þriðjudagur, 29. júní 2010

Aftur til fortíðar

Hannes Hólmsteinn prófessor ritaði nýlega grein þar sem hann færði rök fyrir styrkjum fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins, þar sem sá flokkur væri hlynntur hagstæðu umhverfi fyrir atvinnulífið. Í málflutning þessa helsta efnahagsráðgjafa Sjálfstæðisflokksins kemur fram ábending um hversu hagstætt það sé fyrir fyrirtæki að styrka stjórnmálaflokk sem aðstoða fyrirtæki að verja forréttindi, eins og t.d. gjafakvóta.

Haldið er áfram á þessari braut í samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða fundarins kom ekki á óvart sé litið til málflutnings málgagns flokksins í eigu kvótakónga, Morgunblaðinu, og yfirlýsingum formanns flokksins og eins hinu ríkisrekna Bændablaði. Þar á ganga gegn meirihluta samþykktum og koma í veg fyrir að Íslendingar fái kynnast því, hvaða kjör séu í boði, ef þeir ákveða með ítarlegri yfirvegun og meðfylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu að semja um aðild að ESB.

Frekar á að fara eftir matreiðslu spuna- og Morfísmeistara Flokksins og Morgun- og Bændablaðinu sem hafa reitt fram margvíslegar firrur um málefni ESB. Þar er hiklaust róið á mið Morfís umræðulistar og óskyldum hlutum blandað saman. Icesave-deilan er orðin að vandamáli sem er Evrópusambandinu að kenna fremur en þeim glæpamönnum sem komust í bankana sem hana sköpuðu og eftirlitsaðilum eins og t.d. fyrrv. stjórnarmönnum Seðlabanka sem sváfu á verðinum og fyrrv. bankastjóra Seðlabankans sem setti hann á hausinn.

Þessir menn halda því fram að innan ESB séu sjónarmið andstæð málflutningi íslenskra stjórnvalda og það sé ómakleg árás á íslensku þjóðina sem útiloki aðild okkar að slíku bandalagi. Hingað hafa borist ábendingar um að íslendingar verði að ednurskoða þá efnahags- og peningastefnu sem leiddi þá út þær ógöngur sem við erum í. Það eru þeir hinir sömu sem eru arkitektar þessa ástands sem standa fremstir í þessu ati.

Því er haldið fram að ESB sé samband sem þjóðir í Evrópu hafi unnið skapað til þess að gera lífið sér erfiðara. Það á að halda dauðahaldi í gerónýta mynt með stórkostlegum kostnaði fyrir almenning. Þetta er gert til þess að gæta sérhagsmuna útgerðarmanna og bænda á meðan almenning blæðir út.

Þessi stefna getur ekki leitt til annars eins og ég hef margoft komið að ungir og vel menntaðir Íslendingar muni í vaxandi mæli og yfirgefa landið til að velja sér búsetu í ríkjum þar sem opinberri þröngsýni og heimsku er ekki hampað á flokksþingum stórra stjórnmálaflokka. Hvers vegna leita íslendingar til landa innan ESB?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er formaður
Sjálfstæðisflokksins "frjáls" stjórnmálamaður? Er hann "strengjabrúða" kvótaeigenda og ritstjóra "blaðs allra landsmanna?" Verður hann ekki bara að vera "stilltur strákur" ef hann ætlar sér að vera formaður í áður "víðsýnum" flokki?
Margir hljóta að velta þessu fyrir sér.

Viðar Ingvason sagði...

Á Íslandi er ráðið í opinberar stöður og mikilvæg störf eftir flokkskírteini og ættfræði.
Hjá siðmenntuðum þjóðum Evrópu er reglan sú að menntun, reynsla og hæfileikar ráða mestu um möguleika umsækjenda.

Nafnlaus sagði...

Sæll og bless,
Langaði að hrósa þér fyrir góða pistla um Evrópumál á blogginu þínu. Gott að sjá að hægt er að skrifa um þessi mál án ofstækis og hroka eins og margir landa okkar gera.

með bestu kveðjum
Ingi

Nafnlaus sagði...

Hjá ESB skiptir elítuklíkan öllu þegar ráðið er í stöður og menn þar handvaldir í hinar ýmsu stöður.
Stöður sem í flestum tilvikum gera miklu betur en að vera margföld íslensk ráðherralaun, með mjög lítilli vinnuskyldu og fullt af fríðindum. Þessir sjálfskipuðu snillingar hafa líka komið því þannig fyrir að þessi ofurlaun þeirra og gríðarlega hlunnindi líka eru skattfrjáls með öllu í ofanálag.
Nýr handvalinn Elítu Forseti ESB apparatsins mun vera á talsvert miklu hærri launum en sjálfur Obama forseti Bandaríkjanna sem var þó kosinn af þjóð sinni til þessa embættis, en ekki handvalinn af klíkubræðrum Elítunnar sjálfrar.

Það kemst ekkert kerfi með tærnar þar sem hælarnar á spillingunni í ormagryfju ESB apparatsins eru.

Þar á meðal hafa ársreikningar og reikningsskil Sambandsins undanfarin 15 ár ekki fengist undirritaðir eða samþykktir af löggiltum endurskoðendum, þar sem þeir segjast ekki geta sett nafn sitt við þennan óskapnað þar sem þeir telja að yfir 50 milljarðar evra glatast árlega í meðförum gjörspillta Cómmízararáðana.

Er þetta lýðræðið og réttlætið sem þú ert stöðugt að kalla eftir Guðmundur.
Eða villtu kanski bara komast sjálfur í allar lúxus boðsferðirnar fimm stjörnu hótelin og glamúrinn sem hið svokallaða verkalýðsmálaráð ESB elítunnar býður svona verkalýðsforstjórum eins og þér að vera á spena hjá.

Ja eða svona einskonar áskrift af þessu sukki.

Nafnlaus sagði...

Frábær grein,

Auka fjármagnskostnður af venjulegri 20 millj. kr. íbúð, á Íslandi vegna miklu hærri vaxta og verðbólgu á Íslandi, vegna ónýts gjaldmiðils, er tæplega 1 milljón króna á venjulega fjölskyldu.

Þetta eitt er nægjanlegt fyrir allar venjulegar fjölskyldur til að krefjast þess að tekin verði upp evra hér á landi sem allra fyrst. Það ætti að vera krafa launþega samtakanna, í næstu samningum. Þetta væri stærsta kjarabót og kauðmáttarukning sem alminningur getur fengið í næstu kjarasmaningum.

Gerið þetta að aðalkröfu í næstu kjarasamningum, og þó fyrr hefði verið.

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Hreinar línur,,,,

Aðalkrafan í næstu kjarasamningum er nýr gjaldmiðill!!!! og þó fyr hefði verið???

Þannig myndi þrælaálagi krónunnar linna. Kostnaður hennar er tæplega 1 milljón kr. á fjölskyldu á ári, og tæplega 100 þús. á mánuði,,,

Það er tími til kominn að vakna af þessum krónusvefni, sem allt er að setja í steik....

Hinn valkosturinn er að flýja land.....

Guðmundur sagði...

Nafnlaus kl. 12.23

Þessar rakalausu dylgjur eru í fullu samræmi við þann spuna sem andstæðingar ESB nota í sínum málflutningi. Þetta er einhver ómerkilegasta bull sem ég hef séð.