laugardagur, 4. september 2010

Skröpum botninn

Við erum mörg sem finnst það hafa verið slök skipti að setja Rögnu út og Ögmund inn. En þau voru auðskiljanleg ummæli forsætisráðherra í gær. Fyrir ríkisstjórn liggja mjög erfiðar ákvarðanir á næstu vikum og þetta væri eina leiðin til þess að tryggja framgöngu þeirra. Í sjálfu sér segir þetta í raun allt sem segja þarf um störf Ögmundar og félaga í ríkisstjórnarflokknum.

Þau voru ákaflega ómakleg ummæli Ögmundar í garð okkar fyrrverandi félaga sinna, starfsmenn stéttarfélaganna, um að við gengjum erinda AGS og vildum skera niður velferðarkerfið. Þar sleit hann viljandi, og ekki í fyrsta skipti, úr sambandi forsendur þeirra ákvarðana sem lágu að baki samþykktri stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er taktík sem stjórnmálamenn nota í atkvæðaveiðum en um leið upplýsir það okkur um heilindi viðkomandi stjórnmálamanns.

Það er samdráttur í hagkerfinu og þar spilar inn vöxtur svarta hagkerfisins. Fjárfestingar hafa dregist saman um 50%, þar er fyrirferðamest minnkun fjárfestinga hins opinbera eða um 30% og svo fjárfestinga í bygginga og verktakaiðnaði eða um 25%. Kaupmáttur reglulegra launa hefur minnkað um 17-18% og kaupmáttur ráðstöfunartekna um 25-26%. Hrapið og atvinnuleysið er mest á almenna markaðnum og það segir okkur að þar hefur farið fram mesta kaupmáttarhrapið, í sumum atvinnugreinum eins og t.d í byggingariðnaði er það líklega allt að 50% að jafnaði.

Það er rétt sem forsætisráðherra segir að botninum er náð og við höfum aðeins ná okkur af stað, en það sem skiptir okkur mestu er hversu öflug viðspyrnan frá botninum verður. Álver er ekki heildarlausn og skiptir ekki öllu máli, en það skiptir miklu máli þegar svona mikill doði er í hagkerfinu og það gæti skipt sköpum um hversu öflug viðspyrnan frá botninum verður. Við verðum með öllum tiltækum ráðum að auka verðmætasköpun.

Landsvirkjun, OR ásamt fleiri fyrirtækjum fá ekki lán vegna þess að Icesave málin eru ekki frágengin og það er búið að kosta Ísland gríðarlega fjármuni og hefur bitnað harkalega á almenna vinnumarkaðinum. Allt útlit er á að OR hafi ekki bolmagn til þess að fara í Bitru og Hverahlíðavirkjanir. Vinnubrögð Ögmundar og félaga í góðri samvinnu við stjórnarandstöðuna er að leiða til þess að við sjáum fram á að þurfa að vera á botninum um alllangt skeið, líklega 10 – 15 ár.

Það er klárt að við munum aldrei ná okkur upp frá botninum til framtíðar með krónunni. Við verðum að taka til og það duglega hvort sem við göngum í ESB eða ekki. En það er ljóst að ef við stefnum markvist að ESB þá munum við komast í var og fá stuðning til þess að mynda nauðsynlegan stöðugleika.

Krónan er eins korktappi út á reginhafi hinna öflugu heimsmynta og við höfum séð hvaða afleiðingar það hefur þegar fjárfestar hafa verið að spila á þessa örmynt okkar. Danir eru með sína krónu, en yfirlýsing Evrópska seðlabankans um að hann muni tryggja stöðu hennar styrkir dönsku krónuna gagnvart fjárglæframönnum, með aðildarviðræðum er möguleiki að við kæmumst í var undir Grænuhlíð með korktappann.

Danskir launamenn eru ekki í sömu stöðu og við. Íslenskum launamönnum er í kjarabaráttu sinni gert að hlaupa á hlaupbretti þar sem stjórnmálamenn stýra hraðanum. Við hlaupum sem best við getum, en erum nánast alltaf á sama stað. Búin að semja um tæplega 4.000% launahækkanir á meðan danskir launamenn hafa samið um 330% og ganga fram örugglega, án þess að vera gert að standa á hlaupabrettinu, til vaxandi kaupmáttar við stöðuleika og lága vexti með eignir sínar varðar í stöðugu hagkerfi á meðan 24 þús. íslensk heimili liggja í valnum.

Yfir stendur svo venjubundinn eignatilfærsla frá almenning til fárra. Ofsafengin gróði útvegsmanna sem þeir nýta til þess að verja séreignastöðu sína. Mér er eins fjölmörgum öðrum fullkomlega óskiljanlegt á hvaða forsendum Ögmundur fyrrv. verkalýðsforingi gengur með Heimsýnarmönnum gegn hagsmunum launamanna.

Þar má reyndar einnig benda á baráttu hans gegn Starfsendurhæfingarsjóð. Við þekkjum það mjög vel, fótgönguliðar stéttarfélaganna sem erum út á mörkinni, þann ótrúlega árangur starfsfólk Starfsendurhæfingarsjóðs hafa náð í sínu starfi með þeim sem minnst mega sín í Íslensku samfélagi. Þetta er klárlega það besta sem verklýðshreyfingin hefur gert á þeim vettvangi. En við sem störfum út á vígvellinum með launamönnum skiljum reyndar æði oft ekki hvert sumir stjórnmálamenn eru að fara þegar þeir fara að blaðra um vinnumarkaðinn og stöðu launamanna. Þar upplýsa þeir okkur ansi oft um sitt fullkomna þekkingar- og skilningsleysi.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður pistill hjá þér, Guðmundur.
Það var þó eitt sem ég hnaut um. Finnst þér í lagi að byggja Bitruvirkjun m.t.t. áhrifa á Reykjadal og Hveragerði?

Guðmundur sagði...

Ég er ekki sérstakur stuðningsmaður Bitru, en hef látið það í ljós að það sé ljóst að við komust ekki hjá því að virkja.

T.d. þætti mér eðlilegt að virkja neðri hluta Þjórsá.
En það sem ég er að draga fram hvert ruglingsleg stjórn hagkerfisins hefur leitt okkur og þeirrar miklu óvissu sem við okkur blasi.

Nafnlaus sagði...

Skýrar myndlíkingar, sem draga vel fram okkar vonlausu stöðu
Þórhildur

Nafnlaus sagði...

Ótrúleg stjórnsýsla að launa Ögmundi sneipulegt brotthvarf frá heilbrigðisráðuneytinu, með öðrum ráðherrastól.

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill, það er mér óskiljanlegt hvernig Ögmundur Jónasson hefur hagað sér í sérhagsmunagæslu fyrir þá sem eiga peninga, eða ráða yfir kannski frekar.

Alveg ferlegt til þess að hugsa að hann hefur verið í fararbroddi verkalýðshreyfingar lengi og enn verra að hann sé orðinn ráðherra á ný!

Nafnlaus sagði...

Það sem heldur Íslandi á botninum, og kemur í veg fyrir hagvöxt er allt of lágt gengi krónunnar samhliða því að gjaldmiðillinn er rúinn trausti erlendis sem innanlands, sem kemur í veg fyrir erl. lán. Ísland er því bæði í risavaxinni skuldakreppu samhliða gjaldmiðlakreppu. Þetta er verkefnið sem þarf að leysa, en er ekkert rætt.

Með því að krónan er langt fyrir neðan jafnvægi, magnar það upp erl. skuldir langt umfram það sem eðlilegt er í jafnvægissöðu.

Seðlabankinn hefur upplýst að krónan sé tæplega 30% of lágt skráð miðað við langtímajafnvægisraungegni, eins og margir hafa bent á. Þetta lýðir að allar erl. skuldir eru 30% of miklar, m.a. hjá OR. Þetta eiðileggur eiginfé OR, og setur í greiðslustopp og jafnvel þrot, verði ekki leiðrétting á gengi.

Sem dæmi væru skuldir OR 60 - 70 milljörðum lægri ef gengið væri eðlileg skráð. Þess vegna fær OR ekki lán erl, og sendir hækkanir til almennings, sem síðan eiga eftir að hækka verðlag sem síðan á eftir að hækka öll innlend lán. Sama á við um sveitarfélögin, eins og réttilega er bent á í leiðara Fréttablaðsins um helgina.

Sokkin (og ónýtur) gjaldmiðill langt umfram eðlileg mörk - er því að draga Ísland í kaf, og dregur úr öllum þrótti, fyrirtækja og heimila. Þessi vandi á eftir að magnast, ef króna styrkist ekki verulega á næstunni.

Nafnlaus sagði...

Góður pistill

Mikið rétt. Krónan er ekki að hjálpa Íslandi, með því að vera allt of lágt skráð, heldur er verið að búa til gríðarlegan skuldavanda, með allt of lágu gengi.

Í raun er verið að búa til risavaxna skuldakreppu með slíkri stefnu. Slík gengisstefna er því stefna mikillar skuldakreppu og aukins vanda.

Þetta stafar af því að stærsur hluti lána fyrirtækja er í erl. gjaldmiðli og eykur því skuldavandann gífurlega. sbr. stöðu OR, sem er dæmigerð. Sama á við um sveitarfélög og einstaklinga.

Allt of lágt gengi, skapan meiri verðbólgu en ætti að vera, og því miklu hærri vexti en ættu að vera, sem aftur hamlar því að gerlegt sé að taka lán til framkvæmda.

Þetta kalla síðan vitringar - að vegna lágrar krónunnar sé verið að hjálpa þjóðinni, þegar í raun er verið að sökkva öllu í skuldum,, og búa til samdrátt.

Það er merkilegt hvað aðilum á Íslandi tekst að búa til hvert - heimatilbúa áfallið á fætur öðru.

Mál hæstaréttar, er öðru fremur vegan allt of lágs stöðu krónunnar, en ekki vegna lagatúlkunar. Þess vegna er vandi þessara aðila svo mikill, á sama hátt og OR.

Nafnlaus sagði...

Mikid rett,

Nuverand stada gengis sem er allt of lágt, er vaxandi og mikil ógn við fjármálastöðugleikann.

Þessi lága staða gengis, býr til mikið fóður fyrir áframhaldandi verðbólgu, og hækkun innlendra lána um c.a. 20 - 30% á næstu 2 - 3 árum. Slíkt mun búa til nýja ógn fyrir bankakerfið og fjölda heimila og fyrirtækja.

Þessi þróun eykur því verulega líkur á nýju kerfishruni, verði ekki breyting á.

Þvi er afar mikilvægt að styrkja gengi krónunnar.

Nafnlaus sagði...

Vel skrifað Guðmundur,

Eitt sem ábyrgir aðilar mættu skoða, og þó fyrr hefi verið, er sú staðreynd að með allt of lágu gengi, er verið að gera kerfisbundna eingaupptöku hjá almenningi og fyrirtækjum.

Hvernig væri að ræða þetta.

Ef einstaklingur hefur tekið erl lán og gengi krónunnar er látið vera allt of lágt, þrátt fyrir að vel er hægt að styrkja krónuna - er verið að gera kerfisbundna eignaupptöku hjá viðkomandi aðilum.

Þetta er atriði sem hæstsréttur ætti m.a. að líta til. Staða krónunnar er stærsti vandi skuldara - m.a. í máli hæstaréttar, sem auðveldlega má lagfæra með styrkara gengi. Vandinn í því máli er því kolrangt og of lágt gengi.

Þetta er það sem gerðist við hrun krónunnar - langt umfram efnahagslegar forsendur.

Því má segja að kerfishrun krónunnar - langt umfram jafnvægi - hafi verið og sé enn - mesta kerfisbundna eingaupptaka sem orðið hefur í nokkru vestrænu lýðræðisþjóðfélagi. Þokk sé ónýtum gjaldmiðli,,, se kom þjóðinni næstum í gjaldþrot,,,

Þess vegna er skuldavandinn svona mikill - og þess vegna varð eignaskaðinn svo mikill á Íslandi - í stökkbreyttum skuldum og hruni eigna - langt umfram það sem gerðist í nælægum löndum innan evrunnar.

Spurning sem aðilar standa frammi fyrir - ætla menn að láta þetta hald áfram, eins og sjálfsagt sé - og gera þar með þusundir heimila og einstaklinga gjaldþrota, án þess að hreyfa mótmælum.

Þetta hefur einnig mikil áhrif á innlenda lántakendur þar sem vísitala hækkar þau lán - vegna allt of lágs gengis.

Þetta er stærsta hagsmunamál sem launþegar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir í tugi ára.

Spurning er hvort aðilar hafa kjark og þor til að taka á þess máli - eða á að láta eignaupptökuna (og stórfellda eignatilfærslur)ganga áfram þar til ekkert verður eftir - nema ríkið,,,,, og fáir eignamenn sem sópað hafa öllu undir sig í skjóli kerfiseignatilfærslu,,,, með samþykki aðila,,,,

Í þessu máli er þögn sama og samþykki,,,,,