Því miður virðist of oft vera þannig að menn láta pólitíska óskhyggju taka yfir lagahyggju þegar þeir fjalla um mál. Þetta er ein helsta ástæða þess hvers vegna Alþingi hefur fallið svo í áliti landsmanna.
Alltof margir alþingismanna hafa tamið sér eigin lögskýringar sem henta málflutning þeirra sem er í gangi hverju sinni. Þetta háttalag og óvandvirkni í málefnavinnu margra þingmanna þekkjum við ákaflega vel sem höfum verið í störfum sem tengjast störfum Alþingis á margan hátt og eins að við þurfum að gefa umsagnir um mörg þau mál sem lögð eru fyrir Alþingi. Þetta máttu allir lögfræðingar á Alþingi segja sér, en tilraun til lögskýringa eftir pólitískum línum fór út um þúfur. Þegar Alþingi samþykkt að vísa málinu í Landsdóm var það orðið að dómsmáli. Málið var ekki lengur þingmál.
Magnús Nordal lögmaður og alþingismaður á Alþingi í dag ; "Fjallað hefur verið um saksóknina sérstaklega, þá er ég á þeirri skoðun eins og kom fram við 1. umr. málsins að engar heimildir séu hjá Alþingi Íslendinga til að eiga frumkvæði að því að falla frá saksókn í máli á hendur ráðherra. Alls ekki. 29. gr. er sérákvæði í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins um að einhverjir hlutir skuli vera á einhvern hátt. Hins vegar er enginn vafi á því að framkvæmdarvaldið sjálft, forseti Íslands, saksóknari og löggjafarvaldið, geta ráðstafað því hvernig fallið er frá saksókn gegn öllum öðrum. Vegna sérákvæðis í stjórnarskrá er það ekki heimilt að Alþingi hafi frumkvæði að slíku. Það felur einfaldlega í sér stjórnarskrárbrot að ákveða að gera það. Það fæli í sér brot.
Menn hafa í þessum þingsal síðan ég kom hingað alloft kallað fram í ræður þingmanna og sagt að verið væri að brjóta á stjórnarskránni, nú síðast út af dómi sem féll fyrir ekki löngu síðan í svokölluðum gengismálum. Það segir mér að þingmönnum er annt um stjórnarskrána sína. Og mér er annt um stjórnarskrána. Mér er annt um þann eið sem ég skrifaði undir þegar ég kom hingað inn um að ég ætlaði að gæta hennar. Ég er einlæglega þeirrar skoðunar að þegar menn leggja fram tillögu af þessum toga sem til þess er eins gerð að prófa hvort meiri hluti Alþingis hafi breyst af því að einhverjir hafi skipt um skoðun, það feli í sér brot á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þegar túlkuð eru saman lögin um landsdóm og stjórnarskrá lýðveldisins. Mér þykir það miður ef það yrði niðurstaða Alþingis að taka slíka ákvörðun."
3 ummæli:
Þú ert semsagt á því að Alþingi er ekki ákærandi?
Eða ertu kanski á því að enginn ákærandi geti dregið kæru til baka?
Eða kanski bara sumir, sko, þegar það hentar ákveðnum... sko, hérna, sko..
Því miður virðist það oft vera svo að menn skrifi aths. án þess að lesa viðkomandi pistil, Svarið við þessari spurningu er í pistlinum og er reyndar aðalefni hans.
Dr. Bjarna Benediktsson sagði á Alþingi 18. október 1962, „Ég óskaði þess, að Ólafur Jóhannesson, sem eins og kunnugt er, er ágætur sérfræðingur einmitt í þessum efnum, tæki að sér að semja nýtt frumvarp um landsdóm. Hann lauk því starfi á sl. sumri, og fékk dómsmálaráðherra frumvarp hans þá til athugunar, og er það nú lagt hér fram óbreytt eins og hann gekk frá því ásamt mjög ítarlegri og skilmerkilegri greinargerð sem því fylgdi. Þar er tekið fram að málið sé úr höndum þingsins.“
Það er kristaltært að ákæruvaldið er hjá Alþingi, sama á við um að saksóknari Alþingis getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að fella málið niður eða gera breytingar á því. En ef það á að gera það verður að það eftir réttum reglum t.d. samkvæmt Stjórnarskrá. En sumir hafa tamið sér þá vinnureglu að líta svo á að ef eitthvað sé ekki sérstaklega bannað sé það leyft. Það var nú einmitt það sem olli þeim illu örlögum sem íslensk þjóð hlaut við hrunið 2008, að hafa tamið sér þess háttar lögskýringar.
Skrifa ummæli