föstudagur, 5. mars 2010

Jóhanna á að skila inn umboði sínu

Ég er þeirrar skoðunnar og heyri það mjög víða í því umhverfi sem ég starfa í, að sama hver niðurstaða kosningarinnar á morgun, þá eigi Jóhanna að mæta kl. 10.00 á sunnudagsmorgun á Bessastaði og skila inn umboði sínu.

Ákvörðun forsetans gerði stöðu Jóhönnu erfiða, vonlausa. Hún er búinn að reyna til þrautar allt sem henni var mögulegt að reyna. Tek það fram að ég er stuðningsmaður Jóhönnu og ber mikla virðingu fyrir því starfi sem hún hefur unnið, en það er einfaldlega búið að gera henni ókleift að starfa áfram.

Stjórnarandstaðan með hjálp Ögmundarbrotsins hafa völdin og setja ríkisstjórnina í þá stöðu að koma ekki málum í gegn. Í raun er ekkert við það að athuga, þannig virkar lýðræðið. Jóhanna á því að segja við forsetann ap ekkert bendir til annars en að rifrildið haldi áfram. Það muni skaða þjóðina enn meir og nú verður að reyna aðrar leiðir. Stjórnmálamenn hafa fullkomlega brugðist hlutverki sínu, en hafna að axla ábyrgð. Þannig að þjóðstjórn kemur alls ekki til greina.

Við blasa mun erfiðari verkefni en Icesave deilan og það er útilokað að ríkisstjórn með Ögmund og hans fylgifólk ráði við þau verkefni. Stjórnarandstaðan með hjálp Ögmundarbrotsins heldur því fram að hægt sé að hefja uppbyggingu án þess að byggja grunninn fyrst og fá undurstöðurnar í lag. Enginn byggir hús með því lagi. Það er ekki heil brú í þeim málflutning sem ástundaður hefur verið á Alþingi.

Þessar deilur ganga ekki lengur. Niðurstaða kosningarinnar, hver sem hún verður, mun engu breyta.

Forsetinn verður að klára þá vegferð sem hann lagði í. Eina leiðin virðist vera sú að forsetinn skipi starfstjórn til þess að taka við og hún starfi a.m.k. fram á haust, þá taki við að loknum kosningum ný ríkisstjórn við.

22 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Getuleysi Jóhönnu tengist ekki Ögmundi.

Jóhanna hefur mokað sína eigin holu.

Nafnlaus sagði...

Þú ættir að taka Lady GAGA til fyrirmyndar og hætta sem formaður Rafiðnaðarsambandsins, nú er mál að linni.

Nafnlaus sagði...

Stjórnarandstaðan (sú sem er í VG meðtalin) vill nota kosningarnar á morgun til að fella ríksstjórnina. Það er því miður etv. nauðsynlegt því VG er ekki "stjórntækur" flokkur með flokksmenn bæði fylgjandi stjórninni og aðra sem dásamaðir eru í Mogganum dag hvern fyrir hlut þeirra í stjórnarandstöðunni. Ögmundur gæti líklega að kosningum loknum myndað stjórn með Bjarna og Sigmundi.
Verði kosið í vor þá: Bless Birgitta, Þór Saari og co. Stutt dvöl á alþingi en vonandi lærdómsrík!

Nafnlaus sagði...

Kosningar er nú það sem flokkarnir vilja ekki og hafa ekki efni á. Ef við tökum fjármál Sjálfstæðisflokksins þá skulda þeir enn FL Group peninga þannig að á þeim bæ er nóg að hafa bæjarstjórnarkosningar. Auðvitað á að skipa utanþingsstjórn og ef þessir 63 geta ekki unnið einsog menn þá bara kosningar. Enn verið þið viss þá kemst íhaldið að aftur. Og öll mál verða svæfð. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Viltu semsagt þjóðstjórn?

Nafnlaus sagði...

Þó svo að ekki sé það óskastaða að leggja í enn einn kosningaleiðangurinn þá er þetta rétt hjá þér! Eins og skáldið sagði;: "...eða var það feigðin sem kallar að mér".“

Nafnlaus sagði...

Það kom að því að rykið settist og í ljós kom umboðslaus ríkisstjórn - hún missti umboðið 5. jan.sl. Síðan þá hefur hún verið að reyna að breyta orðnum hlut. Ýmis rök hafa verið notuð, s.s. að leysa þurfi málið svo uppbygging fyrirtækjamma geti hafist. Allar fjármálastofnanir landsins hafa þegar ráðstafað því sem til er í þeim geira til "einkavina".

Ef við reynum að draga upp mynd af þessu þá lítur hún þannig út að fyrsta meirihlutaríkisstjórn félagshyggjuflokka á Íslandi hefur í 9 vikur veitt kapitalistunum skjól til að koma sér aftur fyrir í kerfi sem þeir voru búnir að tapa.

Bravó, bravó, allt fyrir stólana - völdin - og eftirlaunin
Hervar

Guðmundur sagði...

Þjóðstjórn vill ég sannarlega ekki, og ég sem hélt að það kæmi svo glöggt fram í pistlinum.


Annað; ég fatta ekki samspil þess að ég hafi áhuga á þjóðmálum og setji fram skoðanir þar um eins og margir aðrir og svo starfi mínu.

Rafiðnaðarsambandið er sannarlega eitt langöflugasta stéttarfélag landsins og gengur virkilega vel, með mikla fjölgun félagsmanna sem hefur fjórfaldast síðan ég tók við.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur. Takk fyrir mjög góða pistla undanfarna daga. Ég skrifaði eftirfarandi athugasemd hjá Andrési Jónssyni áðan.

"Ég er sammála Jóhönnu um að best sé að sitja heima og virði hana fyrir að fylgja bara eigin sannfæringu frekar en að fara eftir PR-ráðgjöf.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar skipta engu máli. Við vitum að svarið verður “nei”. Það þýðir að þjóðin vill ekki að lögin frá áramótum gildi. Sem aftur þýðir að semja þarf á ný við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera auðvelt þar sem mun betra tilboð frá þeim liggur á borðinu.

Það sem er erfitt í stöðunni er órólega deildin í VG. Hvað vill hún? Ef ekki er stjórnarsáttmáli í raun sem segir í grófum dráttum hvernig á að vinna, þá er engin stjórn. Landið getur ekki verið stjórnlaust. Því þarf að berja saman stjórnarsáttmála, eða efna til alþingiskosninga."

Kveðja
Jón Erlingur Jónsson

Nafnlaus sagði...

Guðmundur.

Hvaða aðra stjórn getur þú séð fyrir þér sem getur tekið á málum og þá aðallega orsökum og afleiðingum hrunsins?

Ég get ekki séð fyrir mér hrunflokkana Framsókn og Sjálfstæðisflokk við völd og eiga að taka til eftir sig óþverann eftir eigið fyllerí.

Garðar Garðarsson

Sigurbjörn Sveinsson sagði...

Þessi færsla er eins og töluð út úr mínu hjarta, þó ég setji fyrirvara um að Jóhanna eigi að segja strax af sér.

Annað er blákaldur veruleikinn.

gosi sagði...

Það vegna þess, að þú ert ekki yfirlýstur sjálstæðismaður, að þú getur leift þér að hafa sjálfstæða skoðun hvort sem þú kýst að starfa sem verkalýsforingi,leigubílstjóri eða sjómaður.
Því miður virðast mjög margir, engan vegin gera sér ljóst hve staðan er svakaleg. Niðurstaða kosninganna á morgun skiptir engu, skaðinn er orðin,og standa svo frammi fyrir stjórnarkreppu ofaní allt, er versta hugsanlega staða sem hægt er að hugsa sér.Eða er virkilega einhver svo blá/grænn að halda að bretar eða hollendingar setji icesave í einhverja flýtimeðferð úr þessu ????

Nafnlaus sagði...

Guðmundur.

Hvaða aðra stjórn getur þú séð fyrir þér sem getur tekið á málum og þá aðallega orsökum og afleiðingum hrunsins?

Ég get ekki séð fyrir mér hrunflokkana Framsókn og Sjálfstæðisflokk við völd og eiga að taka til eftir sig óþverann eftir eigið fyllerí.

Garðar Garðarsson

Nafnlaus sagði...

Það getur enginn mótmælt því með haldbærum rökum að VG er óstjórntækur. Það gengur ekki í stjórn frekar en í knattspyrnuliði, að allir spili fyrir liðið, ekki sjálfan sig, hvað þá mótherjan. Ögmundur er sjálfselskur sólóisti sem lætur eigin hag ganga framar öðrum. Hann er draumur sjórnarandstöðunnar. Bretar og Hollendingar ásamt forseta hafa afhent stjórnarandstöðunni völdin. Þeir sem halda að Sigmundir Davíð vilji samstöðu eða samning um Icesave á næstunni eru á kafi í skít. SD vill og hefur aðeins viljað eitt; sprengja stjórnarstarfið. Auðvitað á Jóhanna að hætta og láta SD og Co um þetta- hann og BBen hafa svörin við öllu, enda þeir flokkar sem fokkkuðu öllu upp hér. Þjóðin hefur gleymt því. - Björn Ólafs

Unknown sagði...

sammála þér Guðmundur. í öllum atriðum.

Guðmundur sagði...

Mig langar til þess að ítreka að ætlast er til að aths. snúist um innihald viðkomandi pistils.

Persónulegar svívirðingar eða fullyrðingar sem virðast vera til þess eins að drepa umræðunni á dreif er ekki hleypt í gegn.

T.d. hafa fullyrðngar um greind eða greindarskort þeirra sem ekki eru sjálfstæðismenn ekkert með þetta mál að gera.

Einnig ef menn vilja fá að vita um stefnu og kjarasamninga RSÍ þá verður því gjarnan og góðfúslega svarað ef það er sent til RSÍ

rsi@rafis.is

eða

gudmund@rafis.is

einar hjörleifsson sagði...

hurðu, efnislega algjörlega sammála.
einar

Guðmundur Franklín Jónsson sagði...

Sammála þér, þau skötuhjú hafa fengið alla möguleika til þess að hjálpa þjóðinni, en því miður eru þau ekki beint búin að vera að því. Kannski eru þau búin að vera of lengi í þessu. Nýjir sópar sópa best. mb.kv. Guðmundur Franklín Jónsson

Nafnlaus sagði...

Þó svo að ekki sé það óskastaða að leggja í enn einn kosningaleiðangurinn þá er þetta rétt hjá þér! Eins og skáldið sagði;: "...eða var það feigðin sem kallar að mér.
Gísli

Nafnlaus sagði...

Sammála þér Guðmundur. Ég held þó ekki að það sé stólaástin sem haldið hefur Jóhönnu og Steingrími, heldur það mat að það sé ábyrgðarlaust að víkjast undan ábyrgð, þrátt fyrir þá pólitísku áhættu sem það hefur í för með sér. Ábyrgð en ekki pólitísk skynsemi.
Böðvar

Nafnlaus sagði...

Æ æ, kom ég við kauninn á þér.
Greyið litla.

Hörður Tómasson.

Guðmundur sagði...

Verð að viðurkenna Hörður ég átta mig ekki á innleggi þínu, og þaðan af síður að það snerti það sem til umfjöllunar er, hvort Jóhanna skili inn umboði sínu.
Bestu kv. GG