sunnudagur, 1. nóvember 2009

Fjölskyldan

Fjölskyldan er kröftug fjölskyldusaga. Góður stígandi í verkinu og það heldur manni vel við efnið. Leikmyndin er stórgóð, lýsing góð og stemming í bakgrunni styður sýninguna ákaflega vel. Tónlist KK frábær, meira en það; fantagóð.

Verkið hefur fengið mjög góða dóma og kallað fyrstu klassík 21. aldarinnar. Sýning sem minnir í senn á dramatísk leikverk Tennessee Williams og kaldhæðni Woody Allen. Tek undir það.

Þetta var önnur sýning og sumir leikarar fipuðust aðeins í textaflutningi. Væri gaman að kíkja aftur seinna. Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir eru frábærar og lokasenan magnþrungin. Reyndar standa fleiri sig mjög vel eins og t.d. Theodór Júlíusson sem smellpassar í sitt hlutverk.

Ef fólk fer yfirleitt í leikhús, þá er þetta verkið til þess að fara og skoða.
5 stjörnur af 5.

Engin ummæli: