mánudagur, 14. júní 2010

Hið íslenska Sovét

Nú er tekist á um eignarhald á vatni. Félagshyggjustjórn vill ganga gegn lögum sérhyggjunnar frá 2006 og að vatn verði skilgreint í stjórnarskrá sem almannaeign. Á tímum Framsóknar og Flokksins átti að koma öllum eignum almennings yfir til hinna fáu. Þessi hópur breytti skattalögum til hagsbóta fyrir hina efnameira á kostnað þeirra sem minna máttu sín.

Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda því Sovéti sem hann kom á. Hann hefur barist hatrammlega gegn því að þjóðin fái að koma að Stjórnlagaþingi. Hann vill að fáir útvaldir fái að véla þar um. Það er í samræmi við valdastefnu hans. Flokkurinn sem segir að Rannsóknarskýrslan sé að þvælast fyrir honum og tefji fyrir því að hann komist aftur að kjötkötlunum.

Það er hreint út sagt með hreinum ólíkindum að þessi flokkur skili liggja yfir 25% á kosningum og skoðanakönnunum. Flokkurinn sem átti stærstan þátt í að koma þjóðinni í þá skelfilegu stöðu sem hún er í, Flokkurinn sem berst áfram fyrir því að koma auði til fárra og berst um með öllum brögðum til þess að komast til valda og draga völdin til fárra.

Það er mjög athyglisvert að fylgjast með því hvernig Flokkurinn tekur í tilboð Besta flokksins um að nú eigi allir að vinna saman. Hvað Flokkurinn átti við með helsta kosningarloforði sínu. Nú blasir við að það á einungis að vinna saman ef það sé gert á forsendum Flokksins.

Þingmenn Flokksins kvarta í sífellu undan því að ekkert sé gert fyrir almenning, en hann tekur svo höndum saman við aðra um að koma í veg fyrir allan framgang góðra mála í þinginu. Beitir málþófi og öllum Morfísbrögðunum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill að þröngur hópur þingmanna hanteri stjórnarskrána án þess að þjóðin sjálf komi þar nálægt og Flokkurinn berst harkalega gegn því að vatnalögin alræmdu verði felld úr gildi.

Hanna Birna, Guðlaugur Þór og Flokkurinn hafa gert OR að spillingarbæli og komið fyrirtækinu nánast á vonarvol. Eina leiðin út úr því er að hækka hitaveitugjöld almenning um 40. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn eina ferðina kynnt sig sem málsvara auðhyggju og sérhagsmuna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er kominn tími til að spúla þessu liði út.
Jónína

Nafnlaus sagði...

Þeir sem eru í B-deildinni safna ekki réttindum af heildarlaunum sínum líkt og félagar í ASÍ.

Úr árskýrslu LSR 2009: "B-deild
LSR er lokuð fyrir nýjum sjóðfélögum. Þeir einir hafa rétt til að greiða í þá deild sjóðsins sem áttu aðild að LSR við stofnun A-deildar um áramótin 1996 og 1997 og kusu þá að vera áfram í eldra réttindakerfinu." B-deildin var gegnumstreymissjóður sem lokað var fyrir fjórtán árum. Meðalfjöldi virkra sjóðsfélaga í B-deild er 5644 og fækkar um 500 á ári. Er þetta virkilega "Sovét" í þínum huga?

Það sem er sovéskt er að félagar í t.d. Gildi geta ekki hætt í sjóðnum og flutt réttindi sín annað. Skref í áttina að því að eyða mismuni er að leyfa launamönum að velja sjálfur sinn lífeyrissjóð.

Afhverju stígur ASÍ ekki fyrsta skrefið og afnemur skylduaðild í lífeyrissjóði sína?