þriðjudagur, 3. maí 2011

Veruleikafyrrt LÍÚ - með endurbót

Landsmenn hafa undanfarna mánuði upplifað það endurtekið hvernig LÍÚ hefur ruðst að samningaborði launamanna á almenna vinnumarkaðnum með yfirlýsingum um að það verði ekki gengið frá neinum kjarasamningum fyrr en búið sé að klára kvótamál af hálfu stjórnvalda með ásættanlegri niðurstöðu að mati LÍÚ.

Þetta vita allir.

Þetta hefur leitt til þess að viðræður hafa gengið mjög hægt.

Þetta vita allir.

Það varð til þess að gengið var frá samning til 1. sept. með tveim 50 þús. kr. eingreiðslum. Það átti að tryggja að launamenn fengju bættar þessar tafir sem LÍÚ væri að valda. Þetta vita allir.

Þegar loks sást til lands með 3ja ára kjarasamning með 11,7% kostnaðarauka, en það var ekki var búið að ganga frá breytingum á launakerfum og kostnaðarauka vegna þess, en fyrir lá að sá kostnaðarauki yrði um 1 – 2%. Miðvikudaginn 13. Apríl hafnaði SA að klára þennan samning vegna þess að ríkisstjórnin var ekki búinn að klára sín með ásættanlegum hætti að mati LÍÚ.

Þetta vita allir.


LÍÚ hefur algjörlega hafnað öllum fundum með sjómönnum og ekkert hefur gerst í þeirra viðræðum, nákvæmlega ekkert.

Þetta vita allir.

Föstudaginn 15. apríl hafnaði SA að standa við gefið loforð um að standa við tryggingarsamninginn nema að í honum væru ákvæði um fyrirvara LÍÚ.

Þetta vita allir.

Þremur dögum síðar gengur SA til samninga við 4 stéttarfélög, þar á meðal RSÍ, með 15,7% launahækkun, og þar af eru 13,8% það sem kalla má almenna launahækkun og 2% vegna bónuskerfa sem byggja á ábataskiptakerfum. Jafnframt var samið um afturvirkni til 1. janúar 2011 í stað 1. mars, eða fimm mánuði í stað 3ja mánaða. Í þeim samning voru engir fyrirvarar frá LÍÚ.

Þetta vita allir.

Þegar þessi staða var kominn upp var ekki nema eitt fyrir launamenn á almennum markaði að gera, að grípa til neyðarvopna sinna.

Þetta vita allir

Þrátt fyrir þessar staðreyndir mætir framkvæmdastjóri LÍÚ í morgunútvarp RÚV með gengdarlausan áróður og staðreyndavillur.

Allir vita hvernig forsvarsmenn hagað sér ætíð við samningaborðið þegar sjómenn eru að reyna að gera kjarasamninga.

Framantalið er ástæða þess að launamenn eru ekki með myndir af forsvarsmönnum LÍÚ á náttborðum sínum.

Það vita allir

Allir rétthugsandi vita að það að gera eignarrétt á kvótanum sem skilyrði fyrir gerðir verði kjarasamningar er sambærilegt og að rafiðnaðarmenn gerðu það að skilyrði fyrir því að þeir gengju til samninga, að við fengjum yfirráðarétt yfir þeim auðlindum sem geta framleitt rafmagn, ella færum við í verkfall og stöðvuðu alla framleiðslu á rafmagni hér á landi þar til þessu forgangur okkar yrði innleiddur í lög.

Það er þetta grundvallaratriði og hugsanaskekkja sem útgerðarmenn flaska á og hugmyndasmiðir þeirra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hafa útvegsmenn eitthvað ruðst meira að samningaborðunum en aðrir sem standa í atvinnurekstri og eru í samningaviðræðum? Eru þeir ekki aðilar að SA? þeir hafa mikið vægi þarna inni. Af hverju eru þeir eitthvað að ryðjast meira en aðrir? Það er einfaldlega meira í húfi hjá þeim en öðrum þessa dagana og ekkert óeðlilegt við að þeir beiti sér því meira en aðrir. Skárra væri það nú.

Útvegsmenn eru sterkir innan SA, það eru engar nýjar fréttir. Það sáu menn t.d. þegar LÍÚ sá til þess að Vilhjálmur Egilsson gæti ekki sett ESB aðild á stefnuskrá samtakanna, og þar með uppfyllt einhverri prívat þrá sinni, líkt og kollegi hans hjá ASÍ gerði í trássi við yfirgnæfandi hluta umbjóðenda hans.

Fleiri aðilar hafa mikilla hagsmuna að gæta að ekki verði farið að rústa sjávarútveginum með einhverri buddy væðingu á vegum vinstri flokkanna eins og stefnan er hjá þeim í öllu sem heitir atvinnustarfsemi. Það er þess vegna ekkert óeðlilegt við að SA standi saman í þessu máli og reyni að land fiskveiðistjornunarmálinu sómasamlega úr því ríkisstjornin er þess ekki umkomin.

Hvað ætli t.d. samtök ferðaþjónustunnar myndu segja ef ætti að fara sömu leið þar? Innkalla t.d. öll flugrekstrarleyfi íslensku flugfélaganna, og bjóða þau út? Ætli myndi ekki heyrast hljóð úr kút hjá þeim samtökum ef farið væri sömu leið og Jóhanna og co. er að gera með sjávarútveginn?

Þetta hatur verkalýðshreyfingarinnar á útgerðarmönnum er farið að gerast meira pirrandi með hverjum deginum. Það er eins og Guðmundur Gunnarsson kallar gjarnan "það vitlausasta sem hann hefur heyrt lengi".

Jón Skafti Gestsson sagði...

það er hreint ekkert slæm hugmynd að bjóða út flugrekstrarleyfi í sjálfu sér. Ég held hins vegar að svo fáir vilji standa í einhverjum flugrekstri hér að það yrði lítil samkeppni um þau leyfi og verðið væntanlega nálægt núllinu. Það eru aftur á móti allt aðrar aðstæður í sjávarútveginum. Þar er heil hersing manna sem telja sig geta gert betur.