Loksins ætla þingmenn að gera eitthvað í verðtryggingunni, það var mikið. Þeir eru búnir í alllangan tíma tala um hversu ómöguleg verðtrygging sé og það verði að afnema hana. Við erum mjög mörg sem erum sammála því að það verði gert. En þegar við höfum spurt hvernig eigi að gera það og hvað eigi að koma í staðinn, hafa aldrei komið svör.
Þegar við höfum spurt hvað þeir eigi við þegar þeir tala um verðtryggingu hafa ekki komið nein svör. Þingmenn hafa aldrei komið fram með tillögur um hvað þeir ætli að gera, bara fullyrðinguna um að það verði að afnema verðtrygginguna. Sumir hafa haldið því fram að það séu stjórnir lífeyrissjóðanna sem standi í vegi fyrir því að þetta verði gert, þær hafa ekkert með það er gera, það var Alþingi sem setti lögin og getur eitt breytt þeim.
Aðrir haldið því fram að forseti ASÍ hafi þetta vald og hann standi einn í vegi fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Sú fullyrðing er að mínu mati íslandsmet í lýðskrumi og fáfræði um lög um lífeyrissjóði og stjórnarskrá lýðveldisins.
Það er Alþingi sem setur lög um lífeyrissjóði. Í þeim eru skýr ákvæði hvernig þeir eigi að starfa. Það er Alþingi sem setur lög um verðtryggingu.
Ég þekki engan sem vill ekki að tekið verði á skuldavandamálum heimilanna. Ég þekki einnig mjög marga sem eru því andsnúnir að sá reikningur verði sendur til þeirra sem eru öryrkjar og lífeyrisþegar í dag í almennu lífeyrissjóðunum. Þann reikning þarf að senda eitthvað annað.
Ef menn halda að það sé einhver lausn að afnema verðtrygginguna og gera ekkert annað, þá eru þeir hinir sömu að upplýsa okkur um að þeir viti ekki hvað þeir eru að tala um. Þá taka nefnilega við breytilegir vextir sem þarf að staðgreiða.
Um þetta er búið skrifa margar skýrslur og margir hinir mætustu menn hafa komið að því.
Við erum mörg sem bíðum spennt eftir því að þingmenn taki nú loks til við að afnema verðbólgu, gengisfellingar og okurvexti. Það hafa margir, þar á meðal að ég held flestir þingmenn, sem hafa sagt að þau vandamál sem við glímum við sé afleiðing agalausrar og slakrar efnahagsstjórnar á undanförnum áratugum. Þegar búið er að taka á þessum vandamálum er verðtryggingin kominn þangað sem hún á heima.
17 ummæli:
Við erum búin að hafa verðtryggingu síðan 1979, fyrstu 10 árin geysaði hér óðaverðbólga. Síðustu 22 árin hefur verðbólgan ekki náð tveggja stafa tölu fyrir utan hrunárið mikla. Það má færa góð og gild rök fyrir því að að verðbólga hér væri jafnvel en lægri ef ekki væri verðtrygging. Fjármálastofnanir hérlendis ættu miðað við reynslu síðustu 22 ára að geta boðið uppá nokkuð eðlilega fasta vexti án þess að tapa á því í heildina. Maður sem tekur verðtryggt lán borgar það lán alltaf m.a. tvöfalt til baka að núvirði. Það er ekki eðlilegt. Verðtryggingu ber að afnema, hún skapar ekki lengur þann fjármálastöðuleika sem henni var þakkað fyrir, heldur þvert á móti.
Verðtryggin er ekki orsök hún er afleiðing.
Ef leysa orsökina þá verður að ráðast að rótum vandans.
Þú læknar ekki sjúkdóm með því að skipta og tegund af plástri.
"Maður sem tekur verðtryggt lán borgar það lán alltaf m.a. tvöfalt til baka að núvirði."
Sami maður og tekur óverðtryggt lán á Íslandi og borgar jafn hratt inná lánið og hann hefði gert með verðtryggða lánið er ekkert í betri stöðu.
Verðtrygging gerir ekkert hrikalegt við þetta lán. Verðbólgan hins vegar og of hátt vaxtastig gera lántöku á Íslandi dýra. Það breytist ekkert þó menn skipti úr verðtryggðum lánum.
Hefurðu virkilega ekki heyrt í þingmönnum sem vilja ganga í ESB og taka upp Evru ?
Òverðtryggð lán, sem miða við lágt álag á seðlabankavexti. Þá færi það stýritæki kannski að virka eitthvað. En þyrftu að vera varnaglar, við aðstæðum með hárri verðbólgu. Þ.e. Við þær aðstæður þyrfti að vera hægt að bæta við höuðstólin, hluta af greiðslunum.. Svona meðan við höfum ekki nothæfan gjalmiðil.
Eyjólfur Kristjánsson
Plásturinn er orðin óhrein og farin að valda sýkingu. Ég vill taka svo djúp í árina að segja að síðustu 22 árin hefur verðbólgan ekki verið óviðráðanleg og því ekki lengur þörf á plástri.
Ég ætlaði einmitt að spyrja: Hvað þýðir "Burt með verðtrygginguna" þegar hún er bara sjúkdómseinkenni?
Rót vandans er verðbólgan, hvernig á Alþingi að tækla hana?
Mér finnast vextir á verðtryggðum lánum allt of háir eru oft 4% og upp í jafnvel 6% vexti eða meira Þetta gengur ekki.Nánast ónáttúrulegir vextir því raunhagvöxtur til lengri tíma er ekki meiri en 1-2 % . Því ætti vextir á verðtr...lánum að vera ca. 2 %
.Verðtrygging ; Hræðist lýðskrum í kringum verðtryggingar Man þegar 90 % húsnæðislán áttu að hjálpa fólki 2003,en voru algjör bjarnargreiði og ólán þegar þau komust á koppinn.90% lán voru lýðskrum.Hræðist að populistar séu að spila sama leik með verðtrygginguna og spilað var með 90 % húsn..lánin 2003. Hörður.
Teknókratar sjá aldrei lausnir útfyrir hið samþykkta kerfi. Guðmundur sagði það ekki en hann trúir því að það sé engin leið að afnema verðtryggingu og þess vegna dettur honum ekki í hug að koma með lausnir og hefur aldrei eiusinni hugsað svo langt. Það eina sem hann þarf að vita er, ÞAÐ ER EKKI HÆGT.
Nafnlaus said...
Þessi umræða er að verða ótrúleg.
Það er eins og búið sé að heilaþvo heila þjóð.
Það er ekki hægt að leysa vanda verðtryggingarinnar nema að taka upp nýjan gjaldmiðil.
Ef verðtrygging er tekin burt, hækka bara vextir enn meir og greiðslubyrðin verður enn meiri.
Rót vandans er gjaldmiðilinn sem er sokkinn - og framleiðir endalausa verðbólgu með skelfilegum sveiflum, sem síðan veldur verðbólgu, háum vöxtum og eignaupptöku hjá heimilum.
Hefur enginn kjark til að koma þessum kjarna vandans á framfæri.
Árlega hækka skuldir heimilanna um a.m.k. um 6% á ári sem hækkar skuldir heimilanna um 120 milljarða árlega - sem nemur 1,5 milljón á hverja 4ra manna fjölskyldu.
Eini möguleikinn til að snúa þessari þróun við er að taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil.
Hvers vegna er svona erfitt að ræða þetta atriði - eða ætlar fólk að stefna í nýtt hrun.
Ágætu ath.s ritarar. Takk fyrir innlitið. Bara svona til þess að hafa það á hreinu þá er ég búinn að fjalla mjög ítarlega um verðtyrgginguna á þessair síðu mörgum sinnum og þar hafa verið færð rök fyrir því hvða við þurfum að gera til þess að losna við hana. Það er að segja ef við viljum það yfirleitt. T.d. liggur fyrir sé litið til ummæla nokkurra aðila þá vilja þeir gera allt sem hægt er til þess að viðhalda óbreyttu ástandi. Það er vitanlega leyfilegt að hafa þá skoðun, en jafnframt liggur fyrir að hún hentar ekki launamönnum, hún hentar einungis tiltölulega litlum hluta þjóðarinna sem efnast og efnast á þeim eignatilfærslum sem gerðar eru með gengisfellingum krónunnar, þeirri verðbólgu sem því fylgir og háum vöxtum sem kalla á greiðsludreifingarkerfi því engin ræður við að staðgreiða breytilega vexti sem verða settir á ef verðtrygging verður af numin.
Ég keypti mína fyrstu íbúð 1972, þá var ekki verðtrygging, en ég varð á tímabili að greiða 49,5% vexti og ég tapaði að auki jafnharðan öllu, já segi og skirfa öllu því sem ég greiddi í lífeyrissjóð það brann allt upp á verðbólgubálinu.
Góða helgi og takk fyrir mig.
Verðtryggingin sjálf hefur innbyggða jákvæða styrkingu á verðbólgu.
Í hvert sinn sem VNV (vísitala neysluverðs) hækkar, þá hækka verðtryggð lán. Þegar lán verða til (eða hækka) þá eykst peningamagn í umferð. Það verða til fleirri krónur í hagkerfinu.
Lögmál framboðs og eftirspurnar gerir það að verkum að íslenska krónan verður verðminni gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Við það hækkar verðlag vegna hækkandi innflutningsverðs.
Og þar með eykst verðbólgan!
Ég ítreka það, enn einu sinni Jóhann og fleiri. Þegar menn tala um að þeir ætli sér að afnema verðtrygginguna, í guðs bænum segið okkur hvað þið ætlið að gera.
Ekki bara þessa innistæðulausu upphrópun, við viljum afnema verðtrygginguna.
Allir íslendingar eru á móti gengisfellingum, háum vöxtum, skerðingu á kaupmætti, verðtryggingu sem gegnir margskonar hlutverkum og við erum líka á eignaupptöku í gegnum gengisfellingar og verðbólgubál.
Ég kom út á vinnumarkað 1968, hef greitt í lífeyrissjóð allan minn starfsaldur af öllum launum, þar er allt mitt sparifé.
Það sem réði öllu í umræðunni 1980 var að launamenn höfnuðu í vaxandi mæli að greiða 10% af sínum launum í sjóði sem stjórnmálamenn brenndu jafnharðan upp á verðbólgubáli.
Þarna fór fram stórkostleg eignaupptaka. Eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 12 ár 10% af tiltölulega háum launum átti ég innistæðu í mínum lífeyrissjóð sem nam andvirði rúmlega eins lambalæris.
Ef við núvirðum þetta þá hafði ég greitt um það bil 8 millj. kr. í lífeyrissjóðinn og átti inni um 6.000 kr. Ég hafði tapað sem svarar um einum árslaunum. Þessir peningar gufuðu ekki upp, þeir fóru í aðra vasa.
Ok, burtu með verðtrygginguna, það viljum við öll, en segið okkur í leiðinni hvað þið ætlið að gera.
Ég var að hlusta á erindi Gylfa Zoega og hef hlustað á tugi annarra erinda og lesið enn fleiri skýrslur um þetta mál. Það er ein niðurstaða sem blasir við.
Ef menn ætla ekki að gera neitt í gjaldmiðilsmálum og fá traustan gjaldmiðil með traustum bakhjarli sem losar okkur undna því að þurfa að eiga gríðarlega mikla gjaldeyrisvarasjóði sem kosta okkur marga milljarða á hverju ári og við fáum ekki samskonar yfirfrakka á tækifærisinnaða stjórnmálamenn og AGS var, þá losnum við ekki við verðtryggingu, það verður bara skipt um nafn á henni.
Margir telja að það sé fín redding með gjaldmiðilinn, skipta um nafn á honum. Ég spyr þá hvers vegna fara menn ekki með prest austur á Litla Hraun og skipta um nafn á þeim ólánsmönnunum sem þar eru og sleppa þeim síðan út. Það er nákvæmlega sama redding. Það er það sem við höfum búið við endalausar reddingar og innihaldslausar upphrópanir.
Plís farið nú að tala í alvöru.
Bíddu við !!! Ertu ekki sami Guðmundur sem varst í silfrinu hjá Agli um síðustu helgi? Ef svo er á hvaða lyfjum varstu þá?
allavega má fyrsta skrefið verða það að laga meingallaða vísitöluna sem ofmetur verðbólguna um of sem veldur því að það er enn meira tekið af okkur en ella þegar lánin hækka meira en þau eiga að gera, líka endurskoða vextina á verðtryggðu lánunum, af hverju þurfa þeir að vera svona háir þegar allt er greitt tilbaka með verðtryggingu nú þegar á lánunum?
Sæll nafnlaus 20:05
Ágætt væri að þú útskýrðir fyrir okkur hvað þú eigir við
Sæll Guðmundur, málflutningur þinn í þessum pistli um verðtryggingu og hvað þurfi að gera til þess að hún sé óvirk, ásamt því sem stendur í ítarlegum ahtugasemdafærslum hér ofar, er í fullu samræmi við það sem þú hefur skrifað áður hér á þessari síðu og sagðir í Silfrinu og reyndar einnig í fyrra.
Það eru sumir sem lesa ekki pistlana, en eru að skrifa athugasemdir sem eru kjaftæði og bull. Nafnlaus 20:05 er greinilega einn þeirra
Skrifa ummæli