mánudagur, 3. maí 2010

Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar og breytast mánaðarlega


Í Morgunblaðinu var nýlega fyrirsögn slegið upp þess efnis að „LSR hækkar lífeyrir“ á sama tím og aðrir eru almennt að lækka. Í þessu felst hálfur sannleikur. Rétt er að LSR mun ekki lækka réttindi þrátt fyrir halla á A-deild enda ber honum ekki samkvæmt lögum að gera það. Það sem ekki kemur fram er að aðrir lífeyrissjóðir hafa líka hækkað lífeyrisgreiðslur og það mánaðarlega í takt við vísitölu neysluverð.

Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar og því hækka þær nánast undantekningarlaust á milli mána, nema í þeim tilfellum sem verðhjöðnun mælist. Ég bað starfsmenn lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna að setja saman mynd sem sýndi þróun lífeyrisgreiðslna hjá félagsmanni í Rafiðnaðarsambandinu sem hafði nálægt lágmarkslaunum rafiðnaðarmanna í byrjun aldarinnar, eða 125.000 kr. í mánaðarlegan lífeyri 2001 og þróun lífeyris hans á samanburðargrunni við vísitöluneysluverðs og launa.

Myndin sýnir að lífeyrisgreiðslur hafa hækkað um 44% umfram verðlag á tímabilinu 2001 til 2009 og 37% umfram almennar launahækknair á sama tíma. Á þessu tímabili hafa lífeyrisgreiðslur hækkað í tvígang vegna réttindahækkunar sem rekja má til breytinga á réttindakerfi og úthlutunar umframeignar sjóðsins við sameiningu Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins sem mynduðu Stafi lífeyrissjóð. Þá sýnir myndin hvernig 6% skerðing réttinda 2009 hafði áhrif til lækkunar að sama skapi.

Árleg kaupmáttaraukning lífeyris reiknast því 4,2% þrátt fyrir 6% skerðingu 2009. Í dag er viðkomandi einstaklingur með 265.000 í mánaðarlegan lífeyri og þarf ef tillögur stjórnar ganga eftir að búa sig undir 10% lækkun í fjórum 2,5% skrefum sem sýnd eru á meðfylgjandi mynd.

Á þessari mynd er reiknað með 3,5% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, sem dregur úr 10% lækkun í krónum talið og ef verðbólgan verður hærri gæti viðkomandi einstaklingur allt eins endað á svipuðum lífeyri eins og gerðist þegar síðast breyting var gerð. Ef tillaga stjórnar um 10% skerðingu í þrepum verður samþykkt á ársfundi Stafa reiknast hækkun að teknu tilliti til 10% skerðingar enn þá 25% umfram verðlag og 22% umfram laun á tímabilinu. Það er að sorglegra en tárum tekur að horfast í augu við skerðingu réttinda, en svikamylla bankanna og fall þeirra með tilheyrandi áhrifum á atvinnulífið er staðreynd.

6 ummæli:

Sigurður Haukur sagði...

Ef ég skil þig rétt þá hafa greiðslur í lífeyrisjóð rafiðnaðarmanna aukist svo mikið á þessari öld að skerðingin nú nær ekki að jafna hana út? Og þar með að hækkanir á greiðslum úr LSR nú, ná ekki að jafna þessa sömnu aukningu og hafa verið hjá almennum lífeyrissjóðum?

EiríkurJ sagði...

GG, þú þarft að laga ályktarnirnar í lokin um hvernig réttindin hafa breyst,sýnist að þú takir mismun úr töflunni og miðir við gildið 100 sem viðmiðun. Hlutfallið er lægra ef þú berð lífeyrinn saman við sambærilegar vísitölur (~170).
Svo finnst mér svolítið villandi að tala um 265 þús kr lífeyrisgreiðslur á mánuði þegar meðal greiðslan er frekar 50 þúsund samkvæmt ársskýrslunni fyrir 2008.
Því hefur verið haldið fram að LSR hafi ekki hækkað réttindi umfram verðlag, gildir bara um A deildina. Flestir lífeyrisþegar LSR taka úr B deildinni sem hækkaði réttindin um ~70% umfram verðlag á árunum 1997-2007. Hluti að vísu genginn nú til baka.

Nafnlaus sagði...

Það skiptir engu máli hversu mikið kjör almennings versna það er alltaf kallað "kjarabót", og það er alveg sama hversu kjör elítunnar aukast það er alltaf kallað "leiðrétting".

Einn atvinnulaus.

Guðmundur sagði...

Sigurður Haukur. Í upphafi er ég aðeins að vísa til þess að fyrirsögnin sem ég vísa til er villandi og ekki í samræmi við fréttinda.

Ég kannast ekki við að A-deild LSR hafi aukið réttindi umfram verðlagshækkanir á síðasta ári. Þetta dæmi sem byggir á endurskoðuðu lílfeyriskerfi Stafa sýnir að lífeyrisgreiðslur þessa hóps lífeyrisþega hafa hækkað 44% umfram verðlag á tímabilinu og hækka mánaðarlega í krónum ef það mælist verðbólga á milli mánaða eins og fyrirsögnin segir, lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar.

Ég veit ekki hvernig þróun lífeyrisgreiðslna hefur verið hjá A-deild LSR á sama tíma og er ekki að vísa til þess aðeins að fyrirsögnin hafi verið villandi.


Eiríkur J. Ég var nú ekki að draga neinar sérstkar ályktanir af þessu aðrar en þær að í loka þessa tímabils hafi lífeyrisgreiðslur hækkað um 44% umfram verðlag.

Greiðslurnar eru færðar á vísitöluna 100 í upphafi og aðrar vísitölur gerðar samanburðarhæfar á sama máta, líka settar á 100 og allar þessari vísitölur taka svo hækkunum í takt við það.

Hvað ertu að meina með (170)?

Þessi einstaklingur er tekinn sem dæmi, en auðvitað eru margir í sjóðnum sem hafa ekki áunnið sér fullan lífeyrisrétt og jafnvel borgað í aðra sjóði sem er skýringin á því að þær meðalgreiðslur sem þú vísar til eru lægri.

Það breytir því þó ekki að lífeyrisgreiðslur þeirra tilheyra þessum hópi hafa hækkað á sama hátt þó upphæðirnar kunni að vera minni.

Ég geri mér grein fyrir því að B-deildin tekur mið að launum en ekki neysluverðsvísitölu og kann því að hafa hækkað greiðslur óháð því hvort hún á fyrir því eða ekki.

Er ekki hallinn á B-deildinn all svakalegur?

Nafnlaus sagði...

Almennu lífeyrissjóðirnir hafa staðið sig best

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Gylfa_Arnbjornsson/af-avoxtun-lifeyrissjodanna-og-meintu-hruni-theirra

EiríkurJ sagði...

GG, þetta með hækkun réttinda eftir síðustu 10% skerðingu sýnist mér vera ca 198/172 eða ~15%,(réttindi/neysluv.vísitala).

Um LSR, er réttindaaukning í B deildinni eitthvað leyndarmál. Vísitala lífeyrisréttinda fyrir þá deild kemur í hverjum mánuði frá Hagstofunni og allir geta séð þá ótrúlegu aukningu sem þar varð. Engin furða að bilið milli eigna og skuldbindinga þar fari sívaxandi