Samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins má leggja umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót. Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi um 85 -102 millj.kr. starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar.
Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 millj. kr. starfslokagreiðslu eða 122% launauppbótar. Þegar samið er um laun á almennum markaði er ætið tekið mið að heildarlaunakostnaði fyrirtækjanna. Þegar þingmenn fjalla aftur á móti um sín launakjör fjalla þeir ætíð einungis um lágmarkslaunataxta, þ.e.a.s. þingfararkaup um hálfa milljón kr. Í raun eru laun þingmanna helmingi hærri eða um 1 millj. kr. á mán. að jafnaði og laun ráðherra liðlega 2 millj. kr.
Það er gífurlegt ósamræmi á milli þeirra lífeyriskjara sem lögfest hafa verið hér fyrir almenning í landinu og fyrir opinbera starfsmenn í A-deild lífeyrissjóða og hins vegar þess sem Alþingi hefur lögfest fyrir sína þingmenn og ráðherra. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða stærstu og dýrustu starfslokasamninga sem um getur hér á landi. Þetta er gríðarlega dýrt fyrir skattborgara landsins. Í fjárlögum hvers árs er veitt háum fjárhæðum til að greiða niður þessar skuldbindingar sem þar hafa hrannast upp, en það dugar það hvergi nærri til að halda í horfinu.
Þessar skuldbindingar eru á áttunda hundrað milljarða króna þrátt fyrir að B-deildinni hafi verið lokað 1997, en þetta er svo enn í gangi í svokölluðum lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra. Það myndast engin ró og sátt um laun sem falla undir kjaradóm og kjaranefnd á meðan við lýði eru sérkjör af þessu tagi.
Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%.
Fyrir sama iðgjald ávinna ákveðnir ríkisstarfsmenn sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%. Það er 20% hærri réttindi en sjóðfélagar í almennu lífeyrissjóðanna afla sér.
Réttindastuðull þingmanna er í dag 3% og þeir ætla að lækka hann í 2,4% af launum. Þingmenn eru 29 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt. Almennir launamenn eru 41 ár að ávinna sér 56%.
Réttindastuðull ráðherra þegar búið er að lækka ávinnslustuðul úr 6% í 4,8% af launum. Ráðherrar eru þar með 14,5 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt og þurfa eftir það ekki að greiða af launum sínum í lífeyrissjóð svo fremi þeir greiði í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.
Til samanburðar má geta þess að þá hafa sjóðfélagar almennu sjóðanna unnið sér inn að meðaltali um 16% lífeyrisrétt eftir 14,5 ára greiðslu í sjóðinn.
Svo ótrúlegt sem það nú er, þá gerir hæstvirt Alþingi ekki ráð fyrir að þingmenn og ráðherrar eigi launalíf fyrir þingsetu á þessum forsendum hrifsa þeir til sín 70% lífeyrisrétt á umtalsvert styttri tíma en aðrir þegnar þessa lands. Þingmenn í öðrum löndum hafa verið að breyta þessu má þar t.d. benda á Noreg. Í þessu sambandi má minna með hvaða rökum þingmenn tóku sér hin alræmdu eftirlaunarlög, með hvaða rökum þeir vörðu þau og hvað það tók langan tíma að vinda ofan af þeim, sem tókst reyndar ekki alveg.
3 ummæli:
Haltu áfram Guðmundur með þessi góðu og skilmerkilegu skrif. Dropinn holar steininn.
Tek undir með Villa, maður áttar sig ekki hversu gjörspillt stjórnmálstéttin hefur verið fyrr en þessar staðreyndir koma fram
Takk fyrir virkilega góða pistla
Úlfur
Sæll Guðmundur, Ég vildi bara fá að þakka ykkur hjá Rafiðnaðarsambandinu fyrir að taka þetta mál upp. Ég fyllist alltaf óhug þegar þetta mál ber á góma.
Það er ótrúlegt hvað þessi órettlatu ofur lífeyrisrettindi opinberra starfsmanna hafa fengið að ,,malla,, næstum óárétt í áratugi.
Nu er þetta orðið að sliku skrimsli í íslensku samfélagi að ekki verður lengur við unað. Nú þarf storátak til að breyta þessu kerfi og gera það eðlilegt og sjalfbært eins og meirihluti fólks í landinu býr við.
Með mjög svo hækkandi launum og auknum rettindum opinberra starfsmanna síðustu árin hafa lifeyrisgreiðslur til þeirra algjörlega farið úr böndunum.
Hvers vegna skulu þeir verlaunast fram yfir alla aðra þegna þessa lands, hafandi oftast betri aðstöðu, styttri vinnutíma, heimilisvænt vinnuumhverfi o.s.frv
Það er mjög athyglisvert að enginn opinber starfsmaður, þingmaður eða raðherra hefur haft þann manndóm í sér að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir að þessu kerfi verði að breyta – Landið hefur ekki efni a að lyða svona serrettindi þeirra sem tryggustu hafa vinnuna o.s.frv., o.s.frv.
Óska ykkur góðs gengis
Bestu kveðjur,
GA
Skrifa ummæli