miðvikudagur, 9. júní 2010

Vinnum okkur úr vandanum

Pólitíska kreppan hér landi er ekki einungis vegna innanbúðarvanda VG, sem endurspeglast í getuleysi ríkistjórnarinnar. Þrátt fyrir fyrirliggjandi vandlætingu þjóðarinnar á vinnubrögðum Alþingis þá halda þingmenn áfram í Morfísleik sínum sem aldrei fyrr. Stjórnarandstaðan segist vera benda á það sem aflaga fer í stjórnarsamstarfinu og hluti stjórnarþingamanna víkur sér undan því að taka óvinsælar ákvarðanir.

Það skynja allir þetta ástand, aðilar vinnumarkaðs eru farnir að skjóta fast á ríkisstjórnina. Skelfileg staða, þessi aðilar lýstu yfir vilja til samstarfs með stjórnmálamönnum í átaki til þess að vinna sig út úr vandanum. Alþingi hefur ekki dug í sér til þess að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og þingmenn eru uppteknir í að koma höggi hver á annan og koma fingraförum sínum á þær ákvarðanir sem munu verða vinsælar.

Nú liggur fyrir að koma verður á jafnvægi í ríkisfjármálum, þar eru tvær leiðir. Hækka skatta eða minnka útgjöld. Hækkun skatta mun leiða til enn frekari samdráttar í hagkerfinu, og er þar nú þegar komið fram á bjargbrúnina.

Nær væri að fara þess á leit við þjóðina að hún vinni sig úr vandanum. Hvernig væri t.d. að launamenn bæti á sig einu korteri á dag í vinnu til þess að koma í veg fyrir frekari niðurskurð og hækkun skatta?

Það virðist blasa við að margir núverandi stjórnmálamanna munu ekki hafa kjark til þess að takast á við vandann sem liggur fyrir í nauðsynlegum í niðurskurði. Þar þarf að taka margar gríðarlega óvinsælar ákvarðanir. Þar má ætla að þingmenn VG muni standa fremstir í flokki og stjórnarandstaðan mun spila á það að venju.

Velferðarkerfið kom ekki af sjálfu sér og það verður ekki áfram án þess að gerðar séu ráðstafanir til þess að viðhalda því. Það kostar skatta eða uppskurð á ríkisbákninu. Starfsmönnum þar fjölgaði gríðarlega á þennslutímum. Ríkisfjármálin eru ekki prívatvandamál VG og Samfylkingar, hún er sameiginlegt vandamál allra. Þjóðin krefst þess að stjórnmálamenn taki sig saman í andlitinu og hætti Morfískepnninni og taki á þessum vanda eins fólk með ábyrgð. Annars mun bresta á pólitísk kreppa og kosningar verða að fara fram seinna í sumar.

Hver á nú að borga?
Hver hefur ráð á meiri útgjöldum?
Eru einhverjir eftir sem eiga mikið af peningum?
Ég og mín fjölskylda hefur alla vega ekki ráð á meiru.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Ertu viss um að það séu ekki 12 mínútur á dag? :)
IB

Stefán Benediktsson sagði...

Ég hugsa að margir væru til í klukkutíma í viðbót á dag ef það flýtti ferð okkar í gegnum þann vanda sem við erum í núna.

Nafnlaus sagði...

Gott komment Guðmundur,

Er ekki kominn tími til að huga að leiðum út úr vandanum, eins og þú ert að benda á Guðmundur.

Í næstum 2 ár hefur allur kraftur þjóðarinnar - og fjölmiðla sérstaklega - farið í að finna fleiri og fleiri sökudólga - blása út meira hatur - byggja stærri fangelsi - og horfa til fortíðar.

Með þannig áframhaldi fer þjóðin örugglega til fotíðar og meiri hörmunga. Sumir stjórnmálamenn - og aðrir í skotgrafarhugsun - nærast á slíku ástandi - af því að þeim er alveg sama um allt.

Það er hollt fyrir Íslendinga að hugleiða leiðir þær sem Mandela notaði til að kom S-Afríku út úr vandanum.

Hans leiðir voru fyrst og fremast að beina sjónum þjóðarinnnar að framtíðinni - finna málefnalegar lausnir, byggðar á auknu trausti og framsýni - fyrirgefa og minnka hatur - og um það snerist fjölmiðlaumfjöllunin,,,

Skyldi Íslandi takast það - eða fer landið aftur til fortíðar,,,, eins og allt stefnir í nú,,,

Það er sennilega í höndum okkar sjálfra.

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Nú þegar búið er að gera samning við Kína, má spyrja hvort ekki sé að verða samræmi á milli Kúbu og Íslands. Bæði löndin einangruð a.m.k. hvað alþjóðlegt fjármagn varðar, nem frá stórum vinum, Rússlandi og Kína.

Líklegt er að næsta skref sé að myndað sé Kúbubandalagið, og Ísland sæki um aðild að því, sem skref í átt að frekari einangrun frá alþjóðasamfélaginu.

Nafnlaus sagði...

Björgum Islandi, frjalsar smabataveiðar. Aðalsteinn Agnars.