föstudagur, 18. júní 2010

Enn einn áfellisdómurinn

Það er ekki hægt annað en að niðurstaða Hæstaréttar um gengistryggð bílalán er enn einn áfellisdómurinn yfir fyrrv. ríkisstjórnum, stjórnum Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins, sem létu bankana athugasemdalaust taka upp þetta kerfi.

Á sama tíma og þessir aðilar keyrðu samfélagið í þrot og settu Seðlabankann á hausinn og kvarta núna undan því að niðurstaða Rannsóknarskýrslunnar sé að þvælast fyrir þeim. Líklega kvartar Ólög Norðdal, ætli hún að vera samkvæm fyrri yfirlýsingum, undan því að þessu dómur muni þvælast fyrir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Hvers vegna núverandi stjórnvöld og stjórnir FME og SB gera ekkert í málinu er svo pæling út af fyrir sig. Gerðu þær ekkert vegna þess að þetta hafi gengið ath.slaust fyrir sig.

Manni er minnistæð eftirmæli umboðsmanns Alþingis um ríkisstjórnir Sjálfstæðismanna og Framsóknar, að um 30% frumvarpa þeirra hefðu ekki staðist stjórnarskrá, eða gengu jafnvel þvert á gildandi lög.

Þó svo stjórnmálaflokkanrir hafi fengið gula spjaldið ásamt aðvörun í kosningum í vor, þá hafa þeir haldið uppteknum hætti með skrílslátum í Alþingi. Það er sannarlega kominn tími til að þeir fari að sjá sig í réttu ljósi.

Hrunið var alíslenskt, íslenskir bankar í eigu Íslendinga sem fóru að settum reglum og voru undir eftirliti Seðlabanka og Fjármálaeftirltis fóru á hliðina og tóku þúsundir heimila og fyrirtæki með sér. Þáverandi ráðherrar og Forseti voru verndarar þessa kerfis og fóru um heimsbyggðina til þess að útbreiða hinn alíslenska sannleika.

Sjónarmið sérhyggju og auðhyggju voru við völd og það virðist vera svo að sumir þingmenn ætli sér að halda áfram á þeirri braut.

Það á að verja sérréttindi fárra og viðhalda lokuðu þjóðfélagi. Tryggja áframhaldani eignaupptöku hjá launamönnum til þess að vernda stöðu útvegsmanna og milljarða styrkjakerfi til bænda.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Beittur að venju!

Frábær pistill!

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Magnús sagði...

Ég get ekki annað séð en að dómarnir séu ekki síður áfellisdómur yfir núverandi stjórnvöldum. Þau hafa setið við völd í 1,5 ár og kosið að sitja bara hjá og ekki aðhafast neitt. Það sama má segja um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.

bjarkigud sagði...

Það er kannski ágætt að hugsa um eitt núna þegar þessi dómur er fallinn og allir farnir að vorkenna erlendum kröfuhöfum sem koma ekki til með að fá sitt. Ég hef ansi sterkan grun um að þessi "myntkörfulán" hafi aldrei verið í erlendri mynt í raun og veru. Hvað á ég við með því? Jú, fékk einhver í hendurnar Yen, Svissneska Franka, Dollara eða Evrur í mynt eða seðlum? Ég held að lánin hafi öll verið búin til á blaði án aðkomu erlendra aðila. Einhverjar hugmyndir um þetta Guðmundur?

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

það sem meira er, sumir þessara aðila vilja jafnframt koma í veg fyrir það með öllum ráðum, að Ísland gerist aðili að ESB og geti þar með unnið sig hratt út úr vandanum.

Með aðild að ESB myndu vextir lækka verulega, sem og verðbólga og matvælaverð, þar sem Ísland fengi alvörugjaldmiðil evruna, sem spákaupmenn geta ekki leikið sér að og lán hemilanna myndu lækka - en ekki hækka. Hægt væri að afnema lánskjaravísitöluna. Kaupmáttur heimilanna myndi stóraukast.

Þeir aðilar sem eiga hvað mesta sök á hruninu, vilja halda áfram á þeirri braut og magna vandann enn frekar, með því að koma í veg fyrir inngöngu í ESB.

Hvað er þetta fólk að hugsa?