og helltu niður mjólk.

Þetta voru alvörumenn sem fóru reglulega í löng og góð verföll til þess að efla félagsandann og sömdu amk um 30% launahækkun á 6 mánaða fresti. Þá var það mönnum vonbrigði ef þeir misstu verðbólguna niður fyrir 60% og náðu jafnvel þeim árangri að koma henni upp í þriggja stafa tölu. Þessi alvörumenn menn sömdu um 4.000 þúsund prósenta kauphækkanir á meðan þeir sem nú eru semja bara um skitin 3 - 5 á ári%.

Síðan var þarna félagi minn af stjórnlagaþingi, maður sem ekki hefur komið að kjarasamningum og getur þar af leiðandi ekki greint hinn mikla mun sem er á kjarasamningum fyrirtækja á almennum vinnumarkaði og reksturs opinberra stofnana.
Þetta fólk opinberaði í nær hverri setningu fullkomið þekkingarleysi á því málefni sem þau voru að tala um. Formönnum stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði voru gerðar upp skoðanir og svo lagt út á þeirri stöðu.

T.d. er það mörgum félagsmönnum á almennum vinnumarkaði óskiljanlegt hvaðan þær launatölur eru komnar sem formenn opinberu veifa í sífellu. Það er nefnilega þannig að launatölur opinberra starfsmanna eru ekki aðgengilegar og þar af leiðandi ekki hægt að gera marktæka samanburði og því er greinilega viljandi haldið í því farinu.

Launamenn á almennum vinnumarkaði hafa aldrei krafist þess að lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna séu lækkaðar, þess hefur aftur á móti verið krafist að lífeyrisréttindi verði jöfnuð. Um það var samið núna og iðgjöld á almennum markaði hækkuð upp í það sama og er á opinberum markaði. Einnig liggja fyrir yfirlýsingar um að lífeyrissjóðum á almennum markaði verði að nokkur bætt upp tap vegna Hrunsins eins og gert hefur verið með opinberu lífeyrissjóðina.

Þetta var einhver vitlausasti þáttur sem ég hef hlustað á þar sem fjallað er um kjarasamninga og samspil þeirra við hagkerfið. Vitanlega fara fram viðræður og kröfur við stjórnvöld við gerð kjarasamninga. Með leyfi, hverjum dettur í hug utan þess fólks mætir í svona þætti að það sem samið er um snerti einvörðungu launamenn á almennum vinnumarkaði.

Það opinberast í þessari umræðu hvaða viðhorf þessir opinberu starfsmenn hafa gagnvart launamönnum á vinnumarkaði. Þarna talar fólk af heimasmíðuðum upphækkuðum palli niður til launamanna á almennum vinnumarkaði og lítilsvirðir réttindabaráttu þeirra. Meir að segja formaður stéttarfélags og þingmaður.

Samskonar umræða fer aldrei fram þegar stéttarfélög á opinberum markaði semja. Enda er klárt að formönnum stéttarfélaga á almennum markaði myndi aldrei detta það í hug að tala með samskonar hætti um launamenn og kjarabaráttu þeirra, aldrei. Það hefur verið gagnrýnt að þar fari saman hagsmunir þeirra sem eru hinum megin við borðið og það með réttu. Það þess vegna sem búið að tengja saman laun og kjör á hinum norðurlandanna, en gengur illa hér og þar ekki við launamenn á almennum markaði að sakast eins og ég bendi á hér ofar.

Þegar formenn stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði semja eru þeir hinir sömu ætíð kallaðir í spjallþættina og þá sameinast þeir með sömu stjórnendum og þingmönnum um að bera þungar sakir á launamenn á almennum vinnumarkaði og þeir rakkaðir niður fyrir að standa í vegi fyrir því að kröfur þeirra náðust ekki.

Það er nefnilega þannig að þingmenn og þeir sem setja skatta og skyldur á atvinnulífið og ákvarða bætur í almenna tryggingarkerfinu, eru undantekningalítið fólk sem ekki kemur úr atvinnulífinu. Þar er samankomið fólk sem er alið upp í flokksmaskínum, og er síðan þjálfað í ráðuneytum og fer þaðan beint inn á þing. Kjarasamningar á almennum markaði snúast mikið um að knýja fram leiðréttinga á margskonar hagstjórnarlegum mistökum sem þetta fólk hefur gert og valdið atvinnulífinu miklum óþarfa vanda.

Alltaf sameinast þessir aðilar um að koma þessum hagstjórnarmistökum yfir á launamenn á almennum vinnumarkaði og samtök þeirra. En sem betur fer þá er fólk betur upplýst nú um þessi atriði. Ef farið væri að þeim kröfum sem formaður hins opinbera stéttarfélags setti fram og jafnframt hæddist að Þjóðarsáttinni, undir það tóku hinir þátttakendurnir og skrifuðu sig þar með út úr allri umræðu um kjaramál og hagstjórn.

Ef þeirra sjónarmið væri við lýði þá væri hér þriggja stafa verðbólga og kaupmáttur margfalt minni, ekki bara á almennum vinnumarkaði heldur í öllu samfélaginu. En misréttið milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera væri enn meira en það er í dag. Atvinnuleysið væri mun meira á almennum vinnumarkaði, og misréttið í lífeyri væri margfalt meira.

Svona í lokin, nú getur maður loks talað af fullkominni hreinskilni um kjaramál og ef fólk ætlar að bera saman kjör milli starfstétta þá þarf að bera saman, sambærilegar starfstéttir, vinnutíma, starfsöryggi, réttindi og það þarf að hafa réttar tölur. Og geri hiklaust kröfur til þáttargerðarmanna hjá RÚV, útvarps allra landsmanna, sem ég get ekki gert til annarra ljósvakamiðla.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins og fram kemur í þessum pistli eru stjórnmálamennirnir vandinn - ekki lausnin.

Óhæfir stjórnmálamenn, valdagræðgi þeirra og klíkuskapur eru stærsta ógæfa þjóðarinnar.

Nafnlaus sagði...

Engu við þetta að bæta, eins og talað úr mínu auma verkamannshjarta.

Nafnlaus sagði...

Ekki alveg rétt hjá þér með upplýsingar um laun opinberra starfsmanna. Um þau má lesa hér fyrir 2007 til 2010
http://www.fjarmalaraduneyti.is/verkefni/starfsmenn_rikisins/kjarasamningar/medallaun/ Þar má bæði sjá heildarlaun og mánaðarlaun eftir stéttum opinberra stafsmanna sem og sameiginlega. Þetta er byggt á gögnum frá KOS.

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill. Mjög sammála
Karl Steinar

Nafnlaus sagði...

Mjög góður pistill hjá þér. Algjörlega sammála
Kv Kristín Jóh.