ESB er samband frjálsra og fullvalda ríkja. Þeir sem andmæla aðild Íslands að ESB búa til alls kyns grýlur og hindranir sem að þeirra mati ættu að standa í vegi fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, t,d, fullveldisafsal. Í hefðbundinni skilgreiningu fullveldis er gengið út frá því að hið þrískipta ríkisvalds lúti allt innlendri stjórn.
Fullveldi og frelsi manns á eyðieyju er merkingarlaust eins og fullveldi þjóða er merkingarlaust án samhengis við tengsl þeirrar þjóðar við aðrar. Hafa ber í huga í þessu samhengi að íslensk löggjöf er almennt undir miklum erlendum áhrifum. Það hefur farið framhjá ESB-þjóðum eins og til dæmis Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi, að þær hafi glatað fullveldinu vegna ESB aðildarinnar.
Regluverkið er algengasti skotspónn andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Regluverk ESB felur í sér töluverða einföldun og sparnað ef betur er að gáð. Eitt regluverk í stað 27 aðgreindra um sambærileg mál. Sameiginlegt regluverk á vegum ESB eykur þannig á gegnsæi og skilvirkni.
Í alþjóða samstarfi almennt og Evrópusamstarfi sérstaklega geta fulltrúar Íslands fært rök fyrir máli sínu. Það er alltaf meginmarkmið að ná sátt í málum og þau skipti sem atkvæðagreiðsla hefur farið fram þar sem reynt hefur á atkvæðavægið eru fá. Ef eitthvað, þá hefur hallað á stóru ríkin í þeim efnum.
Aðal mótrök andstæðinga aðildar að ESB snúa hins vegar að sameiginlegu sjávarútvegstefnu bandalagsins. Á Íslandi er engin tilbúin til þess að gangast undir sameiginlegu fiskveiðistefnuna að óbreyttu. Ísland býr við þann kost í sjávarútvegsmálum að vera fyrir löngu búin að ná og uppfylla markmiðum stefnunnar um t.d. sjálfbærni og verndun stofna.
Sameiginleg fiskveiðistefna ESB er í grundvallaratriðum eins og fiskveiðistefna Íslands hvað varðar sameiginlega fiskistofna. Það er á þeim grunni sem til hennar er stofnað. ESB á ekki neinar auðlindir. T.d. eru olíu- og gaslindir Breta og Dana í eigi þeirra landa ekki ESB.
Íslenskur landbúnaður mun áfram leika lykilhlutverk á ferskvörumarkaði hér á landi. Samkeppnisstaða landbúnaðarins er að mínu mati vanmetin. Ef íslenskur landbúnaður fær eðlilegra rekstrarumhverfi þá er honum allir vegir færir. Höfum enn frekar í huga að ESB ríkið Danmörk, með litlar sem engar auðlindir og skandinavískt skattaumhverfi er stórveldi á alþjóðamörkuðum með unnar landbúnaðarvörur.
Það sem síðan skiptir öllu máli fyrir bæði íslenskan sjávarútveg og landbúnað í tengslum við aðildarviðræður að ESB er sú staðreynd að í aðild felst eina fyrirsjáanlega tækifæri íslendinga til þess að opna á stóran erlendan markað með fullunnar vörur. Allt slíkt er í dag takmörkunum háð sem myndu falla niður við aðild.
Stjórnmálamenn hafa í gegnum áratugina margítrekað eyðilagt ávinning sem launamenn hafa náð í gegnum mikla kjarabaráttu með einu pennastriki í því að lækka gengi krónunnar. Krónan er í raun mesti óvinur íslenskra launamanna í baráttu þeirra við að ná upp sambærilegum kaupmætti og er í nágrannalöndum okkar og gegn því að Ísland sé láglaunasvæði.
Íslenskt hagkerfið hefur tengst stærri hagkerfum vegna aukinna umsvifa atvinnulífsins. Örmynt eins og krónan veldur miklum óstöðugleika, sem kallar á að vextir séu um 3,5% hærri en ella. Það krónan veldur einnig hærra verðlagi, verðtryggingu og minni kaupmætti. Í sjálfu sér veldur hún því að Ísland er ekki fullvalda ríki.
10 ummæli:
Vel mælt Guðmundur. Þú þarft að hamra á þessum sjónarmiðum áfram og fara sem víðast og ræða við fólk um þessi mál. Það er svo mikið rugl og misskilningur í gangi hjá fólki.
Júlíus
Gott hjá þér nafni, en einfaldast væri að taka fyrst upp dollar, þá myndum við uppfylla Maastrikt skylirði á 3 mánuðum og gætum þess vegna tekið upp Evru. Það er hins vegar óþarft, því ríki geta vel verið í ESB og haft dollar sem gjadmiðil, bara betra að hafa opinn vesturglugga.
Mjög góð grein. Þú þarft að halda þessum málflutningi á lofti áfram.
Það hafa fáir áttað sig á því að dómar hæstaréttar í gengistryggðu lánunum eru afleiðing ónýtrar krónu og ein af mörgum birtingarmyndum ruglsins sem er í kringum hana.
Smám saman mun meirihluti þjóðarinnar sjá ljósið.
Frábær grein.
það vantar miklu meira af slíkum greinumn, til að umræðan geti talist vitræn.
Það er forsenda allra ákvarðana, að eitthað vit sé í umræðunni og hún byggð á rökum og upplýsingum. Einungis þannig er hægt að byggja trausta framtíð. Annara verður nýtt áfall.
Þegar allt er skoðað, tekur Ísland þegar upp 75% af öllu regluverki ESB síðan 1994!! Ísland hefur þvi verið 75% aðili að ESB í 16 ár.
Hver hefur svo reynslan af þesu verið? Í stuttu máli, má segja að þetta hafi verið mestu uppgangstímar í sögu þjóðarinnar, bæði hvað varðar lífskjör, en ekki síður réttindi launafólks og félaglegar umbætur.
Sem sagt frábær 16 ára reynsla af löggjöf ESB og því að vera aðilar að ESB. Það þarf ekki frekari prófanir eða sannanir.
Samningaviðræður við ESB núna snúast um að taka yfir þau 25% sem eftir eru. Við EES samninginn var verið að semja um 75%, sem var í raun miklu stærra mál, en það gekk vel og allir voru ánagæðir. Samningar nú munu einnig ganga vel. Það er kannski það sem andstæðingar óttast...því þeim er alveg smam um hag almennings..
En samningar nú snúast ekki bar um þessi 25% sem eftir eru.
Samningar nú að formlegri aðild að ESB, er eitt stærsta sjálfstæðismál þjóðarinnar frá upphafi. En um það hefur ekkert verið talað.
Um hvað snýst það mál.
Það snýr að því að, Ísland endurheimti það sjálfstæðisafsal sem framselt var með EES smaningunum, á sviði stjórnunar og áhrifa, þar sem Ísland hefur nánast engid áhrif á þau lög sem koma frá ESB nú, innan EES samningsins.
Ástæðan fyrir þessu er sú að EES samningurinn var einungis hannaður sem skammtímasamningur í örfá ár, enda gegnu allar hinar EFTA þjóðirnar inn í ESB 1995, einnungis einu ár eftir að EES samningurinn gekk í gildi.
EES samnningnum var því aldrei ætlað að vera langtímasamningur, enda stjórnunargallar hans allt of stórkostlegir til þess, þar sem EES ríkin eru nánast áhrifalaus á alla löggjöf sem þu taka yfir frá ESB.
Það er ekki sæmandi neinni sjálfstæðri þjóð að hún yfirtaki 75% af öllum lögum og reglum innan ESB, án þess að fá hafa nánast nein áhrif á þau lög.
Alþingi Íslendinga fær send lögin í posti frá ESB, og innleiða þau síðan hér. Þvílík reins yfir Alþingi Íslendinga, þvílik sjálfstæðisvitund að telja þetta allt í lagi...
Hvar er sjálfstæðisvitund þjóðarinnar??
Hverskona sjálfstæðisvitund er það að telja slíkt viðunandi. Þeir sem sæta sig við slíkan undirlægjuhátt telja væntanlega að Ísland eigi að vera út í horni á öllum stöðum, einskonar utangarðsmenn á eigin heimili.
Þetta væri svipað og að ákveðinn landshluti á Íslandi, t.d. Norðurland og Akureyri, ættu ekki rétt á að senda fólk á Alþingi og ættu engan fulltrá hjá stjórnsúyslunni. Þeir mættu hinsvegar senda fólk á látt setta fundi hjá ráðuneytum. Síðan yrði þeim norðanmönnum bara sagt hvaða lög yrðu sett á þá, án áhrifa. Frábært.
Findist fóki þetta allt í lagi fyrir hönd Norðurlands eða Akureyrar. Svona er staða Íslands innan ESB, sem það er þegar 75% innan.
Kjarni málsins nú er einfalndur. Annaðhvort á að taka upp það litla sem eftir er af löggjöf ESB, sem er ekki nema 25% og fá um lið mikil áhrif á allar löggjöf sem við tökum upp frá ESB, þar sem Ísland sæti við aðalborðið þar sem ákvarðanir eru teknar, í stað þess að vera út í horni án áhrifa.
Eða að segja upp EES samningum og hafa engin tengls við ESB.
Það er ekki lengur sæmandi að taka yfir 75% löggjöf án nokkurra áhrifna. Sjálfstæðisvitund Íslendina er stórlega misboðið með slíku fyrirkomulagi.
Guðmundur þó! Hvernig eiga skuldsett heimili landsins að losa sig við krónuna. Það eru bara hagfræðingar í fílbeinsturnum sem láta sér detta það í hug. Við þurfum fyrst og fremst krónur á bankareikninginn, meiri atvinnu og betri lífsgæði - með eða án evru. ESB er engin lausn á okkar málum, þú talar fyrir munn hagsmunaaðila sem fæstri íslendingar þekkja. Varstu að koma úr golf-ferð?
Spurning um hvað verður um þá fríverslunarsamninga sem við höfum þegar gert við þjóðir utan ESB. Manni hefur skilist að ESB sé ekkert mjög hrifið af svoleiðis.
ÞÚB
Góður pistill. Er ekki kominn tími til að þjóðin fari að ræða þessi mál? Hvers vegna þegja samfylkingarmenn? Við þurfum að ræða þetta!
Björgvin Þór
Góðar, skýrar og skilmerkilegar greinar hjá þér, eins og endranær. Ég vil sjá þig í forystusveit Samfylkingarinnar, þar þarf að endurnýja. Sýnist þú hafa það sem til þarf. Eina spurningin væri um sjálfstæði gagnvart verkalýðshreyfingunni.
Gullkorn Guðmundar: "Stjórnmálamenn hafa í gegnum áratugina margítrekað eyðilagt ávinning sem launamenn hafa náð í gegnum mikla kjarabaráttu með einu pennastriki í því að lækka gengi krónunnar. Krónan er í raun mesti óvinur íslenskra launamanna í baráttu þeirra við að ná upp sambærilegum kaupmætti og er í nágrannalöndum okkar og gegn því að Ísland sé láglaunasvæði."
Það þarf sérstakan snilling til að varpa fram svona rökvillu. :)
Hilmar er greinilega lokaður í einhverju rými og vill ekki sjá umhverfið sitt.
Öll vitum við að íslendingar eru að greiða hæstu vexti í heimi vegna sveiflukenndrar krónu.
Öll vitum við að við losnum ekki við verðtryggingu fyrr en við fáum stöðugleika í þann gjaldmiðil sem hér er notaður
Öll vitum við að helstu rök þeirrar stjórnmálamanna sem hafa stýrt efnahagslífi íslendingar undanfarna áratugi fyrir krónunni er að hún sé hagstæð því "þá sé auðvelt að leiðrétta blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga launamanna með því að fella krónuna" Hér er orðrétt vitnað í Hannes Hólmstein, Pétur Blöndal og fleiri framámenn Sjálfstæðisflokksins.
Skrifa ummæli