þriðjudagur, 23. júní 2009

Sérhagsmunabandalagsmenn

Sú samfélagsmynd sem hafði þróast hér á landi undanfarna tvo áratugi fram að hruni var ekki gott samfélag. Þar var markaðshyggja við völd og hverdagsleikinn snérist um að tryggja einstaklingsbundna hagsmuni. Myndast hafði hagsmunabandalag sérhagsmuna.

Nýfrjálshyggjan hefur litið á myndun ríkis með ríkisafskiptum sem illa nauðsyn. Samfélag væri ímynd sem snérist um útópíska draumóra, þá líklega helst einhverra letingja. Þetta kom svo glöggt fram í viðhorfum forystumanna hægri manna hér á landi gagnvart norrænu samfélagi. Í þeirra hugum væri veruleikinn hörð sérhagsmunabarátta með gróða sem höfuðmarkmið. Þetta hefur leitt til skeytingarleysis um mannlegt siðferði, eiginleg verðmæti og afskiptaleysi í garð náungans.

Strax og hrunið blasti við kom upp á yfirborðið hver áætlunin á fætur annarri þar sem nota átti sparifé fólks sem greitt hafði í lífeyrissjóði til þess að greiða upp skuldir allra. Háværustu kallendur í þessu voru einstaklingar sem lítið eða ekkert höfðu greitt til samnignarsjóða og höfðu haft horn í síðu samtryggingarákvæða stéttarfélaga.

Þessu var réttilega mótmælt af eigendum þessa sparifjár. Því var svo svara svarað með sama hætti og Tryggvi Þór í Kastljósinu í gærkvöldi þegar hann var röklaus; „Þeir sem ekki væru honum sammála, væru í hagsmunagæslu fyrir sjálfa sig!!“ Sjáið þið ekki mótsögnina í málflutning sérhagsmunabandalagsmanninum?

Á hverjum einasta fundi meðal félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins sem um leið eru einnig sjóðsfélagar í lífeyrissjóð; Í Guðs bænum látið þið stjórnmálamenn ekki komast í lífeyrissjóðina. Ef nota á sparifé sjóðsfélaga lífeyrissjóða til þess að greiða upp skuldir einhverra þá yrði það vitanlega skuldir þeirra sem eiga fjármunina ekki annarra.

Aðferð Sjálfstæðisflokksins skerðir lífeyri sjóðsfélaga í almennu lífeyrissjóðunum. Þessir sjóðsfélagar eiga þá fjármuni Sjálfstæðisflokkurinn ætlar nú að fara að ráðstafa um a.m.k. 15%. Aðferðin mun ekki skerða lífeyri þingmanna Flokksins og opinberra starfsmanna, það sáu þingmennirnir til og hafa allavega hingað til algjörlega hafnað því að jafna þann mun. Í stað þess hafa þeir látið það átölulaust að sjóðsfélagar almennu lífeyrisjóðanna hafa mátt una skerðingum.

Skatttekjur framtíðarinnar dragast saman vegna lækkandi skatttekna frá lífeyrisþegunum. Þá verður að hækka skattprósentuna á lífeyri. Hverjir munu fá mestu skattahækkunina? Jú, það er unga fólkið sem í dag á hvað erfiðast með lánin sín og það eru sömu einstaklingar sem á þann lífeyri sem Sjálfstæðismenn ætla að skattleggja strax.

Skatttekjur ríkisins munu verða þeim mun minni þegar að því kemur að unga fólkið í dag verður lífeyrisþegar. Skattar þess verða hækkaðir sem því nemur. Þannig að þessi kostnaður lendir á fáum og einungis þeim sem eiga þessa fjármuni.

Það er einnig svo ómerkilegt til viðbótar við hið framantalda er að Sjálfstæðismenn hafa verið fremstir í flokki um að leggja ætti lífeyriskerfið niður og auka séreignarsparnað, þegar þeir boðuðu boðskap sérhagsmunabaráttu einstaklinga og skeyttu ekki um annað en veraldlegan gróða.

Margir þeirrar hafa verið þeirrar að skoðunar víkjast ætti undan því að greiða af öllum tekjum til lífeyriskerfisins. Það væri einungis aukaskattur frá verkalýðsfélögunum, svo maður noti þeirra eigin orð. En núna standa þessir hinir sömu og gera hróp að lífeyrissjóðunum og krefst þess að það fái að njóta sparifjár þeirra einstaklinga sem hafa greitt í sameignarsjóðina.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óráðssían var fjármagnuð af lífeyrissjóðsfé. Útrásin hefði aldrei verið möguleg án aðgangs að sparifé verkafólks. Lífeyrissjóðirnir dældu undir lokin milljarði á mánuði inná hlutabréfamarkaðinn íslenska og til viðbótar erlendis. Enn eru ekki komin öll kurl til grafar um það hversu mikinn skaða lífeyrissjóðirnir þurfa að bera vegna hrunsins. Lífeyrissjóðirnir voru einu aðilarnir sem gátu komið með alvöru peninga inní ævintýralega díla vitleysunnar.

Og þeir eru enn í afneitun.
Doddi D

Guðmundur sagði...

Mikið væri það nú gott ef þeir sem skrifa aths. reyndu að líta upp og horfa í kringum sig á staðreyndir frekar en hrópa og hrópa rakalausar vitleysur.

Það hefur margoft komið fram að tap erlendra aðila á Íslandi sé vel á annað þús MIA.

Hvaða bull er þetta um að lífeyrissjóðirinir hafi einir fjármagnað díla vitleysunnar. Hvað með Icesave peningana. Hvað með Jöklabréfin. Hvað mað hið tröllaukan tap þýsku bankanna? Og þannig mætti lengi telja.

Nafnlaus sagði...

Ok, þeir voru kannski ekki einir um hituna, en vegna illa grundaðra laga um fjárfestingar lífeyrissjóða neyddust þeir til að fjárfesta í mikilli áhættu.

Þeir voru þannig mikilvægt bensín á mótor hins óhefta kapítalisma.

Ef það á að taka sparnað af fólki með lögregluvaldi, þá er lágmarkskrafa að sá sparnaður sé geymdur í samfélagslegum framkvæmdum, að hann sé ekki fluttur úr landi, að hann sé undir lýðræðislegu eftirlit en ekki afhentur spekúlöntum til "ávöxtunar".

Hef miklar efasemdir um að hægt sé að "geyma" peninga í áratugi.

Doddi D

Nafnlaus sagði...

Ég brosti nú útí annað yfir því hvað þér þykir bjánalegt að menn vilji að lífeyrissjóðirnir noti peningana sem þar liggja á virkan hátt í samfélagsleg verkefni í kjölfar hrunsins.
Spurning hvort við ættum ekki að hugsa eins um ríkissjóð, þeir ættu að njóta ávaxtanna (vítt skilgreint) sem borguðu inn í hann og í hlutfalli við innlegg sín og ekki ætti að standa í neinu sem væri ekki algjörlega nauðsynlegt.

Klassísk íhaldsstefna og kannski allra góðra gjalda verð á þessum síðustu og verstu.

Varðandi það hverjir fjármögnuðu verðbréfavitleysuna hérna á Íslandi.

Útlendingarnir lánuðu íslenskum fyrirtækjum, lífeyrissjóðirnir fjárfestu í þeim (fyrirtæki lesist sem bankarnir og nátengd .group félög).

Það er mikill munur þar á

Nafnlaus sagði...

Guðmundur er að mínu mati skoðanafasisti. Hann þolir ekki að heyra sannleikann, og þurrkar út öll ummæli sem höggva of nærri honum og þeim glæpasamtökum sem hann er málpípa fyrir.

Hörður Tómasson

Guðmundur sagði...

Þakka HT vinsamleg ummæli í minn garð. Birti ekki í gær aths. sem hann sendi, hún var nefnilega sett saman með því orðfari um fólk að ég vildi ekki birta það. En birti þetta hann beinir því gegn mér, enda kurteyslega orðað sé litið til póstsins í gær

Nafnlaus sagði...

Unga fólkið á Íslandi er framtíðinn. Framtíðinn sem verið er að drekkja í skuldum. Við getum ekki leigt heimilin okkar þar sem allir eiga að eiga sína íbúð eða hús og því engin opinber stefna um leigumarkaðinn fyrir hendi. Eina leiðin til þess að koma yfir sig þaki eru afarkosta lánin. Verðtryggð og með okurvöxtum. Og svo er náttúrulega hin falda stefna hérna á höfuðborgarsvæðinu að það þurfi að vera bíll, helst tveir, á hverju heimili sökum vegalengda í alla þjónustu og slakra almenningssamgangna. Og því fylgir gífurlegur rekstrarkostnaður fyrir heimilin.
En fólkið með valdið sér ekki vanda okkar. Við erum kölluð óreiðufólk og eyðsluklær. Eina lausnin sem þetta fólk sér er að fara að ganga á lífeyrissparnaðinn okkar.
Takk sjálfstæðisflokkur fyrir að drekkja kynslóð minni og flæma rest úr landi.

Anna