miðvikudagur, 2. október 2013

Frelsarar sjúklingaskatta


Við sem höfum starfað í Karphúsinu þekkjum vel þau vinnubrögð ríkisstjórna sjálfstæðismanna og framsóknar, sérstaklega ríkisstjórna Davíðs, að ætíð voru settar fram hugmyndir um auknar álögur með einhverjum hætti í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga.

Síðan er haldið þannig á spilunum að viðkomandi ríkisstjórn dró í land við lokagerð samningana. Það var síðan ætíð túlkað þannig að ríkisstjórnin hafi lagt svo og svo mikið fram til þess að samninga náist saman.

Ég spái því að þegar nær dregur jólum og og samningaviðræður verða komnar í gang að Sigmundur Davíð og Bjarni bjóðist til þess að leggja inn samningspúkkið „niðurfellingu“ gistigjalds á sjúkrahúsum og kynni sig sem frelsara kjarasamninga og sjúklingaskatta í viðtölum við sjálfa sig í spjallþáttum fjölmiðlanna.

Engin ummæli: