mánudagur, 15. mars 2010

Með allt niðrum sig

Þau voru heiftarleg viðbrögðin við ábendingum mínum og fleiri, um að stjórnarnandstaðan væri að skaða þjóðina umtalsvert með háttalagi sínu. Vinnubrögð hennar einkenndust af lýðskrumi og málþófi.

Fullyrðingar um ókleifan skuldamúr voru innistæðulausar fullyrðingar, og ekki síður að telja fólki í trú um að Icesave væri eitthvað sem hægt væri að kjósa sig frá. Sama átti við um ábendingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri röklaus og snérist í raun ekki um neitt. Fáránlegar fullyrðingar um að stórt feitt Nei myndi skekja heimsbyggðina og Holland og Bretland myndu verð aheimskítsmát vegna þeirrar ofursamningsstöðu sem atkvæðagreiðslanu skapaði Íslandi. Þegar bent var á þetta gengu viðbrögðin svo langt að mér voru send hótunarbréf, veist var að manni í heitum pottum með margskonar smekklegum aðdróttunum eða hitt þó heldur.

Tvíburabræðurnir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben voru nánast í beinni útsendingu fréttatíma eftir fréttatíma hjá RÚV vikuna fyrir kosninguna, þar sem þeir gerðu hróp að þeim sem ekki voru þeim sammála með sínu viðtekna orðbragði á borð við landráðamenn og því um líkt. Þar sem þeir voru kannski einna helst að lýsa sjálfum sér.

Aldrei hefur fréttastofa RÚV sett jafn mikið niður. Hún bætti svo í með hinni arfavitlausu frétt í gærkvöldi um skuldir Íslands og fyrirsjáanlegt gjaldþrot. Maður sem talaði útlensku var að leita sér að vinnu sem efnahagssérfræðingur hjá ríkisstjórninnu sagði að allir sérfræðingar Seðlabanka Íslands, Norðurlandanna, EBS og AGS væru vísvitandi að leiða Ísland í gjaldþrot.

Ríkisstjórnin hefur styrkst við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-lögin. Loddaraháttur leiðtoga stjórnarandstöðunnar var afhjúpaður, þar má reyndar þakka RÚV drjúgan þátt í þeirra afhjúpun, en telja má líklegt að tilgangur RÚV hafi verið hinn gagnstæði. Í ljós kom að megintilgangur Icesave-fársins hefur ævinlega verið að fella ríkisstjórnina og stór smjörklípa til þess eins að komast hjá því ræða alvöru stöðunnar.

Stjórnarandstaðan hefur í dag engan styrk til að mynda nýja stjórn. Þjóðin er henni reið fyrir lýðskrumið. Ríkisstjórnin stendur sterkari og deilan er ekki lengur ríkisstjórnarmál heldur mál „92% þjóðarinnar“ sem sagði nei.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aldrei hefur fréttastofa RÚV sett jafn mikið niður. Hún bætti svo í með hinni arfavitlausu frétt í gær um skuldir Íslands og fyrirsjáanlegt gjaldþrot.
Hárrétt.
Ólafur

Simon sagði...

Sæll

Ágætis grein frá þér. Það heyrist ekki mikið í okkur hinum sem teljum þetta skelfilega stjórnarandstöðu sem vinnur bara að eigin hagsmunum.

Hvað sem mönnum finnst um núverandi ríkisstjórn þá að færa hrunflokkunum völdin væri mesta geðveikin af öllum.

Simon

Nafnlaus sagði...

Bjarni og Sigmundur haga sér eins og maður býst við af ofdekruðum pabbastrákum...
Dude

Nafnlaus sagði...

Sæll,
Þú segir að meginmarkmiðið hafi verið að koma ríkisstjórninni frá. Það getur vel verið rétt hjá þér en hefur þú velt því fyrir þér hver séu helstu markmið þessarar ríkisstjórnar? Ég get ekki séð nein sameiginleg markmið önnur en þau að halda D og B frá völdum, sem er kannski ágætt en hjálpar mér ekkert. Ég held að þessi stjórn hafi verið dauðadæmd frá upphafi og þetta blessaða Icesavemál er ekki stærsta vandamál ríkisstjórnarinnar. Þessir flokkar sem mynda stjórnina eru alltof ólíkir til þess að geta komið nokkrum málum áfram.

Stjórnarandstaðan hefur engan styrk til að mynda stjórn en því miður hefur þessi stjórn ekki nægan styrk til að halda miklu lengur áfram.
kv
Gunnar Jóhannsson

Nafnlaus sagði...

Þú ert ágætur.
Fínt að lesa pistlana þína til að rétta af kúrsinn í hausnum á sér eftir allt moldviðrið sem stanslaust er verið að magna upp á öllum fjölmiðlum.
Þú mátt eiga það að þú ert sjálfum þér samkvæmur.
Sævar

Nafnlaus sagði...

Hárrétt greining að vanda Guðmundur. Þú segir það sem maður hugsar líka en festir ekki niður á blað/tölvuskerm.
Mér finnst þessi nýlega greining á ástandinu einnig top-notch:
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/03/14/sorgardagur-fyrir-islenskt-lydraedi/

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú að vinstri menn á Íslandi hættu að væla yfir stjórnarandstöðunni og koma sér að verki?

Þið eruð með þingmeirihluta er það ekki??? Þið hafið völdin!!

Það sem mun fella vinstri menn er ekki stjórnarandstæðan heldur samstöðuleysi þeirra á milli.

Jón Ottesen

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú að Sjálfstlæðismenn og Framsóknarmenn hættu að þvælast fyrir með málþófi og endalausu rugli og færu að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en eigin hag og völdin

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur, enn einu sinni kemur í ljós hversu langt frá fólkinu í landinu þinglið sjálfstæðismanna er komið. Nenni ekki að eyða orðum í rugllið framsóknar
Úlfur

Bragi Jóhannsson sagði...

Þegar upp er staðið eru 75 milljarðar í skuldir erlendis umfram eignir.

Þið sem tök hafið í lífeyrissjóðunum ættuð nú að sjá til þess að þessi sleikja sem er í erlendum nettóskuldum sé hreinsuð upp. Þá er ríkissjóðurinn á núllpunkti utanfrá séð, því inni í sjóðunum okkar er meira en nóg fyrir innlendum skuldum ríkisins.

Þegar upp er staðið þá er skuldavandi ríkisins aðallega innlendar skuldir og þið getið nú farið að lenda því almennilega, þannig að lífeyrissjóðirnir verndi eignir sínar, en þurki upp bókfærðar skuldir ríksins.

Farðu nú bara og reddaðu kreppunni fyrir okkur. Það er ekki flókið ef lífeyrissjóðirnir fást til að spila með.

halldor sagði...

"Aldrei hefur fréttastofa RÚV sett jafn mikið niður. Hún bætti svo í með hinni arfavitlausu frétt í gær um skuldir Íslands og fyrirsjáanlegt gjaldþrot."

RÚV byrjaði helgina með frétt um að úrræði bankanna væru fölsk loforð. Þessi orð höfðu fallið í þættinum Vikulokin skömmu áður og RÚV ekki haft fyrir því að tjekka á málinu. Þetta var fyrsta frétt í hádeginu á laugardegi (http://www.ruv.is/frett/urraedi-bankanna-folsk-loford).

Innihald fréttarinnar var að með því að taka þau skuldbreytingar-úrræði sem byðust tapaði viðkomandi 120 milljónum. Þessar milljónir urðu svo margar vegna þess að gert var ráð fyrir 4% verðbólgu til jafnaðar í nokkra áratugi. En þá rýrnar krónan líka hressilega. Sem dæmi myndi hún rýrna um 75% á 35 árum svo 120 milljónir þá eru eins og 30 milljónir núna....Svo þarna var um hálfsannleik (eða ölluheldur kvartsannleik) að ræða.

Ég hef heilmikið sympatí með þeim sem glíma við erfiðan skuldavanda vegna gjaldeyrislána. En þeir gengisfella málstað sinn með óvarlegum málflutningi eins og þessum.

Og RÚV sem hefur greinilega engann krítískan fréttamann á helgarvaktinni féll í gryfjuna og lapti bullið upp.

Og svo kom annað eins á Sunnudag. Það er vitað að það eru þungir gjalddagar á næsta ári og gjaldeyrisforðann þarf að styrkja til þess. En slíkt þarf ekki að auka nettó skuldastöðu okkar, við tökum eitt lán til að borga annað.....

Þetta eru dæmi um tvær stórfréttir RÚV um helgina sem hugsandi fréttamaður hefði átt að sjá að væru vafasamar (og þyrftu því smá vinnu áður en þeim væri dengt út).

Nafnlaus sagði...

Mér þykir það leitt að þú skuldir hafa orðið fyrir aðkasti vegna skoðana þinna.

En það er mér hulin ráðgáta hvernig ríkisstjórn getur styrkst þegar lögum hennar er hafnað af þjóðinni.

Þú veist að þú ert að drulla yfir þingmenn VG með þessu tali þínu. Það voru þeir sem stoppuðu Icesave frumvarpið en ekki stjórnarandstaðan.