Hreyfingin vill grípa fram fyrir hendurnar á félagsmönnum stéttarfélaga á almennum markaði og skipa þeim fyrir. Þjakaðir af forræðishyggju. Í Silfrinu í dag lýsti Þór Sari því hvernig liðsmenn Hreyfingarinnar vildu að verkalýðshreyfingin hefði samið, hann studdi mál sitt m.a. með því að vitna í einn stjórnarmann í VR, en eins og flestir vita þá er sá maður nær undantekningalaust einn á móti öllum í öllum málum.
Eins og allir vita sem hafa kynnt sér hvernig unnið er að gerð kjarasamninga innan stéttarfélaganna á almennum vinnumarkaði, þá eru haldnir félagsfundir og vinnustaðafundir og kröfugerð stillt upp og síðan samninganefndir kosnar, sem gert er að reyna að ná fram því sem í kröfugerðunum stendur. Á þessum fundum kom fram mikill samhljómur um að stéttarfélögin stæðu saman og myndu vinna að sérstakri hækkun lægstu launa og gera 3ja ára kjarasamning.
Þetta var síðan kannað í ítarlegri skoðanakönnum sem Félagsvísindastofnun Háskólans vera fengin til þess að gera eftir að samningagerð var farinn af stað. Þar kom fram að 96% félagsmanna stéttarfélaganna á almennum vinnumarkaði studdu að þessi leið væri farinn. Hreyfingin gefur ekkert fyrir vilja félagsmanna stéttarfélagnanna sem segir okkur með hvaða hætti er unnið í þeim flokki, þingmönnum kemur ekkert við hvað félagsmenn vilja. Reyndar vor þessi vinnubrögð studd af öðrum þingmanni í Silfrinu og kemur engum á óvart.
Þeir leggja til að launamenn á almennum markaði felli nýgerða kjarasamninga, hafni svo krónutöluhækkun lægstu launa og geri nýja kjarasamninga á þeim grunni, það er taki einungis prósentuhækkunina. Finnst mönnum þetta boðlegur málflutningur, en það verður að segjast ens og það er hann er svo dæmigerður fyrir þann málflutning sem okkur er boðið upp á spjallþáttum RÚV.
Hreyfingin gefur út hverja rugl tilkynninguna á fætur annarri um starfsemi stéttarfélaga á almennum markaði, t.d. um hvaða laun eigi að vera hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Starfsmenn þeirra stéttarfélaga sem ég þekki eru allir á launum samkvæmt kjarasamningum síns félags og það væri snarlega fellt á næsta aðalfundi ef breyta ætti því formi og t.d. þrefalda þau laun.
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa sett fram frumvarp til laga og vilja setja þak á laun starfsmanna stéttarfélaganna þau megi ekki vera meir en þreföld laun en er í kjarasamningum umrædds félags. Þeir treysta ekki félagsmönnum stéttarfélaganna til þess að sjá um sín mál, vilja gera það fyrir þá.
Nær væri fyrir þingmenn að setja fram lög um að þeir ætli að binda laun sín við þau laun sem þeir ákvarða, en það eru ellilífeyris-, örorku- og atvinnuleysisbætur.
Nú vilja liðsmenn Hreyfingarinnar skipta sér af því hvernig launamenn á almennum markaði afgreiða nýgerða kjarasamninga sína. Enn einu sinni kemur fram forræðishyggjan sem einkennir allt sem frá þessum stjórnmálaflokk kemur.
Þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér innihald kjarasamninganna og þau forsenduákvæði sem þar eru og halda því fram að þeir séu ekki verðtryggðir, sem er ótrúleg fáfræði. Hver myndi gera 3ja ára samning ef hann væri ekki bundin við verðbólgu og gengiisvísitöluna. Líklega bara liðsmönnum Hreyfingarinnar, ef litið er til tilagna þeirra.
Hér birtist enn einu sinni hið endalausa innihaldslausa bull og blaður sem einkennir störf þigmanna þegar kjör launamanna á almennum vinnumarkaði eru til umræðu.
Bendi þér lesandi góður að lesa næsta pistil hér fyrir neðan, ef þú ert ekki þegar búinn af því, en þar er enn ítarlegar fjallað um þetta mál.
2 ummæli:
Vel skrifað. Því miður eru margir að fjalla um þessi mál án þess að kynna sér málavöxtu. Æsingaskrif í meirihluta. Þurfum meira að svona fólki bæði hjá ASI og VSI.
Hreyfingin er á móti öllu - punktur.
Skrifa ummæli