þriðjudagur, 3. maí 2011

Samningaviðræður í gang

Í gærkvöldi fóru fram óformlegar þreifingar um hvort hægt væri að hnika málum til þannig að aðilar myndu hittast við samningaborðið. Samningamenn ASÍ settu fram kröfur um umtalsverðar breytingar á samningsdrögum bæði hvað varðar formgerð og ekki síður innihald.

LÍÚ hefur tekist að draga viðræður það langt fram á árið að ekki verður að tryggja verður að umsamdar nái inn í taxtakerfin, bæta verður í launahækkanir og afturvirkni eða eingreiðslur með einum eða öðrum hætti. Tryggja verður úrbætur hvað varðar lífeyrisréttindi á almennum markaði og nokkur fleiri atriði.

SA sleit viðræðum um þann samning sem lá á borðinu og sleit einnig viðræðum um skammtímasamning það kallar vitanlega á aðra nálgun.

Samkomulag varð um það að gera úrslitatilraun næsta sólarhring að öðrum kosti verður verkfallslestinni komið upp á járnbrautarteinana og hún sett af stað. Svo ég noti orðlag sem samningamönnum er tamt.

Það er ótrúlegt og reyndar lítilmannslegt að heyra hvernig SA menn láta þessa dagana, volandi í fjölmiðlum yfir því að nú eigi að fara að beita þá ofbeldi.

Hvað hafa samningamenn SA hvattir áfram af framkvæmdastjórn með LÍÚ fremsta í flokki gert undanfarna 3 mánuði?

Kúgað launamenn á almennum markaði.

Engin ummæli: