Það gætir mikillar óþreyju um að atvinnuleysi minnki og lögð verði áhersla á flýta fyrir uppbyggingu álvers í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík. En það virðist vera að renna upp fyrir stjórnmálamönnum að ef farið yrði í öll þau álver og stækkanir sem rætt var um fyrir nokkrum misserum, auk gagnavera, og annarra verksmiðja muni það taka til sín umtalsverðan hluta af þeirri orku sem hagkvæmt er að virkja í dag og ganga nærri þeirri línu sem náttúruverndarmenn geti sætt sig við. Einnig hefur verið bent á að önnur ofsaþensla geti laskað hagkerfið til langframa.
Vaxandi hópur hefur bent á hversu mörg störf hátækni- og sprotafyrirtækin hafi skapað. Ég hef t.d. margoft bent á að öll fjölgun starfa í rafiðnaði á undanförnum tveim áratugum hafa verið á því sviði. Í byggingariðnaði. landbúnaði, fiskvinnslu og í orkuframleiðslu og dreifingu hefur engin fjölgun átt sér stað undanfarna tvo áratugi, á meðan 4.000 rafðnaðarmenn hafi farið til nýrra starfa í hátækni og sprotaiðnaði.
Stuðningur við hátækni- og sprotafyrirtæki hefur einhverra hluta vegna aldrei náð sama flugi að t.d. stóriðjuumræða. Sjálfbær þróun er lykilhugtak sem við hljótum að byggja á, eina raunverulega leiðin út úr efnahagssamdrætti er aukin verðmætasköpun. Þróa þarf atvinnulífið á Íslandi heildstætt. Við höfum tvo valkosti. Halda áfram á sömu braut náttúrunýtingar með tilheyrandi sveiflum og togstreitu, hinn er að huga að hátækni og sprotunum. Sjálfbær þróun tekur líka mið af félagslegu réttlæti og jöfnuði - auka heimamenningu með áherslur á gildi hvers samfélags fyrir sig sem og atvinnutækifæri.
Tvö stærstu skrefin í atvinnusögu Íslendinga hafa verið á sviði sjávarútvegs og orkunýtingar. Reyndar á sviði netbólunnar í lok síðustu aldar og svo fjármálavafsturs það sem af er þessarar aldar, sem nú er horfið með skelfilegum afleiðingum. Á meðan uppsveiflan í fjármálakerfinu og ofurgengi íslensku krónunnar voru alls ráðandi átti vöxtur og þróun útflutnings hátæknifyrirtækja erfitt uppdráttar og stærri fyrirtækin tóku út vöxt sinn erlendis.
En undanfarið hafa margir sest niður og einbeitt sér með prýðilegum árangri við sköpun og uppbyggingu nýrra sprota og mörg fyrirtæki eru að taka góðan kipp og vaxa hratt, sérstaklega eftir að fjármálakreppan skall á, enda margt sem hefur lagast í starfsskilyrðum þessara fyrirtækja í kreppunni. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sæju fyrir sér bjarta framtíð ef starfsskilyrðin yrðu viðundandi, en það hefur skort stuðning.
Danir hafa náð mjög góðum árangri í þessum efnum og margt sem við gætum lært af þeim. Það ætti að huga að því hvort ekki mætti setja á stofn teymi sérfræðinga sem gæti farið inn í fyrirtæki og hjálpað þeim við t.d að velja út vörur sem henta til útflutnings, hjálpa til við skipulag á markaðssetningu ofl.
Fjöldi þeirra sprota sem hafa komið fram undanfarið eiga fullt erindi með sína framleiðslu hvert sem er. Það er einnig alveg augljóst að við þurfum á þessum útflutningstekjum að halda ef við ætlum að halda því velferðarstigi sem við viljum búa við. Íslensk fyrirtæki haf aþurft að glíma við svo miklar sveiflur í sínum rekstri að þau eru undirseld þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt að bíða eftir næstu innspýtingu sem hafa verið mannaflsfrekar framkvæmdir.
Ef ekki verður staðið rétt að næstu "uppsveifla", má búast við hún gæti orðið styttri en oft áður og timburmennirnir enn harkalegri. Sumt af því sem stjórnmálamenn ræða um lítur út eins og "síðasti smókurinn" áður en við hættum alveg. Er okkar björg fólgin í því að verða með svo skert mannorð að við fáum ekki lán erlendis frá og hafa ekki efni á að kaupa næsta pakka?
12 ummæli:
Stefán Benediktsson
Hvort það er. Samtök atvinnurekenda hafa aldrei verið hrifin af "smátt er fagurt" hugsuninni eða "margt smátt gerir eitt stórt". Við höfum misst af ótal strætóum en vinstri stjórn á etv meiri möguleika en hægri stjórn vegna þess að þeir eru ekki skuldbundnir hagsmunagæslumenn atvinnurekenda eins og D&B. Látum oss vona!
Svo er auðvitað spurningin sem gleymdist að spyrja fyrir austan og á landsvísu fyrir síðustu vitleysu, og gerir það að verkum að starfsmannaskipti í álverinu þar eru endalaus og hin margumræddu "afleiddu störf" hverfandi og allar nýbyggðu blokkirnar þessvegna tómar:
Hver pant vinna í álveri? Réttupphönd!
Ég held að við séum komin með meira en nóg af störfum í stóriðju fyrir miklu fleiri en hafa áhuga á að vinna þar.
Orð í tíma töluð, en því miður hefur hluti af verkalýðsforustunni ekki komist út úr stóriðju umræðunni.
Reynir
Sjálfbær þróun krefst einnig takmarkaðs haghaxatar. Endalaus hagvöxtur er ógerlegur.
Ingi
Flott grein
Halla
Valkostirnir eru ekki orkunýting EÐA hátækni/sprotar.
Valkosturinn er orkunýting OG hátækni/sprotar.
Við þurfum að beyta okkur á öllum sviðum til að auka þjóðarfarmleiðsluna. Auka hana í raun en ekki með bólumyndun.
Hófleg orkunýting má ekki verða að heilagri kú.
Ég hef sagt hér á þessari síðu að menn ættu að láta duga hvað varðar álið að klára þá stækkun sem byrjuð er í Straumsvík og klára 200 þús. í Helguvík sem búið er að afgreiða og láta þar við sitja.
Snúa sér svo að öðrum hlutum, en byrja strax á öflugri styrkingu við sprotana
Sammála Magga W.
við verðum að hafa í huga að framtíðin liggur í sprotum OG stóriðju. Við verðum að átta okkur á því að margir sprotamenn hafa náð sinni þekkingu í gegn um eða með hjálp stóriðju. Rafiðnaðurinn tók t.d. stakkaskiptum með tilkomu Straumsvíkur, og ég leyfi mér að fullyrða að tækniþekking hér á landi hefur tekið miklum framförum með hjálp Century og Alcoa.
Málmiðnaðarmenn hafa sömu sögu að segja.
Mikið væri gaman að sjá sprotafyrirtæki sem myndi t.d. fullvinna eitthvað af afurðum stóriðjunnar !
kv,
Gunnar G
Þó mörg heimili hér í Húnaþingi vestra séu skuldsett vegna stofnbréfa, þá dregur það ekki máttinn úr okkur nema síður sé. Handverksfólk er að sækja mjög í sig veðrið þessa síðustu mánuði og hefur til þess fenguð hvatningu og stuðning (ekki peninga) frá mörgum aðilun sem styðja við frumkvöðla og nýsköpun. Nú er í vinnslu verkefni sem stýrt er af Textílsetri Íslands á Blönduósi, þar sem verið er að þróa/finna munstur sem tengist Norðurlandi vestra og prjónafólk getur notað í all kyns vörur. Með þessu vinnst að prjónafólk fær ákveðna viðurkenningu, að það fer vonandi að vinna enn meira saman og vörulína getur orðið til sem margir geta tekið þátt í að vinna að. Er að fara á námskeið á Sunnudaginn á vegum þessa verkefnis, síðan verður annað í apríl. Þetta verkefni er afskaplega spennandi og vekur áhuga.
Þó mörg heimili hér í Húnaþingi vestra séu skuldsett vegna stofnbréfa, þá dregur það ekki máttinn úr okkur nema síður sé. Handverksfólk er að sækja mjög í sig veðrið þessa síðustu mánuði og hefur til þess fenguð hvatningu og stuðning (ekki peninga) frá mörgum aðilun sem styðja við frumkvöðla og nýsköpun. Nú er í vinnslu verkefni sem stýrt er af Textílsetri Íslands á Blönduósi, þar sem verið er að þróa/finna munstur sem tengist Norðurlandi vestra og prjónafólk getur notað í all kyns vörur. Með þessu vinnst að prjónafólk fær ákveðna viðurkenningu, að það fer vonandi að vinna enn meira saman og vörulína getur orðið til sem margir geta tekið þátt í að vinna að. Er að fara á námskeið á Sunnudaginn á vegum þessa verkefnis, síðan verður annað í apríl. Þetta verkefni er afskaplega spennandi og vekur áhuga.
Þó mörg heimili hér í Húnaþingi vestra séu skuldsett vegna stofnbréfa, þá dregur það ekki máttinn úr okkur nema síður sé. Handverksfólk er að sækja mjög í sig veðrið þessa síðustu mánuði og hefur til þess fenguð hvatningu og stuðning (ekki peninga) frá mörgum aðilun sem styðja við frumkvöðla og nýsköpun. Nú er í vinnslu verkefni sem stýrt er af Textílsetri Íslands á Blönduósi, þar sem verið er að þróa/finna munstur sem tengist Norðurlandi vestra og prjónafólk getur notað í all kyns vörur. Með þessu vinnst að prjónafólk fær ákveðna viðurkenningu, að það fer vonandi að vinna enn meira saman og vörulína getur orðið til sem margir geta tekið þátt í að vinna að. Er að fara á námskeið á Sunnudaginn á vegum þessa verkefnis, síðan verður annað í apríl. Þetta verkefni er afskaplega spennandi og vekur áhuga.
Hólmfríður Bjarnadóttir
Þú mátt ekki gleyma að stóriðjan hefur verið algerlega sjálfbær á Íslandi. Landsvirkjun fjármagnar sig sjálf og önnur uppbygging greidd af útlendingum.
Hinsvegar hefur "annað" hlutið tugi milljarða í styrki í gegnum árin í gegnum Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóð, Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og alls konar sjóði og styrkjakerfi sem ég kann ekki að nefna.
Staðreyndin er að stóriðjan fær ekkert..."annað" fær helling.
Skrifa ummæli