Maður kemst ekki hjá því þegar hlustað var á fréttir undanfarinna daga þar sem flett var ofan af svikamyllu starfsmanna og eigenda bankanna, að rifja upp ummæli stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins og svo fram eftir síðasta vetri. T.d. hvernig þáverandi stjórnarþingmenn klifuðu á að menn yrðu að muna að hér væri um að ræða efnahagserfiðleika af völdum erlendra áhrifa og hefði ekkert með innlend mál að gera. Umfjöllun hér heima væri svo röng, þar sem allt snérist um að finna sökudólga.
Það blasir við öllum hvernig Ríkið brást þegnum sínum. Hvernig stórtækir glæpamenn léku lausum hala í skjóli afskiptaleysis stjórnvalda, Ríkið sem á að setja leikreglur og sjá um að þeim væri fylgt og verja hinn almenna borgara. Það blæasir við öllum hversu gjörspillt stjórnvaldið var orðið. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Fjöldi saklaus fólks búið að missa aleigu sína og situr í ókleifri skuldasúpu. Stjórnir Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og þeir sem settu þær stjórnir og vörðu þær bera hér stærstu ábyrgðina.
Þar rifjast upp ummæli þingmanna og ráðherra, þar sem efnahags- og peningastefnan var varinn og því haldið að okkur að umræðan snérist um rakalausar ofsóknir í garð eftirlitsstofnana Ríkisins. Stjórnmálamennirnir héldu því að okkur að þeir hefðu átt þátt í að skapa sérstakt efnahagsundur sem leitt hefði til þess að allir hefðu það svo gott.
Hvað stendur eftir? Engin uppbygging nýrra fyrirtækja. Fyrirtæki sem stóðu vel og veittu hundruðum atvinnu eru nú eignalaus og standa uppi sem innan tóm skel sem riðar til falls.
Íslenska efnahagsundrið var innan tóm bóla og þögn stjórnmálamanna æpir á okkur. Séu ummælin þeirra rifjuð upp og borin saman við stöðuna í dag, getur maður vart annað en komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki nokkurn skilning hvað þá getu til að sinna þeim störfum sem þeim hafa verið falin. Ummæli þeirra einkennast af innistæðulausum upphrópunum byggðum á stöðu þess augnabliks sem þau eru viðhöfð.
Það rifjast upp þau viðbrögð sem aðilar vinnumarkaðs fengu þegar þeir hafa á undanförnum misserum farið á fund ráðherra með áætlanir um uppbyggingu og viðbrögð við þeirri niðursveiflu sem við blasti að myndi verða í lok hinna gríðarlegu framkvæmda fyrir austan. Þessum áætlunum var lýst hér á þessari síðu á upphafsdögum hennar haustið 2007 sem og viðbrögðum.
Reyndar rifjast einnig upp viðbrögð nokkurra höfunda athugasemdadálkanna. Það var sama hvar maður kom nú um helgina, alls staðar snérist umræðan um hina arfaslöku stjórnmálamenn sem við íslendingar höfum sett til valda á undanförnum árum.
8 ummæli:
Rétt greining, Guðmundur, hjá þér sem oft fyrr. Þakka gagnorð skrif þín sem eru auðlæs öllu venjulegu fólki. Langar til að bæta við það, sem þú hefur hér að ofan sagt um stjórnmálafólk, að það má ekki gleymast, að höfuðsmiðir þess efnahagskerfis, sem gerði þetta allt saman mögulegt var sá stjórnmálaflokkur, sem hélt á banka- og viðskiptamálum í tólf ár samfleytt, og úthlutaði Landsbanka og Búnaðarbanka til vildavina þáverandi stjórnarflokka. Sumsé framsóknarviðbjóðurinn. Meira óhappafólk hefur varla komið að íslenskri pólitík en Valgerður Sverrisdóttir og Finnur Ingólfsson. Nei, ég gleymi ekki Hriflu-Jónasi, hann var slæmur en náði aldrei að vinna skaða sem jafnast á við það sem þessir sporgöngumenn hans hafa unnið þjóðinni.
"...hina arfaslöku stjórnmálamenn sem við íslendingar höfum sett til valda á undanförnum árum."
Það er grunnástæðan.
Íslendingar, þótt læsir séu, hafa hvorki siðferðislegan þroska né gáfur né hæfa fjölmiðla til þess að geta kosið hæft fólk til að ráða málum sínum.
Guðmundur erum við ekki sammála um það að siðferði stjórnmála manna og viðskiptalífs er á svipuðum stað í heiminum og staða Íslenska karla lansdliðsins í fótbolta á heimslistanum. Enn fyrir neðan okkur á þeim lista eru til dæmis Írak, Albanía, Tanzanía og Gambía. Það er nóg að gera við að koma siðferði landans upp á það plan sem er í nágrana ríkjum okkar. Ég held að það þurfi almenna hugafars breytingu. Kveðja Simmi
Já, og sitjum upp með ennþá.
Það er nú oftast að blaðamenn vita ekkert um hvað þeir eru að fjalla um og einsog með erlendar fréttir þær eru flestar þýddar uppúr Bandarískum fjölmiðlum og fluttar umhusunar laust. Þettað dæmi sýnir svoldið hvað blaðamenn vita um hvað þeir eru að fjalla. Tók þetta af visir.is þar sem Vilhjálmur Egils er sagður verkalýðleiðtogi, svo sem ekki verri enn hver annar í það starf.:
Helga Arnardóttir skrifar:
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er með tvöfaldar tekjur viðsemjenda sinna eða tæpar tvær milljónir á mánuði. Verkalýðsforingjarnir eru með tekjur langt umfram laun umbjóðenda sinna.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er með hæstu mánaðartekjur af fjórum áberandi verkalýðsforingjum landsins eða rúm nítján hundruð þúsund.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kemur þar næstur með tæpa milljón,
Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins er með tæp níu hundruð þúsund og Sigurður Bessason formaður Eflingar er með lægstu mánaðartekjurnar eða tæp sjö hundruð þúsund. Kv Simmi
Já Simmi ég tók eftir þessu. Eitt í sambandi við árvissu fullyrðingar um laun mín, þá er það sem kemur út úr þessum útreikningum frá skattgreiðslum yfir í laun segir ekkert til um hvort þetta séu laun eða eitthvað annað. T.d. voru margir sem tóku út hluta af séreign sinni á síðasta ári til þess að minnka óþægilegar skuldir hjá sér eða börnum sínum. Einnig er ekkert sem segir að viðkomandi hafi þessi laun alfarið hjá við komandi stéttarfélagi. Og svo síðast að 25% félagsmanna hjá RSÍ eru með hærri laun en ég hef hjá sambandinu og eins að við erum öll starfsmenn sambandsins á launum samkvæmt einum kjarasamninga sem RSÍ gerir og eftir þeim kjarasamning þiggja 1.600 manns laun
Já og við kjósum þetta lið aftur og aftur og það hlustar einungis á okkur 1 dag á fjögurra ára fresti, en sendir okkur síðan tóninn
Það sem er hættulegast hjá okkur núna er að við erum að lækka laun og tölum um að þeir sem séu með í kringum miljón og meira séu með ofur laun, enn það er bara hætta á að fólk flytji burtu eða komi ekki til baka úr námi eða störfum erlendis. Við búum við frjálst flæði vinnuafls og fólk bara fer. Auðvitað er staðan slæm erlendis enn ekki einsog hér og þeir verða flótari að rétta úr sér, Danir standa ekki sérstaklega vel t.d stefnir nú í það að Kaupmannahöfn fari í gjörgæslu. Laun undir 200 þúsund eru ekkert annað enn þrælahald og niður geidd af fólkinu í landinu með svo félagslegri aðstoð. Það e rlámarks krafa til okkar sem erum í verkalýðsfélögum að við borgum okkar fólki góð laun, þá getum við gert kröfur til þess og viðsemjendur þeirra séu ekki langt fyrir ofan þau í lífstandard. Kveðja Simmi.
Skrifa ummæli