Í komandi sveitarstjórnarkosningum hljóta fjármálin að vera á baugi. Það liggur fyrir að mörg sveitarfélög eru í mjög slæmri stöðu efir Hrunið. Þau höguðu eins svo margir tóku há lán fyrir framkvæmdum og uppfyllingu annarra kosningaloforða og sitja nú gengisfellingarsúpunni með tvöfaldar skuldir, hærri vaxtakostnað og hærra vöruverð.
Við þessar aðstæður hljóta kjósendur að kjósa stjórnmálamenn sem hafa styrk til þess að takast á við vandann og taka þær óvinsælu ákvarðanir sem fyrir liggja, og eru með rökstuddar hugmyndir um hvernig taka eigi að stöðunni án þess að það komi niður á grundvallarþáttum í velferðarþjónustunni. Vantraust á stjórnmálamönnum er áberandi þessa dagana, og hætta á að margir sitji heima og þeir sem fylgi sínum flokkum í gegnum hvað sem komi til með að ráða niðurstöðunni.
Árin fyrir Hrun gleymdu allmargir sér í sýndarveruleika, ekki síst þeir sem höfðu skapað það umhverfi sem fjárglæframenn fengu aukið svigrúm bankamenn. Stjórnmálamenn sem hrósuðu sér fyrir hin mikla uppgang og sóttu átkvæði undir merkjum sem klappstýrur og viðhlæjendur útrásarvíkinganna. Stilltu sér upp við hlið þeirra fyrir framan kastljósin og fóru síðan í laxveiðitúra og voru þátttakendur í glansboðunum sem útrásarvíkingarnir buðu upp á.
Við vorum ekki ríkasta þjóð í heim. Allur uppgangurinn var sýndarveruleiki, sem þessa daga er verið að leiðrétta með sársaukafullum hætti fyrir marga eins og t.d. lífeyrisþega. Réttindi voru hækkuð á forsendum sem engin innistæða var fyrir.
Nú skiljum við hvers vegna yfirmenn bankanna breyttu forsendum fyrir hinum ofsafengnu lánum sem þeir tóku til þess að kaupa hlutabréf í eigin bönkum og keyra hlutabréfin upp, þannig að þeir myndu aldrei þurfa að greiða þau tilbaka. Ef það hefði ekki verið ert hefðu þeir allir selt og svikamyllan hrunið. Eftir situr almenningur með skuldirnar, hækkaða skatta og gengishrun.
Nú blasir við okkur enn ein brellan. Stjórnarmeirihluti Reykjavíkurborgar státar sig að góðri afkomu OR á fyrsta ársfjórðungi. Þessi hagnaður kemur frá fjármálabraski, ekki orkusölu. OR er orðin höndum þessara aðila að vogunarsjóð, eins og öll stóru fyrirtækin sem útrásarvíkingarnir höfðu farið höndum um þau.
2 ummæli:
Tek undir þessi orð þín, Guðmundur, ekki síst aðvörun þína um hvernig farið er með orkufyrirtæki landsmanna, sem byggð hafa verið upp með súrum svita almennings, ekki með það fyrir augum að einhverjir einstaklingar geti eignast þau fyrir lítið og grætt á þeim og enn síður til að samviskulausir pólitíkusar geti notað þau til að fullnægja spilafíkn sinni, heldur til að skapa okkur trausta framtíð í orkuhungruðum heimi.
Góð samantekt.
Eitt atriði hefur ekki verið rætt í sveitarstjórnarkosningum en þarf að ræða.
Hvað hefur ónýtur gjaldmiðill kostað sveitarfélög kringum landið?
Þetta er einfalt að reikna, krónan féll langt umfram efnahagslegar forsendur, þar sem allt traust hvarf innanalands og erlendis.
Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans er krónan nú um 40% undir eðlilegu jafnvægisgengi miðað við raungegni sl. 20 ár. Samkvæmt því eru erlendar skuldir sveitarfélaga 40% of miklar.
Nú er það heimaverkefni í hverju sveitarfélagi - að kynna fyrir kjósendum hvað skuldirnar myndu minnka mikið ef gengið væri rétt skráð - og amk. 25-30% sterkara en nú. Þar með væru erlendar skuldir sveitarfélaga þeim mun minni.
Samtök sveitarfélaga hljóta að geta upplýst þetta - og þá um leið hvaða byrðar ónýtur gjaldmiðill er að leggja á kjósendur sveitarfélaganna.
Þetta þarf að upplýsa.
Skrifa ummæli