Hún var ánægjuleg sú þróun sem hófst með samstarfi ríkisstjórnarinnar með AGS og hinum Norðurlöndunum eftir Hrun. Tekið var með ábyrgum hætti á málum. Þarna var stefnubreyting frá því fyrir Hrun, reyndar var það ekki af frumkvæði íslenskra stjórnvalda.
„Vinur er sá sem til vamms segir,“ sannaðist
þegar hin Norðurlöndin svöruðu íslenskum stjórnvöldum þegar þau
heimtuðu enn meiri lán, með því að segja „Hingað og ekki lengra. Við erum búinn
að aðvara ykkur allt frá því 2006 að þið væruð að kollkeyra íslenskt hagkerfi,
en þið hafið í engu sinnt þeim aðvörunum einungis keyrt upp hraðann og stært
ykkur af því að hafa byggt upp hið „Íslenska efnahagsundur!!“ Það reyndist vera
innihaldslaus froða og reyndar voru forsvarsmenn nágrannaríkja okkar búnir að benda á það í amk tvö ár áður en íslenska hagkerfið flaug fram af brúninni án þess að þar væri centimetters langt bremsufar.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa enn þann í dag ekki
viðurkennt þessar staðreyndir og nokkrir helstu leiðtogar núverandi
stjórnarflokka hafa ásamt forseta lýðveldisins farið um heimsbyggðina og kallað
Norðurlöndin, ásamt AGS, helstu óvini Íslands, en mært þess í stað Rússland og
Kína. Lönd sem ekkert gerðu til þess að koma Íslandi til aðstoðar. Því er blákalt haldið að okkur að hér hafi ekkert sérstakt gerst umfram það sem gerðist annarsstaðar og búsálhaldabyltingin hafi verið skemdarverkastarfsemi og skrílslæti.
Við höfum í litlu tekið á vandanum og eigum langt í
land. Núverandi stjórnaflokkar virtu vilja þjóðarinnar í engu þegar hún vildi endurnýja stjórnarksránna, þeir gera ekkert með vilja þjóðfundar, gera ekkert með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir virða vilja 80% þjóðarinnar um að ljúka viðræðum við ESB svo fyrirliggi hvað okkur standi til boða og við getum þá tekið afstöði.
Verðbólga hér er helmingi hærri en þekkist í nágrannalöndum okkar og vextir eru þar afleiðandi tvöfalt hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við.
Verðbólga hér er helmingi hærri en þekkist í nágrannalöndum okkar og vextir eru þar afleiðandi tvöfalt hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við.
Það er rétt að kaupmáttur hefur vaxið meir hér en
annarsstaðar, en í því sambandi er einnig ástæða til þess að minna á að
gjaldmiðill okkar hrundi til grunna og kaupmáttur féll hér á landi þar af
leiðandi tvöfalt meir en annarsstaðar. Við erum enn ekki búinn að ná nágrannalöndum
okkar. Þar er gert stólpagrín af stjórnarleiðtogum Íslands erlendis. Íslensk heimili eru
ennþá í meiri vanda en heimilin á hinum Norðurlandanna.
Á hvaða gengi eigum við að reikna út efnahagsbatann?
Við erum með ónýtan gjaldmiðil, sem nýtist ákaflega vel litlum hluta
þjóðarinnar, og sá hluti kemst ekki hjá því að verða sífellt ríkari.
Sá hópur varði tugum milljóna til þess að styrkja
núverandi stjórnarflokka til þess að komast aftur til valda. Spilað var á
vandræði heimilanna og launamanna og þeim lofað gulli og grænum skógum kæmust
þeir til valda, en efndirnar eru litlar. Íslenska valdastéttin ver sitt með
öllum ráðum og hefur til þess umtalsverða fjármuni, hún hefur komið sér þannig
fyrir að geta hrifsað til sín 80% af kökunni áður en 80% þjóðarinnar kemst að
henni.
Núverandi stjórn heldur fast í einangrunarstefnuna og
hamrar á þjóðrembunni. Það fyrirkomulag sem 20% hafa búið sér og okkur kemur í veg fyrir að
okkur miði áfram og erum í stað þess sífellt að dragast meir aftur úr
nágrannalöndum okkar. Láglaunastörfum fjölgar í ferðaþjónustu og laun hjá
velmenntuðu fólki eru orðin smánarleg í samanburði við það sem gengur og gerist
í nágrannalöndum okkar og það flýr Ísland eða kemur ekki heim að námi loknu.
80% þjóðarinnar býr við það ástand að vera með skert
laun í gegnum endurteknar gengisfellingar krónunnar, greiðir hærri vexti og
hefur orðið fyrir eignaupptöku. Eða með öðrum orðum launamenn eru að greiða með
þeim hætti aukaskatt vegna Hrunsins og fjármagna uppgönguna, á meðan litli
hluti þjóðarinnar kemur sér undan því að vera þátttakandi í þeirri
skattlagningu og lifir í „Aflandskrónulandinu“ og koma sér hjá því að greiða til
samfélagsins og býr að auki við amk 20% verðmeiri krónur.
Stóra vandamálið er óleyst við búum við gjaldmiðil sem
ver lítinn hluta þjóðarinnar, hann hagnast gegndarlaust á því að viðhalda
þessum gjaldmiðli, á meðan stóri hlutinn býr við mun lakari kost en þekkist í
nágrannalöndum okkar.
Það er auðvelt að smíða leiktjöld með heimastýrðum
gjaldmiðli, en það kemur að því að þau hrynja, einsog gerðist fyrir fimm árum.
Undrandi horfa nágrannarnir til okkar og skilja ekki hvers vegna Ísland skuli
velja krónuna framyfir evruna, sem aðeins mun gera vandamálið óleysanlegt.
Enginn vill koma með fjármagn inn í slíkt umhverfi.
Krónan skapar og ver þann vítahring sem íslenskum launamönnum er búinn og hún
mun viðhalda höftum, gjaldeyrisskorti, háum vöxtum og lágum launum í
framtíðinni.
Þetta gerist þrátt fyrir að Ísland bíður upp á betri ávöxtunartækifæri, er ríkt af auðlindum en afrakstur þeirra rennur til 20% ekki 80%. Grikkir völdu rétt í að halda í evruna í stað þess að fara íslensku leiðina og taka upp gengisfelldan eigin gjaldmiðil sem enginn hefur trú á.
7 ummæli:
Hrun íslensku krónunnar varð þess valdandi að útflutningsgreinar eins og sjávarútvegur og álframleiðsla fengu til sín á silfurfati þá lækkun á tilkostnaði sem varð til á Íslandi við hrunið. Þetta sést t.d. ágætlega þegar skoðaðar eru útflutningstekjur sjávarútvegs talið í ísl. krónum sem hafa tvöfaldast frá hruni á meðan þessar sömu tekjur reiknaðar í evrum eða dollar hafa staðið í stað.
Sjávarútvegurinn hefur eftir hrun getað greitt niður skuldir sem að mestu var stofnað til, til að gera eitthvað annað en að sinna sjávarútvegi. Skuldir sem hefðu verið ósjálfbærar hefði krónan ekki fallið.
Íslenskur almenningur er með falli krónunnar að greiða niður skuldir kvótgreifa frá því fyrir hrun og kröfuhafar kvótagreifa í bönkum hafa getað brosað hringinn. Það má segja að þetta sé ákveðið efnahagsUNDUR.
Á meðan hægt er að veðsetja óheft kvóta munu kvótagreifar taka út mögulegan hagnað úr greininni fyrirfram. Það mun hindra að hægt sé að koma á sanngjörnum auðlindagjöldum. Samanber fullyrðinguna um að ekki megi hækka auðlindagjöld því skuldir sjávarútvegsfyrirtækja séu það miklar.
Íslenska krónan felur í sér sjálfvirka leiðréttingu skulda sjávarútvegs með reglulegum hætti, þ.e.a.s. með gengisfellingu þegar sjálftaka kvótagreifa er komin úr hófi. Þess vegna er LÍÚ á móti inngöngu í ESB og upptöku evru.
Mkv. Stebbi.
Einmitt.
Leiktjöldin munu hrynja.
Sennilega þarf annað hrun til að koma viti fyrir þjóðina.
Það er nöturleg umsögn um íslenska þjóð.
Og hvad eigum vid ad Gera til ad laga hlutina. ??
Ég hef heyrt tillögu um að eina leiðin sé að skipta um kjósendur á Íslandi
Það er engin leið til á meðan kjósendur og þingheimur eru svona kex-ruglaðir.
En á endanum verður landið tekið upp í skuldir sennilega Þýskar, og þá fer ástandir kanski vonandi að skána fyrir almenning. Hinir greifarnir fá dúsu frá alþjóðakapítalistum og verða keyptir út.
Allt því að þakka hvað þýskur almenningur er hrifin af Aríum og þeirra menningu, sem mér er óskiljanlegt.
Er ekki best ad segja nordmönnum strid a hendur. Svo thegar their koma. Vid gefumst upp. Volla ordnir nordmenn og skuldir puff. KV einn leidur a islendingum.
Merkileft hvað margir eru nafnlausir hér.
Guðmundur! Þú talar um að skipta um gjaldmiðil. Ég hef ekki séð að við höfum ennþá haft möguleika á að taka upp annan gjaldmiðil eftir hrun. Við erum ekki ennþá orðin hæf til þess. Það þarf að klára að taka til og koma okkur í þá stöðu að það sé hægt. Málið snýst mest um alvöru hagstjórn frekar en annan gjaldmiðli. Það er lítið gagn af því að skipta um nærbrók þegar búið er að gera á sig uppá bak, ef ekki er búið að skeina áður.
Kv.
Gísli Jósepsson
Skrifa ummæli