mánudagur, 16. nóvember 2009

Af skattaútreikningum Gísla Marteins


Hér sést vel myndrænt hvernig þetta er (græna línan) og hugsanlega verður (tillaga þeirra bláu og þrepatillaga þeirra rauðu.)

Græna lína eru skattar einsog þeir eru. Bláa línan eins skattar yrðu ef farið er með flata hækkun upp í 39.5%

Rauða línan sýnir okkur hvernig þrepakerfið kæmi út. Það er með 36% skatt á laun á milli 123 - 25 þús. 41% 250 - 500 þús. og svo 47% fyrir ofan 500 þús.

Hvernig getur lækkun skatts á lægsta tekjubilinu orðið að skattahækkun? Eru hin lituðu stjórnmálagleraugu svona ofboðslega föst á mönnum. Einnig hafa heyrst hinar fáránlegu útskýringar frá andstæðingum þrepaskatts að þeir sem séu með 600 þús. kr. greiði þá 47% skatta af öllum tekjubilum þar fyrir neðan. Vitanlega fá allir sinn pérsónuaflsátt og greiða allir sama skatt af neðsta skattbili og sama skatt af næsta skattbili þar fyrir ofan, þess vegna verður rauða línan eins hjá öllum.

Og svo er einkennilegt að menn geti ekki sent inn aths. án þess að vera endalaust með einhverjar persónulegar svívirðingar gagnvart fólki sem ekki hefur sömu stjórnmálaskoðanir og þeir álíta hina einu réttu. Eins og stendur á fronti þessarar síðu þá eru aths. vel þegnar, en þær þurfa að vera því marki brenndar að fjalla um það efni sem til umfjöllunar er.

Sumir vilja hækka persónuafsláttinn um verðtryggingu og 2.000 kr. en setja prósentuna í 39,5%. Það er vond niðurstaða, hún gagnast þeim sem eru með tekjur fyrir ofan 600 þús.kr. en er talsvert íþyngjandi fyrir millitekjuhópinn á bilinu 300-600 þús.kr.

Sú hún borinn saman við þrepaskiptinguna þá er það umtalsvert hærri skattlagning á fólk undir 575 þús.

Ef miðað er við þriggja þrepa kerfið með 2.000 kr. hækkun persónuafsláttar verulega íþyngjandi fyrir alla frá 120-600 þús.kr. en himnasending fyrir þá sem eru þar fyrir ofan. Öll vitum við þá verndarstefnu sem Gísli Marteinn og skoðanabræður hans hafa á því fólki og hvaða skoðun þeir hafa á skattlagningu þeirra sem minna mega sín.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fólk þarf þó virkilega að fara varlega í þessum pælingum, því kerfið getur hæglega orðið þannig að allt í einu borgar sig ekki að fá launahækkun, taka yfirvinnu eða eitthvað í þá áttina.

Þetta verður veruleikinn fyrir fólk á mörkum einhverra þrepa í skattkerfinu - er og hefur verið vandamál í Danmörku meðal annarra landa. Þessi staða mun svo ýta undir svarta atvinnustarfsemi - þannig að svört vinna mun margfaldast. Vantrúaðir geta kannað hvernig svört atvinna í DK er hjá iðnaðarmönnum.

Ég hef aldrei skilið af hverju skatturinn geti ekki verið flöt prósenta, og persónuafsláttur nýttur til að koma til móts við launalága...

t.d. sé miðað við núverandi skattakerfi, og þrepaskipta skattakerfið, myndi 45% FLATUR skattur með 75.000 persónuafslætti koma virkilega vel fyrir þá sem eru með laun =< 300.000, koma út "á núlli" fyrir þá sem eru upp að 450.000 og svo hala inn fyrir tekjuhærri, samt ekki eins bratt og þrepakerfið. Þarna skaut ég á einhverjar tölur út í loftið, setti inn í excel skjal og komst að þessarri niðurstöðu. Ef ég bara fyndi út úr hvernig ætti að setja myndir hingað inn, þá gæti ég sýnt ykkur. Þarna væri verið að ná í peninga hjá þeim tekjumeiri, þarna skiptir engu hvort maður sé með 200.000 eða 2.000.000 í laun, maður borgar sama skattinn.

Ég er nefnilega skíthræddur um að þrepaskipting virki letjandi á atvinnukerfið, og allir sem skara fram úr geri það hreinlega ekki, eða fara annað.

með kveðjum,
Gunnar

Nafnlaus sagði...

Er ekki verið að hugsa þessi skattþrep sem skatt á allt yfir ákv. pphæð ekki hærri skatt heildarupphæðina ?
Við þannig aðstæður þá borgar sig aldrei að hafna launahækkun

Nafnlaus sagði...

Já það er ekki að undra að þessir menn fóru þráðbeint með efnahagslífið í Hrunið.

Nafnlaus sagði...

Málflutningur margra gagnrýnenda skattkerfisbreytinganna bendir til að þeir séu annað hvort svona skelfilega lélegir í stærðfræði eða bara að ljúga blákalt að fólki, málstað sínum til framdráttar.

JS