þriðjudagur, 23. júní 2009

Þórarinn tók Tryggva á hné sér

Það var pínlegt að horfa á Þórarinn og Tryggva Þór í Kastljósinu. Grátbroslegt þar sem það kom fram hjá Tryggva að skipti Sjálfstæðismenn engu þó svo það blasti við að launamenn á almennum vinnumarkið myndu tapa umtalsverðum fjármunum á þessu. Þá bara reddum við því með því að samræma lífeyrisréttindi. Það kostar kostar ríkissjóð allmarga milljarða að gera það og ríkisstjórnir Sjálfstæðismanna hafa alltaf hafnað því að samræma réttindin.

Útskýringar Tryggva voru engar, einungis ómerkilegir útúrsnúningar. Við erum búnir að láta tryggingarfræðing fara yfir þetta, sagði Tryggvi. Nú er það svo, það eru tryggingarfræðingar búnir að skrifa greinar í Moggann um þessa tillög þar sem kemur mjög skýrt fram að þessi hugmyndi Sjálfstæðismanna er skelfileg, hreint út sagt hrikaleg.

Og svo spilaði Tryggi sig endanlega frá öllu þegar hann fór að bara það á Þórarinn að viðbrögð hans og þeirra sem væru á móti tillögum Sjálfstæðismanna væru vegna þess að þar væru bara valdasjúkir menn.

Rök ná ekki til Tryggva og svörin voru út í hött. Það kom svo sem glögglega fram í haust þegar yfir stóðu umræður hvernig taka ætti á vandamálum þjóðarinnar.

Athugasemdamenn biðja um skýringar, ég skirfaði pistil fyrir nokkrum dögum um málið þar sem ég rek þessar ástæður sjá hér og einnig sjá hér og svo vitanlega virkilega góðan pistil Þórarins V í M0gganumn
Ekkert vitrænt hefur komið fram frá Tryggva, einungis dylgjur um að einhverjir séu að verja völd sín, sem er vitanlega ekki svaravert.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kaupi ekki Moggann. Hef ekki séð úttekt tryggingafræðings. Sé ekki hvernig það getur verið rétt að það muni jafn miklu og þið Þórarinn hafið haldið fram á því að borga skattinn strax eða seinna. a) Það er ljóst að flestir tapa persónuafslættinum. b) það er ljóst að þjóðhagslegur sparnaður snarminnkar. c) það er ljóst að þegar stóru árgangarnir fara að taka út lífeyri þá væri gott að ríkissjóður hefði tekjur á móti. - EN ef tekið er tillit til persónuafsláttarins væri gott að sjá stærðfræðina á bak við að einstaklingarnir tapi eins og þið Þórarinn segið. Þó tillagan sé með fullt af göllum þarf málflutningur að vera réttur.
Magnús

Nafnlaus sagði...

Óttalega eru þetta léleg rök.

Gerum ráð fyrir að þær greiðslur sem ég borga í lífeyrissjóð tvöfaldist frá því að ég byrja að borga og þangaið til ég byrja að taka lífeyri. Segjum ennfremur að tekjuskattprósentan sé 50%.

Ef ég borga 1000 kr. í lífeyrissjóð undir núverandi kerfi á ég 2000 kr. þegar ég byrja að taka lífeyri. Ég borga 50% skatt af þeim greiðslm sem gera 1000 kr. nettó.

Ef ég borga skatt af tekjunum áður en ég legg þær í sjóðinn fara einungis 500 kr. í sjóðinn. En þessi inneign tvöfaldast þannig að þegar upp er staðið á ég 1000 kr. þegar ég byrja að taka lífeyri. Niðurstaðan fyrir mig sem lífeyrisþega er því sú sama.

Hvað með opinberu sjóðina sem eru gegnumstreymissjóðir - er þetta ekki tilvalið tækifæri til að breyta þeim. Það eru ansi klén rök að segja "þeir hafa aldrei viljað breyta þeim þannig að við förum ekkert að gera þetta núna".

Þetta lyktar allt af hagsmunagæslu sjóðanna sjálfra. Þórarinn virtist ekki einusinni skilja útreikningana.

Kannski hefur þetta eitthvaða með það að gera að rekstrarkostnaður sjóðanna er í hlutfalli við stærð þeirra. Ef umfang sjóðanna minnkar verður að lækka kostnaðinn og það hugnast sjórnendum og starfsmönnu sjóðanna svo sannarlega ekki.

Guðmundur sagði...

Þú hefur greinilega ekkert kynnt þér málið. Þú gætir t.d. lesið greinar Bjarna Þórðar og svo
http://gudmundur.eyjan.is/2009/06/tillogur-flokksins.html

Nafnlaus sagði...

Það hlýtur að koma framtiðarlífeyrisþegum til hagsbóta að það takist að koma Íslandi í eðlilegt ástand á örfáum árum.

Hvort að þeir fái nokkrum krónum minna eða meira er varla málið. Hættan er annars að þeir fái lítið sem ekkert!

Mikil hætta er á að lífeyrissjóðir verði lítils virði ef þjóðfélagið verður brunarústir um ókomna framtíð....

Unknown sagði...

Þetta er spurning um skatttekjur núna eða seinna. Er ríkið betri "ávöxtunaraðili" eða lífeyrissjóðurinn?
Ríkið stendur jafnt eftir, fær tekjur núna í staðinn fyrir seinna.
Lífeyrisþegin stendur jafn eftir, þ.e.a.s. skattlausar tekjur í framtíð. Lífeyrisþeginn finnur ekki fyrir auknum tekjum ríkisins í formi skattgreiðslnanna heldur lífeyrissjóðirnir.Ríkið fær aukalega 40-50 mia skatttekjur sem það getur varið til opinberra framkvæmda og haldið uppi velferðarstigi landsins. Öðrum kosti þarf ríkið að draga úr framkvæmdum, leggja meiri álögur á landsmenn og minnka þjónustustig m.v. núverandi upplegg.
Segðu mér Guðmundur, hvað er rangt í þessari aðferðafræði?

Nafnlaus sagði...

Maður leigir land til að rækta kartöflur. Landeigandinn vill fá fjórðung af uppskerunni í sinn hlut. Þá dettur einhverjum í hug sú tæra snilld að láta landeigandann frekar fá fjórðunginn af útsæðinu. Þetta skiptir þann sem leigir garðinn engu máli. En er þetta skynsamlegt fyrir landeigandann?

Nafnlaus sagði...

verð að taka undir með nafnlausum kl. 08:13.

Ef við "reddum" ekki efnahagsmálum eins fljótt og hægt er, með þeirri aðferð sem er sársaukaminnst fyrir sem flesta (engin aðferð verður sársaukalaus) - þá verður ekkert kerfi hér til að verja !

Með því að gera heilu kynslóðirnar gjaldþrota, er verið að þrýsta á þær að flýja land. Ég get talað fyrir mína parta, að ef hinu opinbera og lífeyrissjóðunum tekst að koma mér í koll, er ég farinn, og ég mun ekki gera Árna félaxmálaráðherra til geðs og koma aftur einhverntímann seinna.

Það eru margir í minni stöðu, og það er hægt að reikna með að hver sem fer burt mun þýða a.m.k. 50.000 kr. minna í mánaðarlegt iðgjald til lífeyrissjóðanna.

Með því áframhaldi verða lífeyrissjóðirnir þurrausnir upp úr 2020, og engu mun skipta hvort skatturinn verði greiddur fyrirfram eða eftirá!

Hvernig væri að stórlaxar á borð við Þórarin V, Tryggva og Guðmund myndu setjast niður og þróa þessa hugmynd út í eitthvað sem á sér stoð í raunveruleikanum ?


með kveðjum frá
Heywood Jablome

Guðmundur sagði...

Sæl
Strax og hrunið blasti við þá hafa komið hver áætlunin á fætur annarri þar sem nota á sparifé fólks í lífeyrissjóðum til þess að greiða upp skuldir allra.

Þessu var réttilega mótmælt af eigendum þessa sparifjár.

Ef nota á sparifé sjóðsfélaga lífeyrissjóða til þess að greiða upp skuldir einhverra þá yrði það vitanlega skuldir þeirra sem eiga fjármuninna ekki annarra.

Þessi aðferð Sjálfstæðisflokksins skerðir lífeyri þeirra sjóðsfélaga sem eiga þessa fjármuni um amk 15%

Auk þess liggur fyrir að skatttekjur ríkissins munu verða þeim mun minni þegar að því kemur að þeir sem eiga þessa fjármuni, sem mun mjög líklega verða til þess að skattar verði hækkaðir sem því nemur. Þannig að þessi kostnaður lendir á fáum og einungis þeim sem eiga þessa fjármuni.

Það er einnig svo ómerkilegt við þetta er að Sjálfstæðismenn hafa verið fremstir í flokki um að leggja ætti lífeyroskerfið niður og auka séreignarsparnað.

Margir þeirrar skoðunnar hafa vikist undan því að greiða af öllum tekjum til lífeyriskerfisins.

En núna stendur þetta fólk og gerir hróp að lífeyrissjóðunum og krefst þess að það fái að njóta eigna þeirra.

Nafnlaus sagði...

Það eru lífeyrissjóðirnir okkar sem berjast hvað harðast gegn afnmámi verðtryggingar þannig að unnt sé að koma hér á eðlilegu fjármálakerfi sem virkar.

Sjálfir halda þeir að þeir eigi einhver verðmæti í sjóðum sem er úttútnaðir af skuldum landsmanna - sem bráðlega fara á hausinn eða flýja land.

Það er mjög alvarleg hugsanaskekkja hér á ferðinni. Þessar risaeignir sjóðanna í krónum eru spegilmynd ofurskuldanna í hagkerfinu. Sitthvor hlið sama penings. Spyrja má - hverju var verið að safna í raun og veru?

Þvílíkt skelfingar rugl allt saman. Það er ekki á okkur íslendinga logið.

Nafnlaus sagði...

"Þessi aðferð Sjálfstæðisflokksins skerðir lífeyri þeirra sjóðsfélaga sem eiga þessa fjármuni um amk 15%
" segir þú í athugasemd.
Þú ert alltof vandaður maður til að lenda í svona pitti. Að endurtaka það sem rangt er nógu og oft gerir það ekki rétt.
Fáðu einhvern stærðfræðing með þér í að skoða þessi rök svo þú sjáir villu þína. Það eru mörg RÉTT rök gegn þessari aðferð. Ekki nota röng rök.
Magnús