sunnudagur, 1. maí 2011

Er útifundarformið dautt í Reykjavík?

Á undanförnum árum hefur það farið vaxandi að á útifundi í Reykjavík mætir tiltölulega fámennur hópur ungs fólks og virðist hafa það markmið eitt að mótmæla, alveg sama hvað fram fer. Þessu fólki tekst vitanlega að ná til sín athygli fjölmiðla og þá er tilganginum náð.

Við forvitnuðumst hvað það væri sem fólkið væri að mótmæla og fengum kostuleg svör t.d. að stéttarfélögin hefðu samið um meðallaun og lágmarkslaun hefði fallið mikið. Þegar þeim var bent á það væri kaupmáttarhrap væri gengisfellingu krónunnar að kenna og það væru ekki ákvæði um meðallaun í neinum einasta kjarasamning fengum við yfir okkur óskiljanlegan fúkyrðaflaum og blásið var ú flautur og kveikt í blysum.

Á sama tíma og útifundurinn haldinn eru öll stéttarfélögin með stærstu veitingahús borgarinnar opinn og boðið er upp á fjölskylduhátíðir, þar eru þúsundir félagsmanna samankomnir, sem segjast ekki nenna að sitja undir svívirðingum atvinnumótmælendanna.

Margir sögðust hafa verið í göngunni, en þegar hávaðinn byrjaði á Austurvelli fór það á 1. maíhátíð síns félags. Þeir félagsmenn sem ég heyrði í fullyrtu að þetta fólk hefði verið fengið til þess af LÍÚ að hleypa upp útifundinum.

En við getum verið þess fullviss að aðalfréttaefni allra fjölmiðlanna verða myndir af atvinnumótmælendunum og lítið fjallað um boðskap ræðumanna. T.d. hélt Signý varaforseti ASI þrumuflotta ræðu, með þeim betri sem ég hef heyrt lengi.

12 ummæli:

Teitur Atlason sagði...

Hversvegna gerið þið ekkert í þessum upphlaupum? Hví eru ekki einhverjir sem passa upp á að svona gerist ekki?

Ekki myndi ég láta það ótalið ef að ég yrði truflaður svona í miðri ræðu.

Nafnlaus sagði...

Því miður heyrðist lítið í Signýju fyrir fíflum og hávaðaliði. Hvar er samstaðan með alþýðunni og okkur launamönnum sem viljum fá að mótmæla í friði fyrir leiguþýjum LÍÚ. Því það eru fíflin og annað ekki.

Nafnlaus sagði...

Það er ömurlegt að samtyök launamanna eða önnur samtök geti ekki komið saman og sett fram skoðanir sínar án þess að vera boðið upp á að allt sé gert til þess að koma í veg fyrir upplýsta umræðu. Þetta fólk er nú svo pasturslítið að það þorir ekki að koma fram án þess að fela andlit síon og skrifa nafnlaust á aths.dálka.

Það er allt annað sem maður upplifir á fjölmennum félagsmannafundum og eins á fjölskylduhátíðum sem haldanr eru um land allt 1. maí þar sem þúsundir manna eru samankominn þetta fólk forðar sér í burtu þegar öskuraparnir og bullurnar byrja.

Þetta er samskonar fólk og fótboltabullurnar sem mæta á leiki ekki til þess að hafa gamana af leiknum heldur til þess að meiða fólk.

Nafnlaus sagði...

Tek undir hvert orð hjá þér Guðmundur það er ömurlegt að sjá hvernig þetta hyski er að drepa alla almenna umræðu, en það er aftur á móti gaman að koma á hina fjölmennu og kraftmiklu fundi hjá þér innan RSÍ.
Kristinn Þór

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Er Rafiðnaðarsamband Íslands ekki verkalýðsfélagið sem lýsti því yfir að 1. maí ætti bara að vera fjölskyldudagur með hoppuköstulum og EINU ávarpi, árið 2005? Að launafólk hefði ekki ástæðu til að fara í kröfugöngu og mótmæla? Á nú að ganga af útifundinum dauðum af því að fólk mótmælir? Það er merkileg þessi tilhneiging verkalýðsfélaganna að vilja beygja alla undir sama vilja og lýsa óánægju með það að fólk sé ekki sammála þeim, þrátt fyrir að það sé augljóst að það séu ÞAU sem ganga erinda LÍÚ og SA með sífelldum aumingjaskap og tuskuhætti. Ef það væri einhver daungun í þessum svokölluðu verkalýðsfélögum myndu þau andskotast til að hafa boða aðgerðir um leið og SA kom með þessi fáránlegu skilyrði um kvótakerfið. Þangað til að ykkur vex hugrekki verður ykkur mótmælt sem stéttsvikurum.

Guðmundur sagði...

Oft gengur mönnum illa að halda sig við efnið.

Það var ég ekki RSÍ sem lagði það til að þar sem öll stéttarfélögin væru með á leigu öll stærstu veitingahús borgarinnar og þau full út á götu og fleiri þúsund félagsmenn þar saman komnir á meða tiltölulega fámennur hópur félagsmanna væri á útfundinum, en þar væru meira áberandi fólk sem ekki væri félagsmenn stéttarfélaga

Þá væri hagkvæmara og við myndum ná til mun fleiri félagsmanna með því að sameinast um að leigja Laugardalshöllina og vera með samskonar form og er alls staðar annarsstaðar á landinu Akranes, Akureyri Ísafjörður, Húsavík Egilsstaðir, Neskausptaður, Reyðafjörður, Höfn, Selfoss, Keflavík, Hafnarfjörður þar sem gengið er í kröfugöngu að íþróttarhúsi staðarins og þar væru ræður fluttar samfara skemmtidagskrá fyrir fjölskyldurnar.

Nafnlaus sagði...

Ég stórefast um að fólkið sem stóð í þessu, tengist LÍÚ.

Miðað við það sem sást á myndum þá var þetta fólk sem hefur verið áberandi í tengslum við Frjálslynda flokkinn og Hreyfinguna.

Nafnlaus sagði...

Orðinn þreyttur á þessum endurteknu rakalausu dylgjum að að verkalýðshreyfingin geri aldrei. Þeir þetta hrópa eru undantekningalítið ekki félagsmenn, oftast gerviverktakar.

Dylgjur um að verkalýðshreyfingin hafi ekkert gert við stórframkvæmdir við Kárahnjúka, er ein af þessum bullklisjum, birtar að beiðna ráðherra sem voru í vandræðum með að réttlæta gerðir sínar. Þegar þeir endurtekið tóku reglugerðir úr sambandi þegar trúnaðarmenn gerðu athugasemdir einnig voru felldar niður dagsektri. Okkur tókst að lagfæra aðbúnað, laun og kjör þessa fólks en það kostaði mikla vinnu.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Það er ljótt bragð að svara einhverju sem má ekki birtast. Þá vísa ég þér bara hingað: http://rostur.org/allt/formanni-rafidnadarsambandsins-gedjast-ekki-motmaeli

Unknown sagði...

Spurning hversu mikið þú sérð og heyrir Guðmundur. Ég var þarna og sá eitthvað annað en þú. Það væri þjóðráð að hlusta á hvað þetta fólk er að segja. Ertu staurblindur og heyrnalaus?
Það er greinilegt að fólkið nennir ekki að hlusta lengur á ræðurnar ykkar og jarmar því ofan í þær.
Þarna stóð "venjulegt" fólk, á öllum aldri, með skoðanir og lét í ljós óánægju sína. Þú virðist ekki hafa talað við það; ekki séð það. Fólk á miðjum aldri; ekki unglingar. Ert þú ekki að grafa undan göngunni núna? Er þetta orðinn flauelisklúbbsganga stéttafélaga? Verður maður að tilheyra stéttafélagi til að vera til?? Hvað með þá sem tilheyra engri "stétt"? Ekki fékk ég borgað fyrir að standa þarna! Skammarlegur þvættingur í þér.

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur það eru örfáir einstaklingar sem ekki þola að fólk komi saman og lýsi skoðunum sínum sem eru að eyðileggja þetta fundarform. Þeir eru þekktir þessir um það bil 15 einstaklingar sem láta svona og sína samborgurum þessa lítilsvirðingu.

Þið í forystu stéttarfélaganna eiga miklar þakkir skilið hvernig þið hafið staðið að málum, það fáið þið að heyra á félagsfundum.

Þessir einstaklingar eru á sama plani og fótboltabullur sem mæta á fótboltaleiki til þess að berja saklaust fólk en hafa engan áhuga á knattspyrnu.
Kv Þorri

Nafnlaus sagði...

Tek undir með síðasta ræðumanni, þarna eru á ferð einstaklingar sem níðast á samborgurum sínum og eru sjálfum sér til skammar
Rósa