miðvikudagur, 10. mars 2010

Krónan óvinur launamanna

Allt frá Hruni hefur margoft komið að Ísland búi ekki einungis við bankakreppu eins svo mörg önnur lönd, hin alvarlega staða okkar sé fólgin í gjaldeyriskreppu. Aðalógn atvinnulífsins er fólgin í því hversu lág laun eru orðin hér miðað við nágrannalönd, og það virðist stefna í að þau muni ekki leiðréttast fyrr en eftir töluverðan tíma. Þetta mun leiða til mun meiri atgerfisflótta. Inn á þetta hef ég alloft komið í pistlum þessarar síðu.

Stjórnmálamenn hafa í gegnum áratugina margítrekað eyðilagt ávinning sem launamenn hafa náð í gegnum mikla kjarabaráttu með einu pennastriki í því að lækka gengi krónunnar. Krónan er í raun mesti óvinur íslenskra launamanna í baráttu þeirra við að ná upp sambærilegum kaupmætti og er í nágrannalöndum okkar og gegn því að Ísland sé láglaunasvæði.

Íslenskt hagkerfið hefur tengst stærri hagkerfum vegna aukinna umsvifa atvinnulífsins. Örmynt eins og krónan veldur miklum óstöðugleika, sem kallar á að vextir séu um 3,5% hærri en ella. Það krónan veldur einnig hærra verðlagi, verðtryggingu og minni kaupmætti.

Einangrunarsinnar hafa margoft varið krónuna með því að þá sé ekki hægt að grípa til gengisfellinga í kjölfar óskynsamlegra kjarasamninga stéttarfélaganna. (Leiðrétt blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga stéttarfélaganna, eins og Hannes Hólmsteinn og margir þingmenn Sjálfstæðismanna hafa margoft sagt). Þetta gengur reyndar þvert á það sem þessir hinir sömu stjórnmálamenn halda fram, að aðilar vinnumarkaðsins eigi að semja sjálfir um laun og kjör án þess að vera trufla ríkisvaldið.

Oft er gripið til klisjunnar um að það sé verkalýðsfélögum til skammar hversu lág laun séu í landinu. Einkennilegt er að hlusta svo á þá hina sömu vilja viðhalda ónýtri krónu til þess eins að viðhalda völdum sínum svo þeir geti gripið inn í gerða kjarasamninga og haldið launum hér á landi niðri.

Þessa dagana æpir á okkur að á meðan kaupmáttur launamanna hrynur vegna lágs gengis krónunnar, þá mokar sá atvinnuvegur til sín ofboðslegum hagnaði, sem hefur sig hvað harðast frammi í viðhaldi einangrunar með góðum stuðningi stjórnmálamanna sem kynna sig sem málsvara frelsis og jöfnuðar.

Það er óskiljanlegt hvernig a.m.k. sumir forsvarsmenn VG verja þessa sérhagsmuni með kjafti og klóm, og eru með því að gera aðför að hagsmunum launamanna og leggja drög að því að hér verði láglaunasvæði til langframa.

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður pistill Guðmundur. Ég held að það sé venjulegu launafólki og minni atvinnustarfsemi hulin ráðgáta hvernig gengissveiflur krónnnar séu að bjarga nokkrum hlut. Allur iðnaður (annar en fiskiðnaður) í landinu kaupir hráefni erlendis frá. Allt hefur tvöfaldast í verði sem leiðir beint til minnkandi framleiðslu og sölu á innanlandsmarkaði, sem aftur leiðir til uppsagna og minnkandi umsvifa. Ég leyfi mér að halda fram að fleiri fyrirtæki séu háðir umsvifum innanlands, þannig að krónan er örugglega að skaða meira en flestir gera sér grein fyrir.

Nafnlaus sagði...

Er Evran eitthvað betri?

Þið fóstbræður, þú og Gylf Arnbjörnsson, prédikið þetta fyrir hönd umbjóðanda ykkar, Samfylkingarinnar.

Samvkæmt ykkar lífsheimi, þá er Evran undarsamlegt efnahagslegt töframeðal sem læknar sjálfkrafa öll efnahagsleg mein.

En þetta er bara ekki svona.

Við verðum t.d. ekkert betur stödd með Evru ef henni verður skipt inn á fyrir krónuna á núverandi gengi.

Til að launamenn og reyndar þjóðfélagið allt eigi að hafa efnahagslegan ábata af Evru, þarf að skipta henni inn á á genginu 90 ISK/Eur.

Og af hverju er aldrei talað um ókosti Evrunnar? Þeir eru nefnilega margvíslegir.
Halda menn virkilega að það sé hreinn ávinnngur að vera með Evru?

Evran er t.d ekki sveigjanlegur gjaldmiðill.
Það þýðir að í efnahagslegri niðursveiflu verður vinnumarkaðurinn efnahagslegt sveiflujöfnunartæki. Það þýðir með öðrum orðum að segja verður upp fólki reglulega þegar efnahagslægðir ganga yfir.

Eruð þið fóstbræður búnir að útskýra þetta fyrir undirsátum ykkar í verkalýðshreyfingunni?

Nafnlaus sagði...

Sammála því sem þú hefur skrifað um krónuna hversu óhæfur gjaldmiðill hún sé.

Aftur á móti er ég ekki eins hissa á skoðunum Steingríms og fleiri úr hans flokki um krónuna.

Var samflokksmaður hans um langt skeið í AB og hef ávallt litið til hans sem íhaldsmanns á mörgum sviðum þó margt sé gott um hann.

Reyndar finnst mér VG að mestu leyti vera flokkur íhaldsemi, fordóma og stöðnunar. Róttækni er ekki í hávegum höfð á þeim bæ.

Ögmundur er fremstur í flokki afturhaldsmanna þar.

Sverrir

Hólmfríður Bjarnadóttir sagði...

Krónan hefur verið óvinur launamanna í áratugi, þó steininn hafi tekið úr nú eftir hrun og hún sé orðinn sannkallaður myllusteinn um háls þeirra. Það er auðvitað með ólíkindum að VG fólk skuli styðja þennan mikla skaðvald.

Guðmundur sagði...

Mikið óskaplega leiðist mér að menn skuli ekki geta sett fram skoðanir sínar öðruvísi en að byrja sífellt að gera viðmælanda sínum upp skoðanir, tala niður til hans og skjóta þessar uppspunnu skoðanir niður.
Hér er ég að tala um aths. #2. Mínar skoðanir eru settar fram í pistlinum, en ekki í aths. #2

Nafnlaus sagði...

Kemur kannski að því að við sjáum kröfugerð frá verkalýðsfélagi í evrum?
Eiríkur Hjálmarsson

Guðmundur sagði...

Í nokkrum kjarasamninga RSÍ eru ákvæði um greiðslur launa í erlendri mynt og þegar eru allnokkrir félagsmenn á launum í Evrum.

Má þar nefna sérstaklega hátæknifyritækin sem alfarið eru rekinn og gerð í Evrum. Þar má t.d. nefna CCP og Marel, þau segja að ef það sé ekki gert væru þau þegar flutt til annarra landa.

Og reyndar bent á að þau fengju ekki viðunandi bankafyrigreiðslur og endurfjármögnum öðruvísi.

Reyndar hafa komið fram kröfur um að þau flytji höfuðstöðvar sínar frá Íslandi breyti Ísland ekki um stefnu í peningamálum.

Þetta hefur margoft komið fram í fréttum og reyndar pistlum hér á síðunni. Enda eru rafiðnaðrmenn þeir launamanna sem hafa verið einna ákveðnastir í ályktunum um ESB og Evru.

Nafnlaus sagði...

Vel mælt Guðmundur

Kristinn Örn

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr Guðmundur

G. Pétur

Nafnlaus sagði...

Verri óvinur er ESB. Veljum óvini okkar af kostgæfni.
Kveðja
And-ESB-sinni

Nafnlaus sagði...

Já, það væri nú betra að hafa evruna og svona ca 20% atvinnuleysi eins og á Spáni. Eða þjóðargjaldþrot eins og í Grikklandi (því ESB virðist ekki hjálpa löndum innan ESB sem þurfa á hjálp að halda, ef þau heita ekki Þýskaland). Nú eða högg eins og á Írlandi eða í Eistlandi.

Já, við værum sko í miklu betri stöðu ef við hefðum haft evruna, hér drypi smjör af hverju strái eins og í ofangreindum löndum.

Hvenær ætla ESB klappstýrur eins og þú að fatta að gjaldmiðillinn er ekki vandamálið, það eru haghreyfingarnar sem eru undirliggjandi sem eru vandamálið. Ef við lögum ekki þau vandamál, þá skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil við höfum.

Nafnlaus sagði...

Óvinur launamanna er léleg efnhagssjórnun. Krónan féll vegna lélegrar stjórnunar í efnahagsmálum. Hvernig hefðu efnahagsmál okkar verið ef við hefðum haft evru ? Það væri þörf á því ef til dæmis ASÍ tæki saman kosti og galla þess að hafa evru og sama með krónuna. Það er full mikil einföldun að segja að lauanlækkarnir hér á landi séu krónuni að kenna. Varla kenna Grikkir krónuni um lækkun launa og bóta. Vona að Guðmundur komi því til leiðar að hagdeild ASÍ eða aðrir hjá ASÍ komi með hlutlausa úttekt á þessum málum. Það hefur verið sagt að staða gjaldmiðla segi um stöðu efnahagsmála. Maður sem er með hita batnar ekkert þó hann hætti að nota celcius og noti Fahrenheitmæli. Launa lækkanir hér á landi getum við að sumuleyti kennt okkur sjálf um. Er ekki fólk að fagna því að laun æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja voru lækkuð? Nú það skilar sér bara í því að laun verði lækkuð niður allan stigan og þeir sem eru með einhverjar yfirborganir missa þær. Varla heldur fólk að til dæmis Hörður hjá Landsvirkjun muni sætta sig við það að rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn hafi helming af hans launum, nei hann mun sjá til þess að þeir lækki. Svona hugsanir munu bara ýta fólki úr landi og eru þegar byrjaðar að gera það. Þeir sem hafa flutt á brott eru að meirihluta mentað fólk, þeir sem eru með grunnskólapróf og varla það eru eftir. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Góður pistill.
Ég er algerlega sammála þér um að íslenska krónan er og hefur um áratugi verið Íslandi miklu meiri skaðvaldur en styrkur, og gildir einu hvort um ræðir fyrirtæki, launafólk eða almenning almennt eða opinbera aðila. Einnig er ég sammála um að innganga og þátttaka í starfi innan ESB á réttum forsendum sé mikilvægasti samstarfvettvangur og samskiptaleið Íslands við umheiminn á komandi árum, sem Evrópuþjóð meðal Evrópuþjóða. Það er áhugavert að þú og Gylfi Arnbjörnsson eruð nokkuð á sömu línu.
En ég er einnig sammála þeirri gagnrýni sem fram hefur komið (líka í svörum við þinni færslu) að engar stærri rannsóknir hafa farið fram á gagnsemi eða skaða íslensku krónunnar sem sjálfsæðrar myntar og lögeyris okkar. Geir Haarde lofaði slíkri úttekt á meðan hann var forsætisráðherra undir stjórn seðlabankans en það lognaðist útaf eins og sumt annað. Það væri t.d. eðlilegt að ASÍ, Rafiðnaðarsambandið og fleiri launæegasamtök gerðu nokkuð ítarlega úttekt á þeirri gjaldmiðils- og peningastefnu sem rekin hefur verið undanfarin ár og áratugi og hvort hún sé umbjóðendum þeirrabesti kostur til framtíðar. Það er einnig bráðnauðsynlegt að aðrir hagsmunaaðilar geri slíkt hið sama. Ekki væri síst fengur af óháðri úttekt seðlabankans (að því marki sem hún getur verið óháð) á gjaldmiðils- og peningastefnunni, og kannski ekki síst hvernig seðlabankinn telji mögulegt að halda stöðugu verðlagi, lágri verðbólgu, lágum nafn- og raunvöxtum í líkingu við það sem gerist í nágrannalöndum okkar með íslenskri krónu. Þessari spurningu er einfaldlega ósvarað þrátt fyrir að oft hafi verið spurt.
En innlegg verkalýðshreyfingarinnar viktar afar þungt í þessari umræðu og því yrði fengur af sérstakri og ítarlegri úttekt, ekki síst með hliðsjón af helstu gagnrýni (t.d. hugsanlegum áhrifum Evru á atvinnuleysi við slaka í hagkerfinu, osfr). Þessi vinna myndi örugglega skila sér í skynsamlegri og rökrænni umræðu um gjaldmiðils- og peningamál þjóðarinnar en verið hefur.
Jóhann Magnússon

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill hjá þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Guðmundur:
Þú ættir nú að geta svarað málefnalega þó menn bendi á þær hliðar mála sem þér þóknast ekki.

Mínar athugasemdir voru bara málefnalegar en ekki neitt skítkast.

Þú mátt búast við því í framtíðinni að fá svona athugasemdir frá félagsmönnum í framtíðinni og því verður þú að vera viðbúinn að svara þeim án þess að fara í einhverjar vörn í einhverri skotgröf.

Það er merkilegt með ESB-sinna og Samfylkingarfólk, að ef því er bent á aðrar hliðar málanna en þeim þóknast, þá fara þeir bara í fýlu og móðgast og verði vondir, og segja að fólk sé með skítkast.
Því geta menn ekki tekuð þessu eins og menn og svarað málefnalega?

Og getur þú svarað mér; er hægt að ætlast til þess að við tökum upp Evru si-svona á því gengi sem hún er í dag?

Meðllaun í Evru-löndunum eru um 3.500 Eur á mánuði.

Meðallaun á Íslandi eru ca. 350.000þús. á mánuði (allir launamenn).
Þetta eru um 2000 Eur á mánuði miðað við núverandi gengi krónu.

Hvernig er hægt að ætlast til þess að launafólk hér á landi vilji skipti yfir í Evrur á þessu gengi og fá þá einungus um 2000 Eur í laun á mánuði á meðan að meðaltali er um 3.500 Eur á mánuði í Evrulöndunum?

Hvernig ætlið þið Gylfi að útskýra það fyrir launafólki að þetta sé því fyrir bestu?

Ef þið félagar þú og Gylfi Arnbjörns getið ekki svarað þessu málefnalega, þá eruð þið félagar í mjög, mjög, mjög slæmum málum og þá verða dagar ykkar sem formenn/forsetar brátt taldir.

Kveðja:

Athugasemd # 2 hér að ofan

Guðmundur sagði...

Sæll #2

Málefnaleg svör eru í pistlinum og þeim pistli sem ég skrifaði í gærkvöldi og setti inn í morgun

Það er einkennilegt að geta ekki fjallað um mál án þess að þurfa að setja menn inn í einhvern stjórnmálaflok og tengja saman einhverja einstaklinga og taka svo til við að setja fram einhverjar samsærispælingar út frá því.

Hvaðan hefur t.d. vitneskju um hvort og þá hvaða stjórnmálaflokk ég er í. Eini stjórnmálaflokkurinn sem ég hef starfað fyrir er Sjálfstæðisflokkurinn, ég var borgarfulltrúi fyrir hann eitt kjörtímabil.

Þú gefur þér að við Gylfi séum eitt og það sama. Við Gylfi höfum hvor sína skoðun stundum fara þær saman og stundum ekki, en við ræðum það á málefnalegum grunni.

Það er félagsmenn RSÍ sem ákveða hverjir séu formenn sambandsins, ekki eihverjir aðrir. Ég hef hingað til haft fullan stuðning og þarf vitanlega að standa fyrir mínu á ársfundum.

En það sem ég set hér fram á þessari síðu eru mínar persónulegar skoðanir og félagsmenn RSÍ eru það þroskaðir að hafa fullan skilning á því að einstaklingar megi hafa skoðanir.

Sameiginlegar skoðanir félagsmanna RSÍ eru birtar á heimasíðu sambandsins rafis.is

Sama á við um Gylfa og ASÍ

Þetta hélt að allir vissu

Annars hafðu það sem allra best #2

Góðar kv GG