þriðjudagur, 22. júní 2010

Dómur Hæstaréttar

Með dómi Hæstaréttar eru gífurleg verðmæti flutt til einstaklinga og fyrirtækja. Hæstu upphæðirnar munu eflaust rennar til alls kyns braskara og kaupahéðna sem lifðu langt um efni fram. Þessum aðilum verði dæmd þessi verðmæti með 2-3% vöxtum á meðan venjulegt launafólk greiðir fulla verðtryggingu auk vaxta af sínum lánum.

Margir velta því fyrir sér hvort lánafyrirtækin fara í gjaldþrot með þessum dóm og þá muni flestir fá ekkert út úr þessum dóm og það ríkir algjör óvissa. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Mun þessi kostnaður lenda á skattborgurum þessa lands, á fólki sem fór varlega og skuldsetti sig ekki um of.

Ef um það væri að ræða að þessir fjármunir kæmu frá bönkum og lánafyrirtækjum sem lánuðu þá og tapið lenti á fjármálamönnum og stofnunum kæmi okkur þetta í sjálfu sér lítið við. En á meðan einhverjar líkur eru á að þetta lendi á almenningi í formi skatta og frekari niðurskurði velferðarþjónustu, er næsta víst að meirihluti landsmanna muni hafna þeirri leið

Af hverju er það fjármálastofnanna að ákveða viðbrögð við eigin lagabrotum? Ætlar ríkisstjórnin ekki að hafa neitt frumkvæði? Nú skín það í gegn um dóminn að það var ásetningurinn með lagasetningunni að ekki mætti verðtryggja á þennan hátt og nú eiga leiguliðarnir ennþá allt sitt undir óðalsbóndnum sem reyndu að hanna sig framhjá lögum og mistókst.

18 ummæli:

aðalsteinn agnarsson sagði...

Guðmundur minn,það er endalaust
verið að spila með hinn almennamann.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur. Sem formaður launþegasambands ert þú varðhundur fjármagnseiganda. Því ertu ómerkur orða þinna.

Nafnlaus sagði...

Það er eins og að enginn vilji hlusta á þessi rök Guðmundur. Samúðin liggur hjá skuldurunum, sem er skiljanlegt upp að vissu marki, annað fólk sem hefur ekki tekið myntkörfulán verður samt að byrja pæla í þessu og hvort það hafi áhrif á stöðu þeirra sjálfra.
Bankarnir eiga lánafyrirtækin og þau verða fyrir búsifjum ef hætt er að greiða lán. Það gæti þýtt verri stöðu bankanna og það þýðir að ríkið verður að dæla skattfé aftur í bankanna til að styrkja þá. Ekki satt?
Það verður að finnast einhver raunsæ málamiðlun sem báðir aðilar verða að sætta sig við.

Nafnlaus sagði...

Hvað skyldi skattborgarinn þurfa að blæða vegna neyðarlaganna? Svo þarf hann væntanlega að borga vegna verðtryggðu lánanna venjulegu, lífeyrisjóðslánanna etc. Vegna forsendubrestsins og skv. Sigurði G. þá eru fordæmi fyrir því annarsstaðar á Norðurlöndum að lántaki og veitandi deili með sér áfallinu sem verður td, vegna hruns. Eða finnst þér sanngjarnt að þegar krónan hrynur og lán hækka upp úr öllu að skuldarinn beri alla áhættuna?
Við höfum lengi hreykt okkur af lífeyrissjóðunum, líkt þeim við olíusjóð Norðmanna. Þegar við núna með nýtt og heiðarlegt siðferðismat skoðum málin þá áttum við okkur á að þeir hafa eins og bankarnir verið stikkfrí í lífinu í þessum ólgusjó sem er íslenskt hagkerfi. Þeir hafa haft belti og axlarbönd sama hvort verðbólgan hefur verið 2. 10 eða 20%.
Það er ekkert hægt að bera skattborgarann fyrir sig endalaust, er hann ekki jafnframt skuldarinn?
Snýst þetta ekki fyrst og fremst um að leiðrétta þetta misrétti sem hefur viðgengist hér árum saman?

Nafnlaus sagði...

Það er nú eitthvað að gleraugum þessa nafnlausa númer tvö (13:29)
Formaður landssambands varðhundur fjármagnseigenda. Hverslags endaleysa er þetta? Hvar er hægt að lesa í þessum pistli??
Þetta er fínn pistill, góð greining á stöðunni
Úlfur

Nafnlaus sagði...

Þetta er röng túlkun á niðurstöðunni. Það sem þeir íslendingar sem höfðu svona lán eru að upplifa eru svipuð lánakjör og 500 miljón manns í evrópu hafa jafnan aðgang að. Það er ekkert óðelilegt við þessi kjör. Það sem, er óeðlilegt og vonandi næst á dagskrá er hin séríslenska og sér ógeðslega verðtrygging. Þeir sem fá nú niðurfellingu eru ekki að fá neitt gefins, það er verið að leiðrétta fáheyrt órættlæti gegn þeim. Það sem þú Guðmundur ættir að beita þér fyrir er að hinir fái samskonar leiðréttingu.

þessi verðtrygging er glæpur gegn íslendingum, ekkert minna. Það eru engin rök að lífeyrissjóðirnir þurfi á henni að halda til að geta greitt lífeyri út í enda vinnudagsins. Það til lítils að drepa venjulegan launamann til þess eins að hann eigi áhyggjulaust ævikvöld! Auk þess treysta ekki alllir því að meðferð lífeyrissjóðanna á fé þeirra sé með þeim hætti að óhætt sé að fórna bókstaflega öllu til þess að tryggja stöðu þeirra.

Samúðin er hjá skuldurum þessa lands, ekki hjá stofnunum sem búnar eu að koma landinu, fólkinu og sjálfum sér nánast til heljar.

Gleðjumst því yfir því ef einhver þeirra nýtur nú smá réttlætis og berjumst saman til þess að fleiri komist í þann hóp, meðal annars með afnámi verðtryggingar og leiðréttingu á stökkbreyttum íslenskum lánum líka.

Kær kveðja, Þórður Áskell Magnússon

Guðmundur sagði...

Það er augljóst að Þórður Áskell hefur nákvæmlega enga þekkingu á verðtryggingu og slær um sig með rakalausum fullyrðingum og dylgjum
Kv. Guðmundur

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki gráðugur braskari og heldur ekki flestir hinir sem eru með myntkörfulán. Ég er launþegi og þar með skjólstæðingur verkalýðshreyfingarinnar sem hefur alveg brugðist mér...eins og þú bregst þínum umbjóðendum í þessu máli.

Guðmundur sagði...

Þær eru hreint út sagt kostulegar aths hér.

Ég velti því fyrir mér í pistlinum hvort dómur Hæstaréttar muni leiða til þess að lánafyrirtækin muni fara á hausinn og geti þar af leiðandi ekki staðið undir þeim endurgreiðslum sem lántakendur vænta, þar á meðal er ég og börnin mín.

Hvort það muni þá leiða til þess að menn vænti þess að aðrir greiði það sem lánafyrirtækin geta ekki staðið undir. Þessir aðrir væru þá líklega ríkið og það muni leiða til þess að láglaunamenn og barnafjölskyldur verði fyrir barðinu á því t.d. með lækkuðum bótum og lakari leikskólaþjónustu og gamalt fólk vegna lakari bóta og hækkuðum jaðarsköttum.

Hvern er ég að svíkja með því að benda á þetta??

Má ekki velta upp hlutum og draga fram hugsanlegar stöður, án þess að menn missi stjórn á sér.

Hvað þá um fólkið sem er með verðtryggð lán, af hverju á það ekki rétt og hver á að borga þann brúsa?

Ef verðtrygging verður afnumin munu afborganir lána líklega tvöfaldast og hver stendur undir því?

Það eru hér á síðunni mjög skilmerkilegar skýringar á vertryggingu og hvað þurfi að koma til þess að hún verði afnuminn.
Guðmundur

Nafnlaus sagði...

Nú skil ég hagfræði lítt. Er það ekki rétt skilið hjá mér að verðtryggingin fylgir verðbólgunni. Ef verðtryggingin er tekin af þá kemur bara meiri verðbólga í staðinn og Íslendingar þurfa að borga meira fyrir vörur og þjónustu? Semsagt vandamálið leysist ekki með að taka verðtrygginguna úr sambandi, það flyst bara annað? Út í verðlagið. Draumar þeirra sem halda að lífið verði eins og í himnaríki ef verðtryggingin verði afnumin: Blekking?
-Ari

Guðmundur sagði...

Hér t.d. grein sem útskýrir verðtryggingu

http://gudmundur.eyjan.is/2009/08/vertrygging-og-eyglo-harar.html

Guðmundur sagði...

og hér er önnur

http://gudmundur.eyjan.is/2009/04/kronan.html

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur,

Þetta eru réttmætar vangaveltur hjá þér og eðlilegt að þeim sé varpað fram. Hins vegar ofmetur þú hæfileika Íslendinga til rökræðu, sem eru nánast ekki fyrir hendi.
Í stað þess að reyna að komast að kjarna málsins hverju sinni, vega rökin fram og aftur fordómalaust, eru menn úthrópaðir "svikarar" (ef ekki við föðurlandið, þá við launafólk), eða öðrum uppnefnum sem henta hverju sinni. Við erum sérfræðingar í ad hominem "rökræðu".
Kveðja, Júlíus

Nafnlaus sagði...

Bendi hér á pistil Hermanns um verðtrygginguna http://www.pressan.is/pressupennar/LesaHermann/er-verdtrygging-ologleg
Það hlýtur að vera óþægileg staða fyrir verkalýðsforingja að þurfa annarsvegar að verja lífeyrissjóðina og hins vegar að halda trúverðugleika við að benda á lausnir til hjálpar stórum hópi, og vaxandi, gjaldþrota félagsmanna sinna vegna íbúðarskuldbindinga. Einhvern meðalveg hlýtur að verða finna það er deginum ljósara og þá geta lífeyrissjóðirnir ekki verið með frítt spil sem eigendur um 80% allra íbúðarlána í raun.
Hermann segir :
''Þær mælieiningar sem mynda vísitöluna eru þverskurður þess kostnaðar sem myndast í heimilisbókhaldi landsmanna. Allar breytingar á slíkum kostnaði leggst við höfuðstól lánsins. Þetta þýðir meðal annars að þegar olía hækkar á heimsmarkaði þá hækka húsnæðislán á Seyðisfirði. Þegar stálverð hækkar í kauphöllinni í New York þá hækka húsnæðislán á Siglufirði. Þegar fasteignabóla myndast í Garðabæ þá hækka húsnæðislánin á Patreksfirði. Allar þessar breytur gera það að verkum að fjármagnseigandinn á yfirgnæfandi líkur á að fá til baka mun meiri verðmæti en hann lét af hendi í upphafi. Þetta þýðir líka að ef húsnæðisverð stendur í stað í lengri tíma eins og gæti nú verið í uppsiglingu þá flyst eigið fé fasteignaeigandanns mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandanns jafnvel þar til að ekkert eigið fé er lengur til staðar.''
Hvaða réttlæti er í því að sú kynslóð sem nú er að koma þaki yfir höfuðið eigi að sjá um að rétta af tap lífeyrissjóðanna af hruninu og þar með er allt eigið fé kynslóðarinnar sem er jafnframt að ala upp sín börn fært til þeirrar sem nú er að fara að taka út sinn lífeyrir þ.e. ´68 kynslóðarinnar sem fékk sín hús sumir hverjir frítt í verðbólgubáli og tók þar með eignarnámi sparifé foreldra sinna og nú barna sinna.
Það er ekki nóg að berja hausnum við steininn og segja að verðtrygginguna sé ekki hægt að afnema nema með Evru og ESB aðild þó mikið sé til í því. Þetta er bara ekki að fara að gerast þannig að horfa verður til annarra lausna það er klárt.
Kveðja Sævar S

Guðmundur sagði...

Mikið rosalega finnst mér lítið varið í þessa klisju um að verkalýðsforingi megi ekki hafa skoðun og það sé erfitt og fleira í þeim dúr. Þetta er á svo lágu plani að manni verður flökurt.

Ég hef greitt í lífeyrissjóð allan minn starfsaldur og á töluverða fjármuni inn í mínum lífeyrissjóð og byggi mínar skoðanar á staðreyndum ekki einhverjum rakalausum bullfullyrðngum

Nafnlaus sagði...

Þú finnur það ekki í mínum skrifum að verkalýðsforingi megi ekki hafa skoðun.
Þvert á móti finnst mér það gott og nauðsynlegt að geta skipst á skoðunum við þá sem eru þar í forsvari. Hins vegar hljóta menn að verða þola mönnum að hafa aðrar skoðanir. Það vandamál að heil kynslóð sé að fara undir hamarinn vegna stökkbreyttra lána að völdum verðtryggingar það hverfur ekki að sjálfu sér. Það er á hreinu.
Það er margbúið að sýna fram á að það myndast skekkja í vísitölumælingum þegar neyslumynstrið tekur eins miklum breytingum og nú hefur átt sér stað. Neysluvísitalan er að mæla hvað kostar neysla eins og hún var samsett 2007. Það er enginn í þannig neyslu í dag. Hverja snertir það þó að nýrbíll hafi hækkað um 50-80% frá því 2007 það eru engir að kaupa nýja bíla í dag. Samt tekur vísitalan mið af þessu og færir þar með fé frá lántakendum til lánveitanda.
Hér er ágætis samantekt á þessu
http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/768874/
Það er deginum ljósara lánveitendur (lífeyrissjóðir)eru að fitna á ofteknum verðtryggðum endurgreiðslum. Sem hlýtur að þurfa að lagfæra.
Kveðja Sævar S

Nafnlaus sagði...

Heyrðu Sævar þú getur ekki látið svona og verið með svona lágkúrulegan málflutning.

Þú ræðst að Guðmundi og segir að verkalýðsforingi geti ekki haft þessar skoðanir og svo segist þú ekki gera það.

Og verður svo pirraður ef þér er svarað og berð það á Guðmund að aðrir megi hafa skoðanir en hann.

Má Guðmundur ekki hafa aðra skoðun en þú.

Þú færir ekki nein rök fyrir þín og vísar reinar sem eru dæmalaus endaleysa.
Úlfur

Nafnlaus sagði...

Eitthvað virðast Úlfur og Guðmundur misskilja eða lesa eitthvað annað út úr mínum skrifum en þar stendur.
Hvergi segi ég að Guðmundur megi ekki hafa sínar skoðanir vegna þess hver hann er. Tek fram að min koment er merkt mér önnur koment hér á ég ekki.
Ég bendi á að það hlýtur að (mér finnist) vera erfið staða að vera annarsvegar að verja líferyissjóðina sem eru eigna megin við verðtryggðu íbúðalánaskuldbindingarnar
og hinsvegar að taka þátt í úrlausnum fyrir þá sem eru skulda megin við þessar skuldbindingar.
Sé ekki að þetta sé neitt sem banni Guðmundi að hafa skoðanir..

Ég er einungis að benda á að ég sé ekki hvernig hægt er að leysa þennan vanda öðruvísi en að líeyrissjóðirnir komi þar að. Bendi þar á að ýmsir hafi með rökum sýnt fram á að við svona efnahags kollsteypu eins og núna hefur átt sér stað þá myndist skekkja í vísitölumælingunni sem er til grundvallar í verðtryggingunni. Sem aftur veldur ofteknum verðbótum frá lánþegum.
Kannski finnst mörgum þetta tilgangslaust fjas alveg eins og lánastofnunum fannst það líka fjasið um ólöglegu gjaldmiðilstrygginguna. Þeim finnst það líklega ekki núna. Bendi á að nú er að fara í gang mál hjá Sigurði G varðandi forsendu brest verðtryggðra lána. Þannig að þetta er nú ekki meira fjas en það.
Kveðja Sævar S