fimmtudagur, 11. mars 2010

Krónan hin stóri skaðvaldur

Staða krónunnar er allt of lág. Með því að láta krónuna vera svona lága er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Núverandi upplýsingar benda til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um 4.200 ma.kr. eða um 280% af VLF. Á þennan mælikvarða er hrunið á Íslandi fimm sinnum stærra en næststærsta hrun allra tíma (Indónesía, 1998).

Þeir aðilar sem halda því fram að það sé fínt að láta gengið falla til að vinna sig út úr vandanum eru einungis að horfa á rekstrareikning þjóðarinnar, ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra), en ekki er horft á afleiðingar þess á efnahagsreikning þjóðarinnar, og skuldir hækka um tæpa gríðarlega.Sveigjanleikinn sem fylgir því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil - og nýtist svo vel þegar allt er komið í óefni - er dýru verði keyptur.

Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vext. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Lántökukostnaður í krónum var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tímabili. Margir hafa réttilega bent á að vuið séum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna. Ef við ætlum að losna við verðtrygginguna, verðum við að byrja á því að losa okkur við krónuna.

Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinningur, sem kemur fram á rekstrarhlið fárra. Því til viðbótar er það ekki heldur ávinningur fyrir öll venjuleg fyrirtæki m.a. í útflutningi - að hafa svona lágt gengi þó ávinningurinn sé einhver á rekstrarhlið. Gengisfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukning erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda.

Gengisfallið er því ekki að hjálpa neinum - nema kannski skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa, og yfir standa stórkostlegustu eignatilfærslur Íslandssögunar. Í þessu sambandi skal haft í huga, að svona mikið gengisfall er ekki til komið af eðlilegum viðskipta- og efnahagsástæðum. Þar er um að kenna kerfishruni krónunnar og allri umgjörð hennar.

Endurreisn á gengi verður því viðkomið með hefðbundnum aðferðum, þær eru ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Þessu veldur breytt í umgjörð krónunnar; hrunið bankakerfi, traust á fjármálamörkuðum, lánshæfnismat Íslands með lokuðum aðgang að erl. bankakerfi og getuleysi Seðlabankans okkar sem lánveitanda til þrautavara, o.fl. o.fl.- sem gerir það að verkum að ekki er hægt að ná genginu til baka með hefðbundnum aðferðum. Þær gagnast ekki nema að takmörkuðu leiti.

Kerfisáhætta krónunnar jókst við fall bankanna. Samningar við ESB og aðstoð Seðlabanka Evrópu er okkur lífnauðsyn, eins og ég hef komið nokkrum sinnum að, með fastgengi þar til evra verður tekin upp eins fljótt og mögulegt er - í samstafi við Seðlabanka Evrópu - byggt á langtíma jafnvægisgegni (gengisvísitölu 135 -140).

Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York er með áhugaverða grein um krónuna í Fréttablaðinu í dag og segir m.a. : „Sjálfstæð peningamálastjórn okkar Íslendinga veldur því að krónan lækkar í verði þegar kreppir að. Þetta hjálpar íslenskri framleiðslu þegar allt er í rugli. En þessi hegðun krónunnar gerir það einnig að verkum að krónueignir eru sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta.

Með öðrum orðum, sveigjanleiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að meðaltali.

Lykilspurningin þegar kemur að því að velja á milli þess að halda krónunni til frambúðar eða að taka í staðinn upp aðra mynt er því: Er möguleikinn á því að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár?

Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni. En þá mættum við heldur ekki lengur koma okkur í ógöngur með reglulegu millibili því gengisfelling yrði ekki lengur möguleiki í stöðunni.“

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka þér þessa grein Guðmundur. Þessa grein ætti að ramma inn og hafa hana í öndvegi á stjórnarheimilinu.

Forsvarsmenn ríkistjórnarinnar ættu að lesa hana upphátt að morgni hvers vinnudags á næstunni.

Sverrir

Nafnlaus sagði...

Frábær greining hjá þér Guðmundur, þú hittir þarna naglann á höfuðið.

Stjórnmálaarmar LÍÚ og Bændasamtakanna hafa haldið þjóðinni nógu lengi í efnahagslegri gíslingu.

Þræll #83

Nafnlaus sagði...

"Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York er með áhugaverða grein um krónuna í Fréttablaðinu í dag og segir m.a. : „Sjálfstæð peningamálastjórn okkar Íslendinga veldur því að krónan lækkar í verði þegar kreppir að. Þetta hjálpar íslenskri framleiðslu þegar allt er í rugli. En þessi hegðun krónunnar gerir það einnig að verkum að krónueignir eru sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta."

Í þessum texta snýr allt á haus og augljóst má vera að þessi ágæti hagfræðingur sér ekki stóru myndina
Í fyrstalegi þá er það ekki sjálfstæð penigastjórn sem lækkar gengi krónuna þegar kreppir að heldur er það eðli allra hagkerfa að aðlaga sig að breytri samkeppnistöðu. Það gerist með lækkun á gengi gjaldmiðis ef viðskiptalöndin eru í öðrum gjaldmiðli en með lækkun launa ef ef gjaldmiðillin er einn eða fastgengi ræður för.
Það er sem sagt samkeppnishæfni sem ræður gengi gjalmiðils, peningastjórn er reyndar hluti af samkeppnishæfni hagkerfis en einungis mjög lítill hluti, þannig væri martækara að segja að álverð stjórni gengi ISK en peningastjórn.

Penigastjórn hefur hinsvegar allt með áhuga fjárfesta að gera.Í dag er 10% stýrivextir á íslandi sem flestir telja vera ofa hátt fyrir atvinnulífið en þeir eru til þess fallnir að styrkja gengi ISK og laða að fjárfesta.

Stundum er ekki nóg að hafa próf það þarf líka vit og yfirsýn á það sem fjallað er um.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Ég hef verið í þeirri aðstöðu undanfarið að geta fylgst nokkuð vel með umræðunni. Það kemur ekki til af góðu, en það er önnur saga.
Oftar en ekki hef ég verið sammála ýmsu sem þú hefur sent frá þér, og ég ætla ekki með þessu innleggi að kveða upp dóma um skoðanir og kenningar.
En ég leifi mér að gagnrína ykkur sem boðið hafið ykkur fram og verið valdir til forystu í þessu samfélagi okkar. Þið virðist vera fastir í umræðu, og að mínu viti eyðið alltof mikilli orku í þras um það sem eru ekki aðalatriði eins og málin standa núna.
Það er þetta karp um krónu eða ekki krónu. Það er ekki ágreiningur um að hún átti sinn þátt í því hvernig fór. Það er ekki ágreiningur um að fall hennar skerti kjör okkar umtalsvert. Fleira mætti til taka.
En við vitum líka að í þeim löndum sem orðið hafa illa úti í kreppunni, þrátt fyrir að búa við evruna, hafa þurft að beita handafli til að skerða kjör þegnanna, til að hafa einhvern hemil á atvinnuleysinu. Hver er munurinn, er það eitthavað sem er þess virði að sitja klukkutímum saman við tölvuna og rífast um ?
Hvað með auknar útflutningstekjur, hafa þær ekki eitthvað að segja?
Allt þetta þras tekur tíma og orku frá því sem skiptir miklu meira máli.
Þið þungavigtarmennirnir gerið alltof lítið af því að benda á leiðir útur þeim vanda sem við blasir núna.
Segið okkur frekar álit ykkar á því hvað þið teljið bezt að gera núna til þess að vinna bug á því sem við blasir að þurfi að leysa áður en hægt er að fara að leiða hugann að nýjum gjaldmiðli.
Segið okkur hvernig þið sjáið fyrir ykkur sveiflujöfnun, hagsveiflur gufa ekki upp þó litla Ísland taki upp evru.
Við þurfum ekki að velta okkur uppúr möguleikum á gjalmiðilsskiptum næstu árin. Það er æði margt sem þarf að gerast áður en að því kemur.
Þarf nokkuð að rífast um það?

Beztu kveðjur
Birgir Stefánsson

Nafnlaus sagði...

Með svona tali eins og þú viðhefur gegn krónunni (tala hana niður), er ekki nokkur von að krónan hressit við og bæti þar með kjör þjóðarinnar.
Þar að leiðandi verða skipti úr krónum yfir í Evrur mjög dýrar og óhagstæðar fyrir alla landsmenn, því gengi hennar heldur áfram að vera lágt vegna þess að menn eru að tala hana niður.

Guðmundur sagði...

Er ekki komið nóg af þessum endalausu smjörklípum þar menn beita öllum brögðum til þess að komast hjá því að ræða málin.

Tala krónuna niður, það er einmitt verið að benda á að hverfa frá þeirri leið. Leið sem veldur því að almenning blæðir á meðan fáir græða. Svo sem skiljanlegt að þessir "fáir" vilji halda í núverandi kerfi.

Nafnlaus sagði...

Góð eftirfylgni, Guðmundur.
Viðbrögð við fyrri færslu þinni og grein Jóns Steinssonar, m.a. hér, sýna glögglega að þörf er á upplýstari umræðu um þetta gríðarlega hagsmunamál. Ég hvet enn og aftur til frumkvæðis launþegasamtaka í faglegri úttekt á gjaldmiðils- og peningamálum Íslands.
Jóhann

Nafnlaus sagði...

Birgir..hvað eru auknar útflutningstekjur?? Fleiri krónur fyrir vöruna eða fleirir evrur?
Skiptir það máli? Er sá sem fær 50% meira af krónum í dag ekk í svipaðri stöðu gagnvart evrópskum birgja og hann var árið 2007-8

Haukur Nikulásson sagði...

Mér finnst stundum vanta í umræðuna þá einföldu staðreynd að þeir sem haga sér eins og fífl í fjármálum gera það óháð því hvort gjaldmiðillinn þeirra heitir Evra, Dollar, Króna eða hveiti!

Ef fjármál og efnahagsmál eru almennt í lagi skiptir ekki máli hvaða gjaldmiðill er notaður. Í þessu tilviki má segja að ef gjaldmiðillinn hefði verið Evra þá væru þær bara orðnar þeim mun færri í dag og efnahagsvandinn okkar nákvæmlega sá sami.

Nafnlaus sagði...

Beittu þér fyrir því að laun verði reiknuð í Evrum

Nafnlaus sagði...

Guðmundur. Ég vil bara hvetja þig til að koma greinum þínum í meiri dreifingu, eins og t.d. í Fréttablaðið. Þú átt svo auðvelt með að sjá hlutina í samhengi og koma þeim á auðskiljanlegan hátt fyrir "flesta" að þeir gætu jafnvel flokkast sem kennsluefni. Meira af þessu. Kv. Atli H.