laugardagur, 11. febrúar 2012

Pistil sem fjölmiðlamenn ættu að lesa

Fyrrv. ráðherra og ritstjóri Þorsteinn Pálsson ritar pistil sem er á sömu nótum og ég hef sett fram nokkrum pistlum hér á Eyjunni. Hjá sumum hef ég uppskorið það eitt vað vera kallaður valdasjúkur og spilltur verkalýðsforkólfur

Ritstjórar Eyjunnar ásamt allmörgum öðrum fjölmiðlamönnum og spjallþáttastjórnendum ættu að byrja hvern vinnudag með því að lesa þennan pistil.

Í þessu sambandi mætti t.d. rifja upp að ein aðalfrétt vikunnar var að stór atvinnurekandi lýsti því yfir að hann ætlaði að gera upptæk 12% af launum starfsmanna sinna og ráðstafa þeim að eigin vild. Þetta þóttu t.d. fréttamönnum RÚV og Kastljóssins stórmerk frétt og birtu hana án ath.s.

Einnig mætti rifja úr fréttum vikunnar að virtist koma fréttamönnum í opna skjöldu að lífeyrissjóðirnir hefðu tapað fjármunum í Hruninu. Þetta hefur komið fram á ársfundum lífeyrissjóðanna undanfarinna ára og lítið nýtt sem kom fram í skýrslunni. Margir sjóðir, allavega allir sem ég þekki til hjá, hafa verið að taka á þeim vanda sem kom fram við Hrunið.

Eða að það hefur legið fyrir í langan tíma að allir lífeyrissjóðir í heimunum töpuðu svipuðu eða jafnvel meiri fjármunum. Þetta kallar maður slaka fréttamennsku og litaða einhverju sem oft hefur verið kallað lýðskrum.

Það hafa legið fyrir svör flestra ef ekki allra lífeyrisjóðanna um boðsferðir og fleira í alllangan tíma og hefur verið tekið á þeim vanda. Samt fjalla fjölmiðlar um að þessu sé haldið leyndu!!

Það þarf engan að undra þótt fram komi nýr stjórnmálaflokkur sem lofar upp á æru og trú að koma Íslandi á nokkrum árum í sömu stöðu og Grikkland með því að breyta lífeyris- og bótakerfi almannatrygginga í sama horf og er þar. Þessi flokkur fékk samstundis 21% fylgi.

Aðalstjörnur fréttatíma RÚV þessa vikuna hafa verið þekktir íslandsmeistarar í lýðskrumi, virðist reyndar svo að sumir fréttamenn séu komnir fram fyrir þá..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/1222071/
Þetta er frá 09.02.2012., í sama dúr og Þorsteinn.
ÓS