Var að koma frá Þjóðfundi. Stemmingin var ákaflega skemmtileg. Eindrægni og jákvæðni. Níu einstaklingar sátu við hvert borð ásamt stjórnanda, lagðar voru fram spurningar um viðhorf til uppbyggingar lands og þjóðar. Hver skrifaði sín viðhorf á miða og þeim síðan raðað í flokka og fram fór áherslukosning.
Á þessum flokkum var síðan unnið að frekari úrvinnslu og ný viðhorf dregin fram þar sem einstaklingar skrifuðu sjónarmið sín á miða, sem enn voru flokkuð með áherslu kosningum. Allt slegið jafnharðan inn í tölvukerfin og niðurstöðu lágu fljótt fyrir. Einnig var einstaklingum gert að færa sig á milli borða.
Hinum svokölluðu útvöldu hagsmunaaðilum var dreift á borðin einn við hvert borð. Útilokað var að sá aðili gæti haft afgerandi áhrif á þá vinnslu sem fram fór.
En ég kom heim með staðgóða þekkingu á þeim sjónarmiðum sem svifu yfir vötnunum hjá þjóðfundarfulltrúum. Nákvæmlega eins og til var ætlast.
Niðurstöðurnar urðu í mörgu ekki ólíkar og við rafiðnaðarmenn fengum á 100 trúnaðarmannaráðstefnu Rafiðnaðarsambandsins. En við vorum með svipaða vinnuaðferð í hópavinnu á ráðstefnu okkar í gær.
Þeir sem voru agnúast út í fundin og dæma hann fyrirfram sitja uppi með sínar súru pillur og verða að gleypa þær sjálfir. Verði þeim að góðu.
Áfram Ísland.
5 ummæli:
Alveg sammál þessu - var þarna líka og þjóðfundurinn skilur eftir von og staðfestingu á að gildi íslendinga eru óskemmd.
Það eru margir búnir að nefna það í dag hvort þetta form sé ekki það rétta til að nota fyrir stjórnlagaþing, fremur en þessi þreytta hugmynd sem verið er að þæfa á Alþingi núna um einhverja sérvalda lögfræðingaklíka flokksgæðinga. Hvert er þitt mat á því, Guðmundur?
Það blasir við að stjórnmálamenn vilja ekki breyta núverandi stöðu sinni að geta starfað án afskipta almennings og sent honum tóninn eins þeir hafa verið t.d. að gera undanfarið. Við erum kjörnir til þess að ráða svara þeir með þótta hrokafullir ef einhverjir kjósendur vilja komast að ákvarðantöku.
Stjórnmálamenn hafa komið í veg fyrir breytingar á stjórnarskrá með allskonar undanbrögðum á undaförnum árum.
Þjóðþingsformið er tilvalið til þess að mynda Stjórnlagaþing
Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim sem þarna komu saman en að þetta nái eitthvað inn á Alþingi, ég á eftir að sjá það gerast áður en ég trúi því.
Því miður er ég næsta sannfærður um það líka. Enda sjáum við endurtekið hver viðbrögð alþingismanna eru ef kjósendur eru svo ósvifnir að trufla á milli kjördaga. "Það eru við sem höfum völdin, við erum hinir einu kjörnu fulltrúar"
Skrifa ummæli