föstudagur, 23. mars 2012

Kjósum um það sem er á dagskrá 30. júní

Nú er kominn fram tillaga um að bæta við spurningu um aðildarviðræður við ESB þegar spurt er um nýja stjórnarskrá og kosið er til forsetaembættisins.

Ég óttast að ef þetta verði gert muni umræðan fram að þessum kosningum snúast um ESB eða ekki ESB, í stað þess að snúast um nýja stjórnarskrá. Samfara því verður aðalmálið við val á forseta hvaða afstöðu frambjóðendur hafi til ESB.

Sé litið til afstöðu Vigdísar Hauksdóttur til þessara málflokka þá finnst mér liggja í augum uppi hvers vegna hún vill fá þessa spurningu inn.

30. júní á að vera dagur þjóðarinnar og stjórnarskrárinnar ekki einhver leðjuslagur um óskyld mál.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála því að láta kjósa um það "sem er á dagskrá 30. júní"! Það sem er á dagskrá er forsetakjör og ekkert annað!

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Nóg er ruglið i umræðunni, þó ekki sé bætti við.

Það er gott dæmi um ístöðuleysi, ábyrgðarleysi, töfralausnir og ruglið í umræðunni að legga til að kjósa um framhald á vinnu í máli sem Alþingi hefur þegar tekið ákvörðun um - þ.e. klára viðræður um samning við ESB.

Þegar sá samningur liggur fyrir fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu - og þá og ekki fyrr - er hægt að leggja mat á kosti og galla.

Það er ekki nema vona að Alþingi hafi ekki nema 10% traust - þegar slíkar tillögur koma fram.

Nafnlaus sagði...

Þjóðaratkvæðagreiðsla um þessar spurningar mun engu skila. Best væri að sleppa þessu og að Alþingi myndi vinna vinnuna sína almennilega.
1. Fyrsta spurninguna mætti umorða svona: ,,viltu að við semjum frumvarp sem byggir á niðurstöðum stjórnlagaráðs, nema hvað við ætlum að gera þær betri fyrst ?" - hvers konar rugl er þetta ?
2. Jafn atkvæðisréttur. Ef hverju ekki að spyrja hreint út ,,viltu stórfækka þingmönnum af landsbyggðinni ?"
3. Þjóðkirkjan. Til hvers að spyrja að þessu ? Er einhver flokkur á Alþingi að leggja þetta til ? Tek fram að fólkið úr Borgarahreyfingunni sem fór í Hreyfinguna og fór síðan í Dagsbrún, Dagrenningu eða hvað þetta heitir, það er ekki flokkur.
4. Auðlindaspurningin. Eins og spurningin er orðuð mætti allt eins spyrja: ,,Viltu þjóðnýta allar náttúruauðlindir Íslands ? "
Þetta er algjört KLÚÐUR allt saman.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þessi delluhugmynd ekki umræðuverð.
Hjörtur