Margir ræða þessa dagana um að koma þurfi atvinnulífinu af stað með því að koma hlutabréfamarkaðinum í gang. Þar á meðal eru þingmenn, meir að segja þingmenn sem gefa sig út fyrir að vera menntaðir á sviði efnahagsmála og hafa þekkingu á þessum málum.
Sjóðsfélagar eigendur almennu lífeyrissjóðanna spyrja á móti; Hvers vegna ættu lífeyrissjóðir að kaupa hlutabréf, jafnvel þó þau séu árituð af viðurkenndum endurskoðunarstofum?
Í Skýrslunni er sérstakur kafli um þátt endurskoðenda og greiningadeilda og þar er tekið þannig til orða að sérstakur saksóknari eigi erindi við endurskoðendur og þá ekki síst stóru endurskoðunarskrifstofurnar og hlýtur af gera sér ferð þangað. Endurskoðendur áttu stóran þátt í því sem gerðist.
Endalaus hækkun hlutabréfa sem engin forsenda var fyrir hafði margvíslegar afleiðingar. T.d. sýndarávöxtun í lífeyrissjóðunum sem engin forsenda var fyrir, sem olli því að réttindi voru hækkuð á grundvelli tilbúinna gufu, en þeir verða að leiðrétta núna.
Hlutabréfamarkaðurinn var í raun aldrei til. Hann gufaði upp og engin hlutabréf eru til. Ár eftir ár gekk hlutabréfamarkaðurinn, en bak við tjöldin unnu menn við að halda spilverkinu gangandi og héldu verði hlutabréfanna uppi og fengu fyrir það bónusa og premíur. Þessir menn plötuðu saklaust fólk með áritun viðurkenndra endurskoðunarstofa og umsögnum greiningardeild til þess að kaupa.
Þetta var gerviveröld, heimatilbúinn vandi, blaðra sem var blásinn upp af bankamönnum með aðstoð endurskoðunarskrifstofa og greiningardeildum. Plat sem gat ekki endað öðruvísi en að fjöldi manns myndi glata aleigu sinni og sjóðsfélagar lífeyrissjóða töpuðu hluta sparnaðar síns.
Innlend hlutabréf voru um 141 milljarðar af eigum almennu lífeyrissjóðanna, eða um 8% af eigum þeirra. Í dag eru þau metin á 30 milljarða. Í dag er það svo að engum grundvallaratriðum hefur verið breytt. Sama fólk er við stjórnvöliunn með sömu endurskoðunarfyrirtækin. Reikna með með því að fólk rjúki til og fjárfesti í hlutabréfum þessara fyrirtækja?
Svo eigum við að trúa því að það hafi verið tilviljun að lífeyrissjóður þessara manna rauk einn lífeyrissjóða til og seldi öll sín hlutabréf, korteri fyrir Hrun.
Fari þessi lífeyrissjóður með sína peninga út í atvinnulífið og kaupi hlutabréf, þá er kannski möguleiki á að einhverjir endurskoði stöðuna. En munu vitanlega fylgjast samtímis með því hvenær lífeyrissjóður þessara manna selur sín hlutabréf.
6 ummæli:
Styrmir sagði hlutabréfamarkaðinn hafa verið algert fake - scam. Það munu líða tugir ára áður en traust á þessum ruslmarkaði vinnst aftur meðal almennings.
Tími til kominn að einhver mælti þessi orð. Við höfum, almenningur í landinu, spurt okkur þeirrar spurningar, hvers virði áritanir endurskoðenda eru. Í USA færu þessir menn í tugthús.
Ég átti samtal við endurskoðanda um daginn um mál sem varða þessar stóru endurskoðandastofur. Hann lýsti þessu þannig. Þú kemur ný útskrifaður úr háskóla sem viðskiptafræðingur og ræður þig á eina af þessum stofum og verður þér út um leyfi sem löggiltur endurskoðandi. Svo byrjar þú að safna viðskiptavinum og passar uppá þá eins og gull því þér er jafnvel boðið að gerast hluthafi þegar þér hefur tekist að safna ákveðnum fjölda stórra aðila. Og við þessar kringumstæður hæfist það sem kallað er "creative accounting".
Satt eða ósatt? Ég skal ekki segja.
Já þettað er rétt hverjum á að treysta, það er ekki hægt að treysta endurskoðendum, lögfræðingum og þessum aðilum sem gáfu einkanir AAA+ og framvegis. Veit að þettað er alhæfing enn allir vita að þessir bankadrengir gátu ekki vitað allt og það var fólk sem hjálpaði þeim. Enn við erum nú fljót að gleyma , það eru nú ekki mörg ár síðan fólk tók lán og veðsetti íbúðir sínar til að kaupa hlutabré í Decode og .COM fyrirtækjum. Kv Simmi
Á meðan Ísland býr við örgjaldmiðil sem innlendir sem erlendir spákaupmen geta leikið sér að, eins og köttur að mús, á kostnað heimila og almennings, er fjárfsting i hlutabréfum og heimilum á Íslandi, með hættulegustu fjárfestingum hægt er að gera.
En þetta vilja Íslendingar, þrátt fyrir endlaus áföll í tugi ára. Er Íslandi viðbjargandi???
Á meðan Ísland er með allt of lítinn og stóhættulegan gjaldmiðil, sem innlendir og erlendis spákaupmenn leika sér að, með afleiðingum gegnisáfalla og verðbólgu (sbr. sl. 30-40 ár), verða fjárfestingar í hlutabréfum og heimilum miklu hættulegri og kostnaðarmeiri á Íslandi en í öðrum löndum, með skelfilegum kostnaði fyrir alla. Þetta er vandinn. Það er tími til að losna út úr þeim vítahring.
Skrifa ummæli