þriðjudagur, 5. janúar 2010

Harmleikur forsetans

Ég efast ekki um stjórnarskrárvarin rétt forsetans til að grípa til þessa úrræðis. En ég get á engan hátt komið auga hvað býr að baki þessari ákvörðun hans. Lagafrumvarpið sem hann vill ekki staðfesta, fjallar um breytingar á lögum um ríkisábyrgðina sem eru í fullu gildi.

Eins og ég hef margoft komið að, þá snýst málið ekki um hvort borga eigi Icesave eða ekki, eins og margir þeirra sem studdu yfirlýsingu InDefence og eins allavega flestir stjórnarandstöðumenn virðast halda.

Kosningin snýst því um hvort halda eigi í þá fyrirvara sem íslendingar settu einhliða inn í milliríkjasamning og Bretar og Hollendingar, hafa þegar hafnað. Ég benti á það á sínum tíma að þessi gjörningur íslendinga byði í raun upp á að Hollendingar og svo Bretar settu einnig einhliða lög um ákveðin atriði í samningnum. Íslendingar væru að bjóða upp á endalausa og marklausa hringekju. Það var gert góðlátlegt grín af þeim fyrir þetta niður í Evrópu eins og ég hef margoft lýst í pistlum.

Spurningin sem verið er að vísa til þjóðarinnar marklaus, þetta var ekki eins einfallt og innanlands deila um fjölmiðlalög, sú deila snérist einnig um stjórnskránna og tjáningarfrelsi. Það er óframkvæmanlegt standa í samningaviðræðum með þjóðaratkvæðagreiðslum eða einhliða lagasetningum.

Endurreisnin bíður, við fáum ekki ný gjaldeyrislán á meðan. Lánshæfismat t.d. orkufyrirtækja fellur og endurfjármögnun útilokuð. Engar líkur eru á styrkingu krónunnar. Þetta verður þjóðinni og atvinnulífinu mjög dýrt.

Hvernig á þjóðaratkvæðagreiðslan að fara fram? Forsetinn vitnaði til þess að þingmenn hefðu skorað á sig og hann teldi að meirihluti væri á þingi fyrir þjóðaratkvæði um málið. Bíddu hvert er hann að fara? Breytingatillaga um þjóðaratkvæði var felld milli jóla og nýárs.

Hann talar um þessa atkvæðagreiðslu sem sátt. Um hvað? Að minnihluti geti ráðið með heimatilbúnum rangtúlkunum? Þjóðin mun klofna í enn harðsnúnari fylkingar og margir verða sárreiðir þegar það rennur upp fyrir þeim að InDefence og stjórnarandstaðan hafði ekki sagt rétt frá.

Það sem við þurftum á að halda núna var allt annað en þetta.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Síðast þegar ég vissi þá var ENGIN tengin á milli IceSlave og Lána frá IMF og fleirum.. Ef allt væri uppá borðinu hjá Stjónvöldum þá hefði etv almenningur og þjónin viljað þennann samning, þessu er allt leynimakkið í kringum þetta að skila..

Nafnlaus sagði...

Harmleikur sem mun snerta fjölda heimila þegar gengið fellur, vísitalan hækkar og verðbólgan eykst........og líkur á gjaldþroti heimila aukast að miklum mun.

Ræðum ekki vanda fyrirtækjanna sem þurfa að reiða sig á erlend samskipti og fyrirgreiðslur. Nú verða mörg sund úti. Samtök atvinnurekenda áttuðu sig á því.

Oft hefur ólafur Ragnar borið því við að erlendir (sem innlendir ) fjölmiðlar hafi misskilið sig......núna rís mikill misskilningur hátt í erlendum fjölmiðlum, Íslendingar borga ekki, Íslendingar eru sníkjudýr (Berlingske Tidende). Það tekur skamma stund að tapa mannorði en mannsaldur að vinna það aftur.Ólafur Ragnar á mikið verk fyrir höndum að leiðrétta þennan "Misskilning".

Ólafur Ragnar ætti að segja af sér, það er löngu tímabært.

Nafnlaus sagði...

Harmleikur sem mun snerta fjölda heimila þegar gengið fellur, vísitalan hækkar og verðbólgan eykst........og líkur á gjaldþroti heimila aukast að miklum mun.

Ræðum ekki vanda fyrirtækjanna sem þurfa að reiða sig á erlend samskipti og fyrirgreiðslur. Nú verða mörg sund úti. Samtök atvinnurekenda áttuðu sig á því.

Oft hefur ólafur Ragnar borið því við að erlendir (sem innlendir ) fjölmiðlar hafi misskilið sig......núna rís mikill misskilningur hátt í erlendum fjölmiðlum, Íslendingar borga ekki, Íslendingar eru sníkjudýr (Berlingske Tidende). Það tekur skamma stund að tapa mannorði en mannsaldur að vinna það aftur.Ólafur Ragnar á mikið verk fyrir höndum að leiðrétta þennan "Misskilning".

Ólafur Ragnar ætti að segja af sér, það er löngu tímabært.

Hörður J. Oddfríðarson sagði...

Já svona er Ísland í dag - við verðum að vona að þegar við kjósum í þjóðaratkvæði að það verði aðrir en Sigmundur Davíð og InDefence snillingarnir sem lýsi því hvaða kostir eru í stöðunni.

Níels Hermannsson sagði...

Sæll Guðmundur og takk fyrir tíð og góð skrif þín. Ég er hjartanlega sammála þessari færslu þinni. Þeim sem hyggjast biðja Evrópubandlagið að miðla málum væri hollt að minnast þess að nýskipaður utnaríkisráðherra þess er breti úr röðum Verkamannaflokksis. Hún þykri góður og sanngjarn samningamaður og lagin við að miðla málum. En eins og bent hefur verið á er hinn pólutíski ávinningur þeirra Brown og Darling af að fara í hart mun meiri en efnahagslegur ávinningur Breta af að semja eina ferðina enn. Komi þetta mál til kasta utanríkisráðherra Evrópubandalagsins á hún því augljóslega ekki hægt um vik.
Mér virðist sama gilda um embætti forsetans og um embætti seðlabankastjóra. Finna þarf leiðir til að forða því að í þau setjist stjórnmálamenn sem ekki þykja lengur gjaldgengir á þingi.

Nafnlaus sagði...

Það er rétt Guðmundur,þettað þurftum við ekki. Þarna held ég að Ólafur hafi leikið af sér, nú munu andstæðingar hans kjósa með Icesave til að sýna að það sé gjá milli forseta og þjóðar. Maður er á ekki orð yfir þessu hvernig forsetin hagar sér og einsog þú segir þessu þurftum við ekki á að halda. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Bægslagangur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í ICESAVE málinu hefur aðeins haft einn tilgang. Hann er sá að koma ríkisstjórninni frá. Þeir vilja sjálfir geta stjórnað "uppgjörinu" við Davíðstímann.

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Þú talar um einhliða skilmála íslendinga, og með einhverjum fýlutón.

Ertu búinn að gleyma hverjir settu á okkur hryðjuverkalög, tóku lán og borguðu breskum innistæðueigendum upp í topp, sem þeir ætluðu Íslendingum að borga, fólki sem hafði ekki stofnað til þessarar skuldar?

Hvernig væri nú að þetta samfylkingardót hætti að vera með ESB glýjuna í augunum, og reyndi að sjá til þess að vísitölufjölskyldan væri ekki með 10 milljóna skuld á bakinu sem væri verið að borga af vexti (ekki afborganir) næstu áratugina?

gosi sagði...

Hversu margir halda að núna þurfum við ekki að borga?? bara kjósa skuldirnar í burtu, hókus pókus allt farið!!
Hversu margir atvinnurekendur ættli séu að skrifa uppsagnarbrefin núna? fyrirtæki sem hugsanlega voru komnir með fyrirgreiðslur í hendurnar sem eru að engu orðnar, fyrirtæki sem ætluðu að reyna að þrauka fram á veturinn.
en sjá núna ekki fram á annað en algjört frost.
Það skiftir í raun engu máli hvaða tilfinningar við höfum til þessa máls. herkostnaðurinn er einfaldlega of mikill hvort sem frumvarp 1. eða 2. verður í gildi eftir kostningu.

Nafnlaus sagði...

Sæll
Til að gera Eyjuna að betri fréttaveitu og bloggsvæði legg ég til að læst verði fyrir IP-tölu Sigmundar Guðmundssonar stærðfræðings. Nú er ég að lesa sama komment frá honum á a.m.k. þriðja stað og aldrei er það í samræmi við umræðurnar. Vinsamlegast læsið hann úti. Hann getur bloggað sjálfur á eigin bloggi án þess að skemma fyrir okkur hinum með leiðindum.
Sigmundur vertu heima hjá þér.
Kv.
Sveinbjörn

Nafnlaus sagði...

Þú hittir naglann á höfuðið er þú segir að minnihluti ráði með heimatilbúnum rangtúlkunum? Sigmundur Davíð og Bjarni eru báðir með silfurskeið í munni að hamast í valdaleik. Og stór hluti þjóðarinnar lætur blekkjast með hörmulegum afleiðingum.
Íhaldið að baki þessum fótboltadrengjum vonar að þeir nái völdum svo að óþægilegur sannleikur um fjárglæfra verði ekki afhjúpaður af rannsóknarnefnd og dómskerfi. Mér er næst að halda að Ólafur Ragnar Grímsson óttist líka rannsóknina og því hafi hann kosið að þyrla upp þessu moldviðri. Mér finnst það alla vega ekki ósennileg skýring.

Nafnlaus sagði...

Ástæður ÓRG hafa annarsvega verið hégómleiki, þ.e. yfirgefa sviðið með þetta sem lokaleik, ekki bara sem útrásarvíkinga grúppía. Og hinsvegar til að leggja stein í götu ESB umsóknarinn. Þ.e. hinnar einu langtímalausnar efnahagsvanda þjóðarinnar.

ekkinn