föstudagur, 29. október 2010

Verkalýðsmafían

Við starfsmenn stéttarfélaganna áttum okkur stundum á þeirri umfjöllum sem virðist eiga greiða leið upp á pallborðið, allavega hjá sumum fréttamönnum og spjallþáttastjórnendum. Það hringdi í mig fréttamaður í gær og spurðist fyrir um hvort ég þekkti til þess að einhverjir vinnuveitendur væru farnir að nýta sér ástandið á vinnumarkaðnum til þess að hafa réttindi af fólki. „Já, en það er ekkert nýtt þetta hefur verið svona frá því daginn eftir Hrun, en þið fréttamennirnir hafið ekki tekið eftir því hvað sé að gerast á vinnumarkaði og haldið því að við gerum ekkert, nema að en sitja við tölvurnar og gambla með fjármuni lífeyrissjóðanna“ svaraði ég.

„Ætlið þið verkalýðsforkólfarnir að gera eitthvað sérstakt átak í þessu ástandi á vinnumarkaðnum?“spurði hann

„Nei“ svaraði ég „við erum búin að vera á vígvellinum alla daga vikunnar frá Hruni í þessu blóðugir upp að öxlum. Fyrst nú í mörg ár sjáum við fram á þann möguleika að geta beitt fyrir okkur verkfallsheimildum og neitt ríkisstjórnina til þess að láta okkur fá þau lög sem búið er að lofa okkur t.d. um viðspyrnu í kennitöluflakki og víðtækari heimildir til aðgerða. T.d. heimilda til pólitískra verkfalla eins og hin stéttarfélögin á Norðurlöndum hafa, en Páll Pétursson með ríkistjórn sjálfstæðismanna og framsóknar tóku af okkur um svipað leit og þeir lögðu félagslega húsnæðiskerfið í rúst.“

Lesandi góður þú afsakar pirringinn, en þetta var eiginlega það sem fyllti mælinn. Við höfum verið að upplifa það undanfarin misseri að SA er með námskeið í því hvernig fyrirtæki geti vikið sér undan umsömdum launahækkunum og endurtekið hafa nokkrir einstaklingar sett saman óskalista og fara með hann í fjölmiðla og gera þar verkalýðshreyfinguna ábyrga fyrir því að allar kröfum listans nái fram að ganga.

Í þeim tilfellum sem við fáum að vita hverjir séu þar á ferð, er það æði oft fólk utan stéttarfélaga. Ef stéttarfélag á að bera ábyrgð á framgangi einhverra krafna, verður vitanlega að bera þær upp við stjórn viðkomandi félags og félagsfundur að samþykkja þær. Oft er kröfurnar óraunhæfar og stundum ganga þær þvert gegn samþykktum kröfum viðkomandi stéttarfélags, en oftast eru þar mál sem búið að takast á við stjórnvöld árum saman en án árangurs.

Stundum hittum við í þessu ferli svokallaða „góðkunningja“ starfsmanna stéttarfélaganna. Í starfi okkar og ferðum á vinnustaði kynnumst við vel undirheimum vinnumarkaðsins, þekkjum þá sem beita öllum brögðum í bókinni til þess að svíkja og pretta fólk og hafa af launamönnum réttindi eins og veikindadaga, orlof, greiða ekki nema hluta launa og gufa svo upp með því að skipta um kennitölu. Það er fjöldi fyrirtækja sem eru rekinn beinlínis með það að markmiði að láta allan kostnað renna á ábyrgðarsjóð launa og skipta bara um kennitölu.

Nú er gósentíð fyrir svona menn. Örvæntingarfullir heimilisfeður að reyna að ná endum saman fyrir mat og nauðþurftum fyrir fjölskylduna, svefnlausir yfir því hvort þeim takist að fá smá aukavinnu á morgun eða hvort uppsögnin berist. Oft hittum við massaða og flotta gæja á góðum bílum og slá mikið um sig. Þeir láta fólkið vinna svo svart á smánarlaunum og það öðlast engin réttindi „Drullaðu þér heim ef þú ert eitthvað óhress,“ „Ertu geggjaður, heldur þú að þú fáir eitthvað frí, þú ert á fullum bótum frá mér sem borga skatta.“

Þegar við vorum í reglulegu vinnustaðaeftirlit nýlega gengum við fram á einn Mr. X. Hann var búinn að kaupa raðhúsalengju og að fylla hana af mönnum sem allir voru á atvinnuleysisbótum og enginn þeirra var með réttindi, samt voru þeir að leggja raflagnir og vinna við smíðar, múrverk og pípulagnir. Mr. X sagði góðlátlega við okkur „Þetta eru nú bara vinir mínir, ha. Þeir eru bara að gera mér greiða, ég hjálpaði þeim um daginn, hvaða bull er þetta, ha strákar erum við ekki vinir?“ Og mennirnir nikkuðu álútir og reyndu að láta sig hverfa. Oftast taka þeir á sprett þegar við mætum og gufa upp. Og Mr. X kveður okkur oft með þessum orðum, "Ef þið farið með þetta í fjölmiðla fer ég í meiðyrðamál við ykkur, ha."

Ég hef gert það nokkrum sinnum, alltaf eru það sömu lögmennirnir sem alltaf birtast þegar þessi Mr.X er að níðast á launamönnum og beita öllum brögðum til þess að verja þær gerðir. Einu sinni náðu þeir því fram að ég var dæmdur fyrir meiðyrði, þá hafði ég sett fundargerð á heimasíðuna, sem túlkur hafði skrifað og þar kom fram, sem var reyndar staðfest af verkstjórum, að Mr. X sagði að það ætti bara að berja starfsmennina, ef þeir væru með eitthvað múður. Ég var dæmdur fyrir meiðyrði og 250 þús. kr. sekt.

Margir félagsmanna sem hringja í okkur vilja ekki segja til nafns, en láta okkur vita um eitt og annað ólöglegt sem er í gangi, en segja okkur jafnframt að þeir sitji undir stanzlausum hótunum um að ef þeir tali við Rafiðnaðarsambandið. Oft er það svo að fólk þorir ekki að láta okkur fá launaseðla eða önnur gögn, sem við verðum að hafa til svo hægt sé að byggja upp mál. Það er ekki bara óttinn við að missa vinnuna, heldur einnig þá vita menn að ef einhver rekinn vegna deilna við vinnuveitanda í gegnum sitt stéttarfélag, þá takmarkar það möguleika til annarrar vinnu, sama á við um einstakling sem hefur störf hjá verkalýðsfélagi.

Þessir Mr. X borga helst ekkert til samfélagsins og ef þeir borga í lífeyrisjóð þá er það einhverja af þessum erlendu sjóðum. Þeir reka sjálfa sig sem EHF og skella stundum einni greiðslu í stéttarfélagsgjaldi af 50 þús. kr. mánaðarlaunum og mæta svo og gera kröfur um styrki og bætur upp tugi þúsunda og aðgang að námskeiðum á styrkjum. Þegar þeim er bent á þær starfsreglur sem okkur starfsfólki eru settar af sambandsstjórn, þá sleppa þeir sér og setja allt á annan endann. Við sjáum þessa góðkunningja okkar svo fremsta í mótmælum á Austurvelli eða fremst á sviðinu í Háskólabíó með glampandi ræður, koma vel fyrir og tala flott. Ég er ekki að segja að allir á Austurvelli séu svona, en margir þeirra sem mest ber á. Við höfum einnig séð nokkra þeirra í spjallþáttum, þar sem þeir geta vart lokið setningu án þess að veitast að stéttarfélögunum og starfsfólki þeirra og kallað okkur verkalýðsmafíu, líklega vegna þess að við neituðum að brjóta reglur og moka fjármunum í þá.

Skrifstofa RSÍ fær um 100 símtöl á dag og um 50 tölvupósta auk beinna heimsókna. Við réðum í fyrra lögmann inn á skrifstofuna og sálfræðing til þess að hjálpa okkar fólki, áður vorum við með samninga við fagfólk út í bæ og erum ennþá, en viljum geta tekið við bráðamóttökur. Það er fullt út úr dyrum hjá þeim. Þar eru til umfjöllunar mörg mál sem eru svo viðkvæm að ekki er hægt að fjalla um þau opinberlega. Fólk sem berst fyrir húsum sínum og við erum í slagsmálum fyrir það við bankana. Fáránleg lán sem bankar létu fólk fá, en tók veð í húsum foreldra þeirra. Það hefur leitt til sjálfsmorða ungs fólk eða það er flúið af landi brot, og skuldirnar sitja í fanginu á fullorðnum niðurbrotnum foreldrum. Bankarnir gera hverja aðförina á fætur annarri að því og við stöndum með því í vörninni. Við hvetjum þessu fullorðna að borga ekki þar sem bankinn muni ekki gera fjárnál í lífeyri. En bankinn laug samt sem áður og lét viðkomandi greiða 70% af lífeyrinum í afborganir.

Mr. X verður oft svo undurmjúkmáll og lofar starfsmanni sínum öllu fögru, bara að hann fari nú upp á skrifstofu RSÍ og nái í gögnin og komi þar með í veg fyrir að farið verði í mál. Mr. X veit að getum vitanlega ekkert gert nema að hafa gögnin og staðfestingu félagsmanna um að misrétti hafi verið beitt. Mjög algengt er að menn hafi ekki fengið laun í 3-4 mánuði, en þora ekkert að gera vegna þess þá missi þeir vinnuna. Hanga í voninni um að þetta bjargist og lifa á gjöfum frá mömmu og pabba.

Einnig erum við með nokkur dæmi þar sem einstaklingum hafði verið gert undir hótunum um uppsögn að taka ekki orlof heldur vinna það og áttu inni jafnvel sumir yfir 100 daga. Þá stundum kemur það upp að skipt er um kennitölu fyrirvaralaust og málunum vísað á ábyrgðarsjóði þar sem hámark vegna svo er einungis liðlega 500 þús. Skyndilega er bókhaldið týnt og aðilaskipti og engin skrifleg gögn til og viðkomandi missir tveggja til þriggja mánaðalaun.

Eða manninn sem fékk seint og jafnvel aldrei borgað hjá sínum vinnuveitanda. Í ráðningarsamningi hans var hann átti hann að fá síma til afnota og allt slíkt. Þegar hann fór að rukka um þessar græjur þá fékk vinnuveitandinn hann til að lána sér fyrir þessu ofan á allt annað. Nú er það er allt í vanskilum auk launanna að sjálfsögðu eins og annað.

Það eru liðlega 100 mál sem við starfsmenn höfum komið inn á borð lögmannsins á þessu ári og tekist að leysa um 80, sumir eru svo hálir að það er erfitt að ná þeim. En við sjáum Mr. Xin niður á Austurvelli öskrandi um það óréttlæti sem þeir telja sig vera beitta af handónýtri verkalýðshreyfingu. Og fréttamenn jamma og jésúsa sig yfir þessari mafíu sem kýs sig sjálfa og ákvarðar eigin laun og bónusa og allan pakkann.

Eftir Hrun hafa útgjöld styrkja úr sjóðum RSÍ vaxið um 100 millj. kr. á ári. Heimsóknir á vinnustaði vegna átaka hafa aldrei verið fleiri. Svört vinna fer vaxandi. Fjöldi starfsmenntanámskeiða hefur aldrei verið meiri. Við vorum í sumar að stækka skólann okkar um helming. Og styrkja hann um 150 millj k.r aukalega. Öll 43 orlofshús sambandsins eru fullbókuð allt árið. Tjaldsvæðið hefur verið stækkað tvö undanfarin sumur, en allt er þar yfirfullt og við vorum með um 15.000 gesti þar síðasta sumar.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera starfsmaður stéttarfélags og við sitjum undir mörgum leiðinlegum ákúrum og sumt okkar fólks bognar í þessum átökum og beygir af. En það stendur svo upp og heldur áfram undir endalausum svívirðingum fjölmiðlamanna sem njóta dyggrar aðstoðar lýðskrumaranna. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa ekkert með fjármuni lífeyrissjóðanna að gera, en við köllum framkv.stj. okkar sjóðs og stjórnarformann á alla okkar fundi þar sem þeir eru teknir á beinið og látnir útskýra fyrir okkur rekstur sjóðsins. Almennu lífeyrissjóðirnir eru einu fjármálastofnanirnar sem ekki hafa hrunið. Okkar sjóður stendur prýðilega, það voru aftur á móti sumir sjóðir sem ekki standa eins vel, þá helst þeir sjóðir sem bankarnir sáu um. Slagsmál í starfsnefndum ríkisstjórnar og innan ASÍ hafa aldrei tekið jafnmikinn tíma.

En það sem heltekur umræðunni er að við starfsmenn stéttarfélaganna viljum ekki standa með góðkunningjum okkar á Austurvelli og kasta grjóti í lögregluna og krefjumst þess að gengið verði gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna og sparifé þeirra tekið eignarnámi og nýtt til þess að greiða upp skuldir annarra, þar á meðal góðkunningja okkar,sem eru með mun meir skuldir en hinn venjulegi launamaður.

27 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Út af hverju hafið þið ekki staðið fyrir mótmælum fyrir hönd fátækra og húsnæði-lántakenda þessa lands?

Valur B

Nafnlaus sagði...

Það er nú ekki alltaf allt sem sýnist. Þegar ég var í námi þá vann ég sem aðstoðarmaður iðnmeistara við ýmis störf tengdu viðhaldi og nýbyggingum.

Þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn þá sá ég að hann var að draga af mér og borga til Dagsbrúnar. Ég náttúrlega fældist og eftir mikla rekistefnu þá var þetta leiðrétt. Ég samdi enda við hann beint án nokkurrar milligöngu og svo kom það náttúrulega ekki til greina að fara að ganga í né borga í eitthvað verkalýðsfélag. Hef aldrei gert og mun aldrei gera.

Ég var nefnilega vitni að því sem unglingur hvernig svokallaðir verkfallsverðir beittu óhuggulegu ofbeldi. Situr ennþá í mér og ég ákvað þá að ég myndi aldrei leggja þessu hyski lið. Ég hef enga samúð með svona liði sem vinnur skemmdarverk og hefur í hótunum við annað fólk.

Ég hef reyndar aðeins mildast í afstöðu minni, enda hafa verkalýðsfélög komið ýmsu til leiðar sem á rétt á sér. Þessi félög eru eiginlega þjónustufyrirtæki í dag - eru sumpart fagfélög, veita tryggingar, aðgang að lögfræðiaðstoð og leigja út sumarbústaði. Og halda úti málfundum um þjóðmál. Eiginlega spurning hvort þetta eigi að vera í einu félagi, enda algjörlega ótengd starfsemi að mörgu leyti.

Nafnlaus sagði...

Mér fannst alltaf pirrandi þegar einhverjir varðhundar frá einhverju félagi mér ótengdu komu á vinnustaðinn og fóru að skipta sér af. Það var þá ég, ekki iðnmeistarinn, sem sagði þeim að hoppa upp í... á sér. Ég hafði engan húmor fyrir því að fá einhvern svona gosa í heimsókn og basically tilkynna mér að ég skyldi sko ganga í hans félag annars myndi ég hafa verra af.

Þú verður að átta þig á því að það vilja ekki allir vera í þessum klúbbum ykkar og borga ykkur af launum sínum. Sérstaklega ekki þegar þið notið það fjármagn til pólitískrar baráttu sem gengur gegn pólitísku skoðunum sumra félagsmanna ykkar.

Nafnlaus sagði...

"Þessir Mr. X borga helst ekkert til samfélagsins og ef þeir borga í lífeyrisjóð þá er það einhverja af þessum erlendu sjóðum."

Já, en er það ekki bara eðlileg og skynsamleg ráðstöfun á lífeyrissparnaði?

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Eignaupptöku má gera með ýmsum hætti.

Stórtækustu aðferðirnar eru fólgnar í miklum gengissveiflum, sérstaklega gegnisfalli eins og nú, langt umfram jafnvægisgengi

Hefði jafnvægisgengi verið komið á eins og kveðiði er á um í stöðuleikasáttmálanum - fyrir löngu - hefði mátt forða mikilli eignaupptöku almennings. Það er eitthvað sem má hugsa um. Sú þróun mun halda áfram verði ekki leiðrétting.

Lenin á að hafa sagt "það er engin þaulhugsaðri og öruggari leið til að umbylta ríkjandi þjóðfélgsgrunni, en að spilla gjaldmiðlunum"....

Það er athyglisvert að það skuli gerast í vestrænu þjóðfélagi, áratugum síðar,,,,

Guðmundur sagði...

Að venju er snúið út í aths.kerfinu og menn þola ekki að heyra sannleikan.

Það sem verið er að draga fram er mótsögnin í þeim kröfum sem menn sem kjósa að standa utan almenna lífeyriskerfisins eða greiða lítið til þess, eru svo að gera kröfur um að það borgi skuldir þeirra. Almenna lífeyriskerfið er það sem hefur staðið sig.

Og svo hin mótsögnin menn eru sífellt að gera kröfur um að stéttarfélögin nái fram réttarbótum en vilja svo ekki vera með. Þeir vilja einungis vera svokallaðir Free riders og láta aðra um að bera birðgarnar en njóta svo afurðanna. Litlir kallar.

Það eru greinilega nokkrir Hr.X. sem eru skrifa hér, þeir vilja fá að aths.laust að draga niður laun í landinu og eyðileggja þau réttindi sem menn hafa náð.

Nafnlaus sagði...

Góð grein Guðmundur. Svindlið og tvískinnungurinn hjá sumu fólki (óheiðarlegum atvinnurekendum) ótrúlegur. Svo grenja þessir gæjar frammi fyrir alþjóð á milli þess sem þeir brjóta vinnuafli og svíkjast undan að greiða til samfélagsins
S. Már

Guðmundur sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Guðmundur sagði...

Sæll Valur B
Svarið við því er að finna í pistlinum. Það hafa verið haldnir mjög margir fundir innan stéttarfélaganna alla vega innan RSÍ þar sem félagsmenn hafa fjallað um þessi mál.

Nafnlaus sagði...

Flott grein, hún fer greinilega skemmtilega í taugarnar fólkinu sem þú ert að fjalla um Guðmundur. Gott, meira af þessu
Kristinn

Nafnlaus sagði...

Það verður að segjast að játning ,,nafnalauss- kl. 10:01" er sérkennileg í ljósi þess að öllum launamönnum í landinu ber skv. 2. mgr. 6. gr. Starfskjaralaganna skylda til þess að skila gjöldum til verkalýðsfélags óháð eiginlegri félagsaðild. Ég fæ því ekki betur séð en að viðeigandi stéttarfélag/félög mannsins eigi stóra kröfu á vinnuveitendur hans, enda ber þeim skylda skv. ofangreindum lögum til að halda eftir hluta af launum og skila til stéttarfélags.

Halldór O

Nafnlaus sagði...

Það er áberandi þessi Free rider hugsunarháttur hjá sumum, og er þeim til eilífrar smánar. Þessi pistill er hreint út frábær lýsing á þessu.
Halla

Nafnlaus sagði...

Góður og löngu þarfur pistill. Aumkvunarvert að sjá væl þeirra sem sífellt eru að væa út í verkalýðhreyfinguna og eignir okkar í sjóðunum sem þeir vilja njóta núna.
Gunnar

Nafnlaus sagði...

Undarlegt fólk sem einungis gagnrýnir verkalýðs baráttu,sem þrátt fyrir allt er það eina sem hefur miðað lífsskilirðum áfram.Opnari félög en eru nú eru æskilegri,en núverandi félög standa sig að mörgu leiti vel.Heimsku hugmyndir últra hægri manna eru ekki svaraverðar.Þeir skyldu hafa í huga að stór fiskur etur lítinn.Hugsið til barna-barna ykkar.

Stefán Benediktsson sagði...

góður pistill guðmundur... eftirtektarvert að "frjálshyggjendur" skrifa alltaf nafnlaus komment...segir meira um þá en orð þeirra...

Guðmundur sagði...

Í umræðunni hefur um of verið beitt alhæfingum. Skipulag stéttafélaga er ákaflega mismunandi, sama á við um umhverfi sem þau hafa skapað sér.

Stefnur eru ekki þær sömu í kjarabaráttu, þetta eiga menn að virða og þeir eiga að átta sig á því að það er félagsmaðurinn í hverju félagi sem ræður stefnunni.

Það er hann sem afgreiðir kröfurgerð og samþykkir eða fellir kjarasamning.

Sumir alhæfa og tala eins og það sé formaðurinn einn sem ráði og hafi öll atkvæðin í hendi sér.

Þetta er barnalegt og einkennir um of umræðuna og um leið skemmir hana.

Ég hef oft bent á að þeir sem hvað harðast hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna eru ekki félagsmenn, þeir eru að réttlæta fyrir sjálfum sér að vera Free Riders.

Þeir sem hafa verið hörðustu kröfurnar um lífeyrissjóði eru ekki í almennu sjóðunum, nema þá með niðurfærðum tekjum, en eru með hörðustu kröfurnar.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Það hefur alltaf verið vanþakklátt starf að starfa í verkalýðshreyfinguni. Og þessi umræða um laun þeirra sem þar starfa hefur verið mikið rugl , hef alltaf sagt að þeir sem vinna fyrir okkur eiga að vera á góðum launum. Enn þeir fá skítkast hvort sem menn eru með enginn laun eða há. Þeir sem eru ekki í stéttafélögum eiga auðvitað engan rétt á aðstoð frá stéttarfélögum. Þettað lið sem ekkert borga í lífeyssjóði eða önnur gjöld eru þeir sem greiða heldur ekkert til samfélagsins eða sem allra minnst. Enn það er svo skrítið að þegar þettað lið sem ekkrt greiðir þá skal fólk alltaf standa með þessu liði, samanber þegar fólk sem er ótryggt verður fyrir áföllum þá fólk fljótt að byrjað að safna fyrir viðkomandi. Mér dettur ekki í hug að gefa í svoleiðis safnanir. Það var nóg fólk sem var líka að finna að því að verkalíðsfélöginn hefðu ekki verið með rútuferðir á mótmælinn á Austurvelli, enn þeir sömu fundu svo að því að harkan í Frakklandi væri of mikil, það vand farinn meðalvegurinn. Svo er það annað mál að verklýðshreyfinginn á að setja á oddin í komandi samningum að sett verði lög um kennitöluflakk. Það er nú auðveldast að þýða sambærileg lög frá t.d Þýskalandi eða Noregi og staðfæra þau. Eins þarf að koma Evróskasamningnum um vinnuréttindi í glög hár á landi . Það eru örugglega mörg svoleiðis atriði sem kosta SA eða ríkið ekkert, heldur þvert á móti skilar inn peningum með því að menn hætta að spila á kerfið. Kveðja Simmi

Nafnlaus sagði...

Frábær grein!

Stöndum heilshugar á bakvið ykkur!

Kærar þakkir fyrir vel unnin störf!

Kveðja
Félagsmaður RSÍ

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Guðmundur.
Kveðja Sævar

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Ég hef fylgst með skítkastinu í þinn garð m.a. á athugasemdaklerfinu á ESB blogginu. Láttu það ekki á þig fá. Launþegar þurfa á fólki eins og þér að halda.
Ein spurning.
Hvað með vinnustaðaskýrteinin?
Voru þau ekki m.a. hugsuð sem vörn gegn misnotkun manna eins og hr X?
Kveðja
Guðjón Eiríksson

TH sagði...

Væri ekki ráð að fara með falda myndavél á svæðið og taka upp samskiptin? Síðan má setja upptökuna á netið eða koma til fjölmiðla. Þeir fúlsa varla við ókeypis efni. Hvernig á fólk annars að vara sig á þessum mönnum?

Nafnlaus sagði...

Það sem vantar er að hinn almenni félagsmaður taki miklu virkari þátt í umræðunni hvernig sem hægt er að vrikja það.
Eitt sem manni finnst samt skrítið er að afhverju er ekki hægt að fá að vita hversu mikið maður hefur borgað í RSÍ öll þessi ár ? Er það tengt gömlu bókhaldskerfi eða ? Og hvernig fór með skólaklúðrið? Hve margar mill töpuðust á því ?
A.J

Nafnlaus sagði...

Er ekki hægt að birta nöfn þessara manna, svo að maður sé ekki að fá þá i vigerðir heima hjá mér?

Nafnlaus sagði...

Held því miður að þetta séu genin. Þetta íslenska viðhorf að allir eigi að vera fyrir sig. Reykvíkingar vilja að allar sínar skattgreiðslur fari til Reykjavíkur, Ísfirðingurinn vill það sama.
Sést í rauninni vel í umferðinni en þar eru bara eiginlega engin lög.Hér gera menn bara það sem þeim sýnist alveg óháð lögum og rétti og mér finnst grein þín eiginlega lýsa því.

Unknown sagði...

Góð grein Guðmundur en eftirfarandi finnst mér vera rógur um ansi marga saklausa vegna fárra rotinna epla.

"Við sjáum þessa góðkunningja okkar svo fremsta í mótmælum á Austurvelli eða fremst á sviðinu í Háskólabíó með glampandi ræður, koma vel fyrir og tala flott. Ég er ekki að segja að allir á Austurvelli séu svona, en margir þeirra sem mest ber á."

Ég get svosem skilið að þú viljir ekki nafngreina þessa aðila en svona er eiginlega ekki hægt að skrifa án þess. Fjölmargt gott og heiðarlegt fólk sem fellur undir þessa lýsingu þína.

Guðmundur sagði...

Jú Vinnustaðaskýrteinin eiga að vera vörn fyrir svartri vinnu og eins að sá sem kaupir vinnuna fái tryggingu um að það sé fagmaður að störfum og það sé skilað af honum til samfélagsins.

Í umræðum um þau kom mjög glögglega fram hverjir vilja viðhalda "vilta vestrinu" á vinnumarkaði, það voru nákvæmlega sömu stjórnmenn og keyrðu hagkerfið í þrot, með eftirlitsleysi á bankamönnum og lögðu niður Þjóðhagsstofnun

Í greininni tek ég fram að ég sé ekki að tala um alla sem hafi mætt á Austuvöll eða á fundina í Háskólabíó. En ég segi að margir af þeim sem hafa sig hvað harðast í frammi og eru með hvað ofsafengnust ummælin eru "góðkunningjar" okkar.

Það er hefur verið rætt innan nokkurra stéttarfélaga hvort taka eigi þátt í þessum fundum, t.d. fundum Harðar Torfa sem voru með mikið betra yfirbragði en nú, en þar sagði Hörður í byrjun hvers fundar að hann vildi að nein hagsmunasamtök kæmu að fundunum.

Á fundum hjá okkur í RSÍ þegar þetta var rætt var samþykkt að fara að tilmælum Harðar, en það voru margir fundarmanna hans úr röðum trúnaðarmanna og starfsmanna okkar.

Einnig verða menn að huga að þeim lögum sem gilda um störf og starfsemi stéttarfélaga og friðaskyldu og skaðabótaskyldu.
Verkföll eru einfaldlega ekki inn í myndinni vegna gildandi laga nema um sé að ræða kjaradeilu sem er á borði ríkissáttasemjara og hann hafi reynt árangurslaust að leysa þá deila, þá fyrst má bera upp inna stéttarfélags hvot hefja eigi verkfall og um þær kosningar eru mjög strangar reglur.

Flestar þeirra fullyrðinga sem sumir hafa haft í frammi um þátttöku stéttarfélaga standast bara ekki ákvæði þessara laga.


Ennig er það svo að það virðist vera takmarkaður áhugi meðal félagsmanna um að leitað verði eftir því að málið verði borið upp til samþykktar, engar óskir um það hafa borist frá félagsmönnum. Það er ekki og sumir vilja halda fram að formaðurinn einn taki þá ákvörðun.

Og þaðan af síður einhver hópur manna sem stendur utan viðkomandi stéttarfélags hafi eihhvað með málið að gera.

Hvað varðar skítkast og persónulega dylgjur þá lýsa þær best þeim sem þær við hefur. Það segir manni einfaldlega að viðkomandi hafi engin rök fyrir sínu máli og grípi þá til útúrsnúninga og rógburðs

Guðmundur sagði...

Jú Vinnustaðaskýrteinin eiga að vera vörn fyrir svartri vinnu og eins að sá sem kaupir vinnuna fái tryggingu um að það sé fagmaður að störfum og það sé skilað af honum til samfélagsins.

Í umræðum um þau kom mjög glögglega fram hverjir vilja viðhalda "vilta vestrinu" á vinnumarkaði, það voru nákvæmlega sömu stjórnmenn og keyrðu hagkerfið í þrot, með eftirlitsleysi á bankamönnum og lögðu niður Þjóðhagsstofnun

Í greininni tek ég fram að ég sé ekki að tala um alla sem hafi mætt á Austuvöll eða á fundina í Háskólabíó. En ég segi að margir af þeim sem hafa sig hvað harðast í frammi og eru með hvað ofsafengnust ummælin eru "góðkunningjar" okkar.

Það er hefur verið rætt innan nokkurra stéttarfélaga hvort taka eigi þátt í þessum fundum, t.d. fundum Harðar Torfa sem voru með mikið betra yfirbragði en nú, en þar sagði Hörður í byrjun hvers fundar að hann vildi að nein hagsmunasamtök kæmu að fundunum.

Á fundum hjá okkur í RSÍ þegar þetta var rætt var samþykkt að fara að tilmælum Harðar, en það voru margir fundarmanna hans úr röðum trúnaðarmanna og starfsmanna okkar.

Einnig verða menn að huga að þeim lögum sem gilda um störf og starfsemi stéttarfélaga og friðaskyldu og skaðabótaskyldu.
Verkföll eru einfaldlega ekki inn í myndinni vegna gildandi laga nema um sé að ræða kjaradeilu sem er á borði ríkissáttasemjara og hann hafi reynt árangurslaust að leysa þá deila, þá fyrst má bera upp inna stéttarfélags hvot hefja eigi verkfall og um þær kosningar eru mjög strangar reglur.

Flestar þeirra fullyrðinga sem sumir hafa haft í frammi um þátttöku stéttarfélaga standast bara ekki ákvæði þessara laga.


Ennig er það svo að það virðist vera takmarkaður áhugi meðal félagsmanna um að leitað verði eftir því að málið verði borið upp til samþykktar, engar óskir um það hafa borist frá félagsmönnum. Það er ekki og sumir vilja halda fram að formaðurinn einn taki þá ákvörðun.

Og þaðan af síður einhver hópur manna sem stendur utan viðkomandi stéttarfélags hafi eihhvað með málið að gera.

Hvað varðar skítkast og persónulega dylgjur þá lýsa þær best þeim sem þær við hefur. Það segir manni einfaldlega að viðkomandi hafi engin rök fyrir sínu máli og grípi þá til útúrsnúninga og rógburðs