Enn höfum ekki náð botninum, og verra ástand nálgast hratt. Viðnám við loftslagsbreytingum er veigamesta verkefni mannkyns á 21 öldinni. Við erum tilneydd að breyta lifnaðarháttum, má þar t.d. benda á einn af daglegum þáttum. Ef litið á framleiðsluferli kaffis þá þarf 14 lítra af vatni til þess að framleiða það kaffi sem er í einum meðalstórum kaffibolla. Vatn er eitt af þeim atriðum sem blasir við að muna verða skortur á í náinni framtíð. Aukin tækniþekking hefur nú þegar minnkað útblástur mikið, en stjórnvöld verða að setja enn meiri fjármuni til rannsókna í þessum efnum.
Í ályktun Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál frá 1992 var kveðið á um að ríki skyldu forðast gjörðir sem gætu haft hættuleg áhrif á loftslagið. Engu síður heldur losun gróðurhúsalofttegunda áfram að aukast. Bandaríkin neituðu að undirrita Kyoto-bókunina árið 1997 og hafa ekkert gert til þess að koma böndum á útblástur.
Helsta ástæða þess er að 25 ríkja í Bandaríkjanna framleiða kol, sem nýtt eru til þess að framleiða stóran hluta af raf- og hitaorku þeirra. Þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum beinast fyrst og fremst gegn minni kolanotkun, óttast kolaríkin í Bandaríkjunum efnahagslegar afleiðingar af útblásturskvótum. En þar hafa einnig viðhorf til bílanotkunar mikil áhrif.
Þar til nýlega hefur verið talið að Kína og Indland kæmu ekki koma að samningaviðræðunum um aðgerðir í loftlagsmálum. Kína hefur hins vegar tilkynnt um stórtækar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að auka notkun sólarorku, vindorku, kjarnorku og auka kolefnisbindingu. Indverjar hafa einnig lagt fram heildstæða aðgerðaráætlun um sjálfbæran orkubúskap.
Evrópuríkin hafa sett sér það markmið að minnka orku notkun um 20% á næstu 4 árum og að sama skapi draga umtalsvert í framleiðslu orku með jarðefnum. Þetta setur aukna pressu á Bandaríkin til að bregðast við, hratt vaxandi umhverfisvitund mun ekki að leyfa sérhagsmunum að stefna framtíð jarðarinnar í voða.
Í byggingar- og tréiðnaði vinna um 200 millj. manns í heiminum öllum. Á norðurlöndum eru það um 700 þús. manns. Þessi iðnaður hefur mikil áhrif á útlosun kolefna. Eyðing skóga er næststærsta orsök kolefnaútlosunar, eða 18%. Byggingariðnaður veldur 8% af kolefnaútlosun. Mesta útlosunin er vegna orkuframleiðslu, þar er helsti orsakavaldur nýting jarðefna við framleiðslu orku.
Stjórnvöld verða að vera í forystu um í baráttunni við að ná viðsnúning í þessari þróun. Pólitísk stefnubreyting verður að eiga sér stað. Nokkrar ríkisstjórnir hafa nú þegar tekið veigamiklar ákvarðanir. T.d. hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að tvöfalda hraða við endurbyggingu eldri húsa með græn sjónarmið að leiðarljósi. Fyrir árslok 2015 á að vera búið að endurbyggja 800. þús. byggingar með betri orkunýtingu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Þjóðverjar tóku þessa ákvörðun árið 1998, og það hefur skapað 2 milljón starfa í Þýskalandi, samfara samdrætti í losun kolefna. Stjórnvöld í Hollandi hafa gengið fram samþykktum um endurnýja 200 – 300 þús. íbúðir á ári næstu árin. Nokkur önnur lönd þar á meðal Bretland hafa sett fram markmið í minnkun orkunotkunar og einnig fækkun orkuvera sem nýta jarðefni. Grænn byggingariðnaður er vaxandi í Bandaríkjunum og stendur á traustum fjárhagslegum fótum, á meðan hinn almenni byggingariðnaður er í vanda.
Tré eru einstök hvað varðar baráttu gegn losun kolefna í andrúmsloftið, sakir þess hversu mikið af kolefnum þau binda. Við brennslu trjáviðar losnar sama magn kolefnis og þau hafa bundið í vexti. Hver rúmmetri af timbri bindur um 1,1 tonn af kolefnum. Sé litið til byggingaraðferða þá minnkar hver rúmmetri af timbri sem nýttur í byggingariðnaði kolefnaútlosun um 2,1 tonn. Áætlað er að landbúnaður muni árlega eyða um 7,3 milljón hekturum af skógi næstu árin.
Sement er mikill skaðvaldur í vaxandi útlosun kolefna. Notkun steypu er tvöfalt meiri í byggingariðnaði en nokkurs annars byggingaefnis. Í steypu er um 10-15% sement. Þau hráefni sem nýtt eru við framleiðslu á hverju tonni af sementi valda 1,6 tonn af kolefnaútlosun. Um 2,6 billjón tonn af sementi eru framleidd á hverju ári í heiminum. Reiknað er með að útlosun vegna steypunotkunar fjórfaldist fram að árinu 2050. Það er því gríðarleg þörf á auknum rannsóknum á sementi og steypu svo minnka megi útlosun innan byggingariðnaðar. Einnig þarf að herða á rannsóknum um endurnýtingu á steypu.
Benda má á þá sjálfbærni sem er í timburhúsum. Það grær nýr skógur þegar timbrið er tekið í húsið. Kolfnin eru bundin í timbri húsins. Við endurnýjun húsa er hægt að endurnýta nánast allt húsið við orkuvinnslu.
Þjóðverjar tóku þessa ákvörðun árið 1998, og það hefur skapað 2 milljón starfa í Þýskalandi, samfara samdrætti í losun kolefna. Stjórnvöld í Hollandi hafa gengið fram samþykktum um endurnýja 200 – 300 þús. íbúðir á ári næstu árin. Nokkur önnur lönd þar á meðal Bretland hafa sett fram markmið í minnkun orkunotkunar og einnig fækkun orkuvera sem nýta jarðefni. Grænn byggingariðnaður er vaxandi í Bandaríkjunum og stendur á traustum fjárhagslegum fótum, á meðan hinn almenni byggingariðnaður er í vanda.
Tré eru einstök hvað varðar baráttu gegn losun kolefna í andrúmsloftið, sakir þess hversu mikið af kolefnum þau binda. Við brennslu trjáviðar losnar sama magn kolefnis og þau hafa bundið í vexti. Hver rúmmetri af timbri bindur um 1,1 tonn af kolefnum. Sé litið til byggingaraðferða þá minnkar hver rúmmetri af timbri sem nýttur í byggingariðnaði kolefnaútlosun um 2,1 tonn. Áætlað er að landbúnaður muni árlega eyða um 7,3 milljón hekturum af skógi næstu árin.
Sement er mikill skaðvaldur í vaxandi útlosun kolefna. Notkun steypu er tvöfalt meiri í byggingariðnaði en nokkurs annars byggingaefnis. Í steypu er um 10-15% sement. Þau hráefni sem nýtt eru við framleiðslu á hverju tonni af sementi valda 1,6 tonn af kolefnaútlosun. Um 2,6 billjón tonn af sementi eru framleidd á hverju ári í heiminum. Reiknað er með að útlosun vegna steypunotkunar fjórfaldist fram að árinu 2050. Það er því gríðarleg þörf á auknum rannsóknum á sementi og steypu svo minnka megi útlosun innan byggingariðnaðar. Einnig þarf að herða á rannsóknum um endurnýtingu á steypu.
Benda má á þá sjálfbærni sem er í timburhúsum. Það grær nýr skógur þegar timbrið er tekið í húsið. Kolfnin eru bundin í timbri húsins. Við endurnýjun húsa er hægt að endurnýta nánast allt húsið við orkuvinnslu.
1 ummæli:
Ekki gleyma að CO2 losun mannsins eru einungis nokkur prósent af heildarlosun jarðarinnar, þannig að ég sé ekki hvernig þessi tilgáta um hlýnun jarðar af mannavöldum fær staðist út frá almennri skynsemi séð.
Skrifa ummæli