Það er ekki af ástæðulausu að mikið var horft var til fjárfestinga þegar ræddar voru leiðir til að blása lífi í efnahagslífið við gerð Stöðugleikasáttmála. Til viðbótar við fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum sveitarfélaga og ríkisins var horft til fjárfestingarmöguleika utan ríkisreiknings. Það er hagkerfi Íslands lífnauðsyn að skapa aukna framleiðslugetu í framtíðinni, aukna verðmætasköpun og betri lífskjör til lengri tíma litið. Án fjárfestinga er ómögulegt að viðhalda og auka framleiðslustig hagkerfisins
Staðan í íslensku hagkerfi leiðir til þess að óhjákvæmilega verður mikið fall í fjárfestingum á næstu misserum. Gera má ráð fyrir heildarfjárfestingu á árinu 2009 upp á liðlega 250 milljarða króna samanborið við um 350 milljarða 2008 og 400 milljarða þegar hæst lét 2006. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að fjárfestingar næsta árs verði 290 milljarðar króna og 340 milljarðar 2011.
Hvað varðar framkvæmdir er helst að telja álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir. Endurnýjun álversins í Straumsvík og tengdar framkvæmdir. Gagnaver á Suðurnesjum, Suðurlandi og á Norðausturlandi, sólarkísilverksmiðja, koltrefjaverksmiðja,og orkuver tengd þeim. Hér er um að ræða verkefni sem eru í einkafjármögnun auk þess má allt eins benda á byggingu Landspítalans, Samgöngumiðstöð, tvöföldun Hvalfjarðargangna, Vaðalheiðargöng, Suðurlandsveg, tvöföldun Kjalarnesvegar og Sundabraut.
Áberanda hefur verið í umræðu stjórnmálamanna mikil mótsögn, sem felst í því að talað er um byggingu fyrirtækja en síðan er talað gegn uppbyggingu orkuvera. Það leiðir einnig til þess að framkvæmdatími er í mörgum tilvikum óraunhæfur þar sem orka er ekki fyrir hendi nema að óverulegum hluta.
Í vinnu við stöðugleikasáttmála er talið raunhæft tala um fjárfestingaverkefni upp á 280 – 380 milljarða króna á ári næstu 3 árin. Ljóst er að það mun hafa veruleg áhrif á efnahagsframvindu næstu ára, takist að koma einhverjum hluta þessara framkvæmda á legg.
3 ummæli:
Held að allar framkvæmdir sem eru mannfrekar sé það sem þarf að hugsa um, einsog til dæmis að gera við Þjóðleikhúsið. Enn allir vita að virkjun og að reisa verksmiðju taka minst tvö ár. Enn hvers vegna var ekki samið um neitt í sambandi vinnurétt og reynt að fá í gegn samþykktir sem ekki hafa farið í gegnum félagsmálaráðaneytið í mörg ár ?
Kveðja Simmi
Hluti af stöðugleikasáttmála eru ákvæði um þetta. Aðilar vinnumarkaðs og stjórnvalda taki upp virkt samstarf um eftirlit á vinnustöðum og vinnustaðaskýrteini í samræmi við bókun ASÍ ig SA frá 17. febrúar 2008. Markmið með slíku samstarfi er m.a. að tryggja að starfsmenn njóti umsaminna réttinda og vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og misnotkun atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum um almennt eftirlit á vinnustöðum og vinnustaðaskírteini.
Þetta ákvæði er velþekkt á hinum norðurlöndunum og hefur reynst vel. Loksins tekst að ná þessu í gegn.
Skrifa ummæli