Ég sit í einni nefnd á vegum ríkisins. Þar situr gott fólk fá ýmsum köntum í atvinnulífinu. Á fundi nefndarinnar fyrir skömmu hófust umræður þar sumir nefndarmanna sáu sérstaka ástæðu til þess að hæðast að vel þenkjandi fólki, sem hafði tekið sig saman til þess að bjóða fram gegn hinum ríkjandi fjórflokki sem lagði Ísland í rúst. Umræður sem maður heyrði víða hjá fólki, sem umgengst sinn fjórflokk sem trúarbrögð, ef einhver bendir á misbresti eða þversagnir þá er viðkomandi meðhöndlaður sem guðlastari.
Umræðan meðal þessa nefndarmanna bar einkenni þeirra sem telja sig eiga að hafa völdin og hinir eigi að fara settum reglum sem þeir höfðu sett. Framboðinu væri stefnt gegn valdastrúktúr sem ætti að varðveita, það var verið að vega að þeirra valdasetu.
Þarna birtist kjarni hins djúpstæða hrokapirrings valdahafanna, sem almenningur vogar sér að hafna. Valdhafinn sé „alvöru“, en aðrir plat og hafi ekki vit á því sem skiptir máli og séu þar af leiðandi ekki marktækir. Alvörufólkið í fjórflokkunum sitji fundi daginn út og inn og búi yfir þekkingu sem öðrum sé hulin. Hinir hafi eiginlega voða lítið vit. Ég vogaði mér að mótmæla þessu og fékk allpirraðar viðtökur.
Ef málflutningur Besta-flokksliðanna er skoðaður er þar samhljómur með lífsviðhorfum fólks almennt. Verið er að mótmæla hinum endalausu og tilgangslausu átakastjórnmálum, þar menn eru með er þeir eru í ríkisstjórn, en á móti ef þeir eru í stjórnarandstöðu. Lýðskrum, aulabrandarar útúrsnúningar sem hafa einkennt umræður á Alþingi.
Það er sama hvar maður hefur komið undanfarið þá er verið að mótmæla Sjálfstæðisflokknum sem leiddi þjóðina út í fen ofsa-frjálshyggju og græðgi. Ofsastyrki til flokka og flokksgæðinga. Þar er verið að mótmæla VG fyrir mótsagnakennda og ábyrgðarlausa stjórnasetu hans. VG bar ekki ábyrgð á neinu og sumir þingmenn VG ætla að halda áfram á þeirri braut og bera ekki ábyrgð á neinum af hinum óvinsælu ákvörðunum sem verður að taka. Gert grín af þekkingarleysi lýðskrumaranna í Framsókn og upphrópum þeirra.
Niðurstöðurnar kosninganna á laugardaginn eru afgerandi þar sem atvinnuleysið er mest og vandræði fólks mest. Það er þar sem viðtekin vinnubrögð fjórflokksins koma verst niður á atvinnulífinu. Flokksformenn vísa til niðurstaðna annarstaðar og segjast hafa unnið stórsigra!!?? Þeir hafa ekkert lært og vilja halda áfram á óbreyttri braut.
Hjá Besta flokknum hefur komið fram hjá væntanlegum borgarfulltrúum að þar sé á ferð venjulegt fólk sem styður tilvist hins norræna samfélags. Venjulegt fjölskyldufólk sem hafi til að bera töluverða reynslu og þekkingu á venjulegum málum. Það blasir við að á það skortir töluvert í núverandi borgarstjórn.
Það var veist að okkur sem tókum upp hanskan fyrir venjulegt fólk og gagnrýndum fjórflokkinn og það kerfi sem hann hefur byggt í kringum sig til þess að vernda eigin tilvist og gera öðrum erfitt fyrir.
Næstu vikur verða spennandi. Mun Besti flokkurinn áorka það ekki hefur tekist hingað til? Að fá fjórflokkinn til þess að taka til hjá sér og taka til við að tala við venjulegt fólk.
5 ummæli:
Góð gein,
Einnig þarf að efla málefnalega umræðu, sem hefur hvað eftir annað verð kæfð. Það er einnig aðal vandi stjórnmálanna. Eitt skýrt dæmi þar um er umfjöllun um ESB og þann mikla ávinning sem heimilin fengju með aðild. Með aðild að ESB fengju heimilin og almenningur mestu kaupmáttaraukningu í sögu þjóðarinnar - og það án launahækkana. Er það ekki eitthvað til að hugsa um í komandi kjarasamningum.
Reyndar er einn fjölmiðill eingöngu í að snúa öllu á hvolf á þessu sviði, sennilega af því að viðkomandi óttast málefnlega umræðu, þar sem hagsmunir almennings kæmu í ljós.
Væri umræða um aðild að ESB á málefnalegum nótum, og fólki gerð grein fyrir þeim mikla ávinningi í lífskjörum og kaupmætti sem fólgin er í aðild og upptöku evru, væri von fyrir framtíð fólks.
Þessari málefnalegu umræðum hafna stjórnmálamenn. Þetta er eitt dæmi.
Á meðan stjórnmálamenn hafna málefnalegri umræðu - eru þeir að grafa undan sér og sínum flokkum.
Í þannig stöðu skiptir engu máli hversu miklar "hreinsanir" þeir far í - ef stefnan er síðan á átt að meiri hörmungum.
Vandinn er ekki svo flókinn. Þeir aðiar í stjórnmálum sem sýnt hafa málefnalegri umræu virðingu og valið leiðir byggðar á hagsmunum fólks, eiga framtíð fyrir sér.
Hinir detta sjálkrafa af vagninum.
En þessi einföldu atrii skilja ekki margir.
"Það er sama hvar maður hefur komið undanfarið þá er verið að mótmæla Sjálfstæðisflokknum sem leiddi þjóðina út í fen ofsa-frjálshyggju og græðgi. Ofsastyrki til flokka og flokksgæðinga. Þar er verið að mótmæla VG fyrir mótsagnakennda og ábyrgðarlausa stjórnasetu hans. VG bar ekki ábyrgð á neinu og sumir þingmenn VG ætla að halda áfram á þeirri braut og bera ekki ábyrgð á neinum af hinum óvinsælu ákvörðunum sem verður að taka. Gert grín af þekkingarleysi lýðskrumaranna í Framsókn og upphrópum þeirra." - þetta kallar maður að vera með blöðkurnar fyrir báðum augum, eða er enginn sem mótmælir Samfylkingunni?
Hann er greinilega blýfastur í gömlu pólitísku skotgröfunum og réttrúaður og innmúraður, svona einum áratug á eftir almenning þessa lands þessi Tomas
Frábær greining og virkilega góð grein
Takk úlfur
Alls ekki. Það að þú heldur að ég komi úr skotgröfunum vegna þess að ég gagnrýni Guðmund segir bara meira um þá gröf sem þú galar úr... Það er öllum hollt að horfa innávið..
Hann er einkennilegur þessi Tomas eins og Úlfur segir. Hann helduir því fram að ég sé ekki að gagnrýna Samfylkinguna, skoði ekki inn á við og fl. órökstuddar klisjur.
Í texta mínum er talað um styrki og þar var einn þingmaður að segja af sér vegna ofurstyrkja hann er úr Samfylkingunni og fleiri hafa verið gagnrýndir fyrir styrki m.a Helgi Seljan. Í mörgum pistlum er talað um fjórflokkinn, og einnig um Dag í pistlinum sem þessi pistill vísar til með tengdri tilvitnun.
Að lokum það einungis einn stjórnmálaflokkur sem ég hef starfað í það er Sjálfstæðisflokurinn ég var þar borgarfulltrúi eitt kjörtímabil, ef hann er að gefa það í skyn að ég sé starfandi í einhverjum öðrum flokki.
Skrifa ummæli