fimmtudagur, 7. janúar 2010

Er ekki nóg komið?

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa söðlað um í afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Nú telja þeir hættulegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðeins er vika síðan þeir báðir studdu tillögu á Alþingi um að vísa lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess hafði Sigmundur Davíð bæði hvatt forseta Íslands til að vísa lögunum í þjóðaratkvæði og fagnað ákvörðun hans.

Að auki höfum við heyrt í öðrum þingmönnum sjálfstæðismanna þar sem þeir hafa skyndilega skipt um skoðun og þora ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú blasir við það sem allir vissu að þeir hafa verið með stóryrtar dómsdagsspár, reist fullyrðingar sínar á vafasömum spurningum í skoðanakönnunum og sama á við um InDefence.

Svo eru þessir menn í fjölmiðlum að saka stjórnarþingmenn um stóryrði og svartholsspár. Þessi menn þá ekki síst þingmenn Framsóknar hafa nú heldur betur verið með gífuryrði og nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna.

Þessir litlu menn geta svo ekki horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Verið þið viss ef næst samkomulag þá hrósa þessi menn sigri. Ætlast menn til þess að tekið sé mark á þessu fólki? Þetta er án nokkurs vafa ómerkilegasta dót sem komið hefur á Alþingi. Dót sem er búið að skafa allt álit af hæstvirtu Alþingi.

Maður veltir einnig fyrir sér hvort þingmenn og starfsmenn Sjálfstæðisflokksins séu yfir höfuð í sambandi við aðra flokksmenn. Þeir eru allavega ekki í neinu samfloti við forsvarsmanna úr atvinnulífinu. Lítið t.d. á þá sem voru valdir menn ársins í Viðskiptablaðinu og öðrum fjölmiðlum, eða forsvarsmenn SA. Yfirlýsingar þessara manna og svo athafna og yfirlýsinga þingmanna flokksins þarna er himinn og haf á milli.

Þessir þingmenn og starfsmenn þessara stjórnmálaflokka eru greinilega í einhverri allt annarri vegferð en þjóðin. Þeim virðist skipta engu atvinnustig og staða fyrirtækja. Nú spyr er það kannski rétt sem víða heyrist á kaffistofum vinnustaða. Þeir óttast svo niðurstöður rannsóknarnefnda, sem birta á innan skamms, að þeir vilja þyrla upp eins miklu moldviðri og hægt er áður en þær niðurstöður verða birtar.

Altalað er að nokkrir háttvirtir stjórnmálamenn einmitt úr þessum flokkum verði fyrir mikilli ágjöf í niðurstöðum rannsóknarnefndanna.

Er ekki komið nóg af skemmdarverkum þessarra sérhyggjumanna?

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Talandi um að skipta um skoðun, þú ættir að horfa á kastljós viðtal við Steingrím J. Sigfússon í kastljósinu í gær, og bera það saman við skoðanir hans á Icesave málinu á fréttamannafundi skömmu eftir að forsetinn synjaði staðfestingu á þessum vonlausu Icesave lögum ríkisstjórnarinnar. Þá sérðu sinnaskipti. Eiginlega stökkbreytingu.

Samfylking er ekki vön að fara að þjóðarvilja. Sá flokkur myndi aldrei taka málið úr þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur er böðlast með málið og allar brýr sprengdar að baki sér.

Hugsanlega hefði verið hægt að sameinast um að mætast á miðri leið, reyna að fá breta aftur að samningaborðinu, en í þetta skiptið með vana samningamenn, og kynna málsstað okkar áður en farið yrði í samningaviðræðurnar, en ekki skúbba þessu af inni í einhverju hótel-lobbýi á nokkrum dögum með vonlausu samningaliði sem mátti ekkert vera að þessu, og var algerlega óundirbúið.

Nafnlaus sagði...

Allir þeir sem ég heyri eru búnir að missa allt álit á þingmönnum og eru kanski margir saklausir að fá þann dóm. Það er nú bæði hræðsla við nefndina og svo gamla góða smjörklípu aðferðin. Heldur þú að þeir muni vera með sömu ræðunar um gjaldþrot Seðlabankans ? Það eru rúmlega tvöfalt Icesave, og skrítið hvað lítið hefur verið fjallað um það mál. Enn hvað getum við ætlast af þessum þingmönnum , við kusum þá og munum kjósa þá aftur. Þettað er þjóðin sem við segjum að sé vel mentuð og upplýst, ég stórlega efa það. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Þetta er orðinn einn allsherjar skrípaleikur, málflutningur þessara manna. Sorglegt, þeir hafa opinberað sig og standa nú berrassaðir með allt niður um sig fyrir framan þjóðina. Skammist ykkar Sigmundur Davíð og félagar.

Nafnlaus sagði...

"Nú telja þeir hættulegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu"

Hættu að bulla. Hættu að ljúga.

Nafnlaus sagði...

Sæll

Ég held að þú sért full tengdur stjórnarflokkunum til að sjá að nákvæmlega það sama gildir um fólkið sem situr í stjórn.

Allt þetta fólk sem situr á Alþingi skiptir um áherslur, skoðun og lífsviðhorf allt eftir því hvað þart til að ná eða halda völdum í landinu.

Stjórnmálamenn virðast vera í allt annari vegferð en fólkið í landinu.

Ég er ekki að halda því fram að það sem þú segir um XD og XB sé rangt - en vandamálið er að allir Daltonbræðurnir eru jafn ruglaðir.( XD,XS,XB eða XV)

Þeir líta allir eins út og haga sér allir eins.... en eru misstórir.

Unknown sagði...

Sammála Guðmundur.

Það er orðið einsýnt að Alþingi í núverandi mynd virkar ekki. Fyrirkomulag þingstarfa, tengslin á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds og flokkakerfið er allt saman að koma í bakið á okkur. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í nauðsyn þess að leggja niður forsetaembættið.

Stjórnkerfið íslenska hefur bætt gráu ofan á svart eftir að hafa verið algjörlega ófært um að verjast og bregðast við hruninu.

Nafnlaus sagði...

Já, allt rétt sem þú segir, Guðmundur, eins og oft áður hittir þú naglann á höfuðið. Margt alþýðufólk spyr sig einmitt hvort hér sé verið að beina athygli fólks og fjölmiðla að einhverju öðru en skýrslunni umtöluðu, sem brátt verður (vonandi) birt. Þarna sé smjörklípuaðferðin reynd enn einu sinni, búa til óvin fyrir þjóðina að hatast við, þ.e. Hollendinga og Breta, svo athyglinni sé beint frá skýrslunni.

gosi sagði...

Mikið óskaplega er aðgöngumiðinn að þessu frjálshyggjuleikriti orðin dýr.
Á hvers vegum eru þessir menn á þingi?? Örugglega ekki á mínum,hvað þá þínum,örugglega ekki atvinnulífsins eða launþega.
Ég vona að þeir séu að fatta það að Partíið er búið, tómu flöskurnar og glösin liggja út um allt hús.Nágrannarnir orðnir brjálaðir og löngu búnir að hringja á lögguna,leigubílstjórarnir í röðum að krefjast greiðslu.En hvað gera þeir félagarnir þegar þeir vakna jú reyna að telja öðrum trú um að kostnaðurinn sé helv.nágrönnunum að kenna og leigubílstjórarnir hafi borið í þá brennivín nauðuga,og reyna síðan að læðast út um svaladyrnar og skilja hina eftir í skíttnum.Það eina sem ég bið um er að fá frið til að taka til, haldið ykkur fjarri á meðan.

Guðmundur sagði...

Íslandsvinurinn Uffe-Ellemann Jensen bloggar í Berlingske Tidende í gær um ákvörðun forseta Íslands að neita að staðfesta lög Alþingis um ríkisábyrgð á IceSave reikningnum:

Præsidenten har tilsidesat det repræsentative demokrati. Hvis loven kommer til folkeafstemning, falder den formentlig med et brag.

Islands præsident har ved sin handling påtaget sig et stort ansvar for at undergrave det islandske demokrati.

Men man kan også undre sig over, at de politiske partier ikke tvang sig selv til at blive enige om et så livsvigtigt spørgsmål. Her må regering og opposition dele ansvaret. Men specielt de politikere, der havde ansvaret for centralbank og banktilsyn, mens skaden skete, må have vanskeligt ved at forklare sig.

Og islandske politikere – som burde vide bedre – bidrager til den udbredte opfattelse i befolkningen af, at man ikke skylder nogen noget i udlandet. Den udbredte holdning er, at det hele skyldes nogle vilde forretningsfolk, hvis handlinger den almindelige islænding ikke skal tage ansvar for.

Det er en uholdbar opfattelse. Hvis ikke islændingene skal dække tabet, hvem skal så? Skal skatteyderne i England og Holland?

Hvis ikke de islandske politikere nu sætter sig sammen og finder en løsning på sagen, som genskaber tilliden til Island, kan det blive en meget kostbar affære for det islandske samfund.

Island er afhængig af omverdenen – man skal handle med andre lande, og kunne låne penge ude i verden. Men så skal andre også kunne stole på, at Island er et retssamfund.
Island har brug for hjælp, og de andre nordiske lande står parate med milliardlån til at bringe Island gennem de kommende vanskelige år.

Men hvordan skal man kunne hjælpe et land, der på den måde sætter sig selv udenfor Verden?

En af mine islandske venner sagde engang, da vi kørte forbi de store drivhuse, der er opvarmet af varme kilder fra undergrunden: - Her dyrker vi bananer, så du kan godt kalde Island for en bananrepublik.

Det grinede jeg af dengang. Jeg kunne naturligvis ikke drømme om at kalde verdens ældste demokrati, med stolte og stærke mennesker, for en bananrepublik. Men de sidste dages hændelser har bragt mig i tvivl.

Nafnlaus sagði...

Já, þetta ótrúlegt. Má segja að Sigmundur Davíð og félagar séu búnir að hafa þá sem skrifuðu undir undirskriftasöfnunina að fíflum.

Nafnlaus sagði...

Þessi grein Guðmundar segir það sem segja þarf.

Nafnlaus sagði...

Jú Guðmundur það er langt síðan það var komið meira en nóg!
GP

Nafnlaus sagði...

Það var sennilega ekki ætlunin hjá stjórnarandstöðunni að styrkja stjórnina í sessi,ljúka icesave með sómasamlegum hætti og verða þess valdandi að ísland gengur fyrr í ESB en efni stóðu til.En svona virkar bjúgverpill.Ríkisstjórnin klárar þetta allt án hjálpar stjórnarandstöðu.

Nafnlaus sagði...

Maður spyr sig vissulega...