Jón Gnarr hefur stofnað stjórnmálaflokkinn Besti flokkurinn og segir; „Mig hefur lengi langað til að hafa völd og góð laun. Góð leið til þess er að verða lýðræðislega kosinn, og langar líka að komast í þá stöðu að ég geti hjálpað vinum mínum. Það eru endalaust margar leiðir til þess. Það má úthluta alls konar styrkjum og búa til hinar ýmsu nefndir. Fólk þarf svo ekkert endilega að mæta á fundi, en fær bara borgað."
Jón safnar nú fólki í flokkinn af því hann vill ekki vera einn í honum „eins og hálfviti" og er búinn að setja upp heimasíðu.
Gott að fá alvöru grínista á þing og ég hvet fólk til þess að standa með Jóni. Það má þó segja af alþingismönnum okkar og því fólki sem er í kringum þá að ef það sem fram fer á Alþingi væri klippt niður í stuttmynd þá væri maður líklega kominn með krampa af hlátri yfir svörtum húmornum.
Auðvitað koma húmorslausar niðursveiflur í þennan farsa en það koma líka óborganlegir toppar eins og þegar Yngvi Örn Kristinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans af öllum mönnum er settur í það verk að vinna að gerð tillagna um aðgerðir fyrir skuldsett heimili.
Hvort ætli hann hafi verið að hugsa um síðastliðna mánuði: 230 milljónirnar sem hann ætlar að krefjast af þrotabúinu eða hvernig hægt sé að bregðast við skuldavanda heimilanna sem var til vegna uppskáldaðs hagkerfis sem hann var virkur þátttakandi að skapa. Misskildi hann kannski hlutverk sitt og var að hugsa um eigin skuldavanda?
Það er viðbúið að þessi "uppsveifla" ef svo má kalla verði styttri núna en oft áður, þetta er svona "síðasti smókurinn" áður en við hættum alveg. Við erum á sömu slóðum og sí-gjaldþrota fyrirtækjastofnandinn sem endar á því að fá lán hjá afa og ömmu þegar ekki er í önnur hús að venda. Þetta eru margar sögur sem allar enda eins.
Íslenskur vinnumarkaður einkennist af velmenntuðu fólki, hann er velskipulagður, með gríðarlega öflugt starfsmenntakerfi, er sveigjanlegur og er þar afleiðandi fljótur að tileinka sér nýungar. Við getum byggt upp enn öflugri hátækniiðnað. Iðnað sem flytur lítið inn en mikið út.Iðnaður sem byggist í raun á því að geta gert aðeins betur enn hinir og verið aðeins á undan. Verðmætasköpun hins velmenntaða íslenska vinnumarkaðar og hæfilegrar nýtingar orkunnar. Uppbyggingu rafbílaframleiðslu og minnkun jarðefnanotkunar.
Til lengri tíma verður að líta til þess að hér verði gjaldmiðill sem bíður upp á stöðugleika. Verðbólga verði það lág að vextir verði innan við 4,5% og verðtrygging afnuminn. Það þarf að skapa 20 þús. störf á næstu fjórum árum svo meðalatvinnuleysi íslensks vinnumarkaðar fari niður fyrir 5%. Ef það tekst munum við á árinu 2013 hafa endurheimt þau lífskjör sem við bjuggum við á síðasta ári.
Ég hafði eiginlega bundið hálfpartinn vonir við að við værum með svo skert mannorð að við þyrftum loksins að fara að huga að alvöru lausnum, sem er að setja niður stöðugan gjaldmiðil, viðráðanlega vexti og að við gætum þannig skapað verðmæti eins og annað fólk með því að gera hlutina aðeins betur en næsti maður. Fá alvöru stjórnsýslu og afnema ráðherraráæðið. Fá Stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá.
Nei kímnigáfan hefur ekki yfirgefið okkur eða eins og Þormóður Kolbrúnarskáld sagði: "Vel hefur konungur alið oss því hvítt er þessum karli um hjartarætur”
Gerpla er háðsádeila stefnt gegn hetju- og ofbeldisdýrkun hetjunnar, Þorgeirs Hávarssonar, og skáldsins, Þormóðs Kolbrúnarskálds. Laxness hæðist að hinni fornu hetjuhugsjón Íslendingasagna en boðskapur sögunnar á ekki síður við samtímann. Trú á vald og ofbeldi hefur er bjargráð þeirra stjórnvalda sem ekkert óttast meira en þegna sína. Andstæðu þeirra samfélaga þar sem ríkja sterkir leiðtogar eða einræðisherrar. Slíkt fyrirmyndarsamfélag fann hann meðal inúíta á Grænlandi. Frumbyggjarnir þekkja ekki annað en að allir séu jafnir, lifi í sátt og samlyndi - og þeir hafa enga leiðtoga.
2 ummæli:
Innilega sammála.
En það er alltof stór hópur sem getur ekki hugsað sér lífið án feita íslenska bóndahöfðingjans sem piskar hann, kúgar og arðrænir, en er svo "helvíti skemmtileg og fínn kall".
Skýring á DO-heilkenninu?
ekkinn
Flottur pistill eins svo oft áður
takk
Skrifa ummæli