Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En einhverra hluta vegna verður maður sífellt vondaufari um að Evrópuumræðan komist á það plan að vera byggð á grunni staðreynda.
Það tíðkast að búa til allskonar gróusögur um herskyldu, að fiskimiðin fyllist af útlendum togurum og þjóðin farist úr matareitrun. Þó svo tugir þúsunda íslendinga ferðist þangað árlega og nærist og komist heim lifandi.
Icesave-málið ber ætíð á góma þegar aðild er rædd. Það liggur fyrir að íslenskt efnahagslíf mun ekki ná sér af stað án þess að Icesave-deilan leysist, það er algjörlega óháð hugsanlegri ESB-aðild. En þeir sem eru andstæðir ESB nýta sér þennan hnút til þess að afvegaleiða umræðuna.
Einnig er vinsæl klisja hjá þessum einstaklingum, að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki og allt sem íslenskt er. Á sama tíma eru íslensk útgerðarfyrirtæki að fjárfesta í útgerðum innan ESB. ESB á engar auðlindir. Danir og Bretar eiga t.d. sínar gas- og olíulindir í Norðursjó. Finnar eiga sín skóglendi og þannig mætti lengi telja. Það háir íslensku atvinnulífi og bankastarfsemi hversu ófúsir erlendir fjárfestar eru að koma hingað með fjármuni, sama þó við bjóðum upp á vildarkjör í sköttum og raforkuverði.
Íslendingar virðast trúa því að útlendingar séu ákaflega uppteknir af því hvað íslendingar séu að gera. Ég hef í gegnum árin unnið töluvert á Norðurlöndum. Verið þar við nám, auk þess að börn mín hafa verið þar við nám og vinnu árum saman. Norðurlandamönnum er slétt sama hvað við erum að gera. Þeir eru undrandi á óreiðunni hér og þeirri pólitísku sjálfheldu sem við höfum búið okkur.
Norðurlandamenn ásamt Þjóðverjum, Bretum og Hollendingum benda á að hrunið hafi verið alíslenskt, íslenskir bankar með Seðlabankann í broddi fylkingar, sem stjórnað var af íslendingum, fóru á hausinn og tóku íslensk fyrirtæki og heimili með sér. Íslendingar verði að standa sjálfir skil á þeim skuldum sem þeir hafa steypt sér í.
Íslenskir útvegsmenn vilja sitja áfram einir að gjafakvótanum og berjast gegn ESB aðild. Þeir græða á slakri stöðu krónunnar á meðan íslenskum heimilum blæðir, skuldir halda áfram að hækka og kaupmáttur fellur. Afstaða útvegsmanna er andstæð velferð íslensku þjóðarinnar. Ef fjárfestingahöft í sjávarútvegi yrðu afnumin myndi það einfaldlega þýða að einhverjir sem eru hæfari til að reka sjávarútvegsfyrirtæki gætu eignast þau. Gegn því berjast sérhagsmunamenn.
Okkur er tamt að telja okkur í trú um að við séum mest og best. En ef við lítum yfir farinn veg sjáum við hvernig krónan og einangrunarstefnan hefur farið með okkur. Leiðin út úr kreppunni er ekki viðhald einangrunar. Við verðum að byggja upp alþjóðlegra samfélag með beinum tengingum.
Einungis helmingur Íslendinga hefur lokið framhaldsskólaprófi á meðan samsvarandi hlutfall hjá öðrum evrópuþjóðum er 80 jafnvel 90%. Við erum ekki heimsk, en sú tíð er liðinn að við gátum reddað þessu með því að böðlast í gegnum eina vertíð eða byggt upp eina stóra virkjun og álver.
Íslendingar eru að verða fáfróðir vegna einangrunarstefnu sinnar. Heimóttaleg viðhorf, jafnvel rakalausar og heimskulegar klisjur komast áfram í umræðunni. Eitt stærsta dagblað landsins snýr hlutunum hiklaust á haus og það tekið sem staðreyndir.
Unga fólkið hefur ekki áhuga á að vinna láglaunastörf í fiskvinnslu eða landbúnaði. Það er farið og þeir sem eru við nám koma ekki heim. Menntun leiðir af sér víðsýni og flettir ofan af þröngsýnum einangrunarsinnum. Sjálfumglöð heimskan hefur verið hér við völd, eins og blasir við okkur öllum í dag og álit Íslands hefur fallið gríðarlega.
7 ummæli:
Þetta er kjarni málsins. Afar góð grein Guðmundur.
Svon greinar þyrftu að sjást oftar, ef ekki á að far enn verr fyrir Íslandi.
Verði Íslandi ekki aðili að ESB, mun landið einangrast og kjör fólks versna stórlega.
Hvers vegna heyrist ekki meira í ASÍ um þessi mál? Er ASÍ alveg sama um hvernig þessi umræða hér á landi er að fara, með þeim afleiðingum að kjör fólks stórversni. Er ekki nóg komið eða á að keyra landið í enn eitt þrot, með áframhaldandi rugli og að aðgerðarleysi.
Það verður að gefa fólki von um að það sé einhver von um betri tíma framundan, með nýjum gjaldmiðli og stórlega bættum kaupmætti, vegna lægri vaxta og verðbólgu og trausti.
Ef þessi von er tekin frá fólki, er ekkert eftir. Það ættu launþegasamtökin að hafa í huga.
Tækifærin banka ekki á dyrnar. Það verður að hafa fyrir þeim eins og öðru, og það verður að berjast fyrir umræðu um aðild að ESB. Annað er uppgjöf fyrirfram, með alvarlegum afleiðingum.
Fleiri slíkar greinar frá þeim sem hugsa um hag almennings og atvinnulífs til framtíðar.
Það er fáráðnlegt að líkja okkur við þjóðir eins og Dani, Finna Breta við erum eins og þorp í flestum þessum löndum það verður valtað yfir okkur strax í ESB. Eigum að hætta að míga utan í þetta bákn og vera við sjálf. þeir sem að vilja eitthvað annað getað bara lagt land undir fót
Nafnlaus kl. 13:20;
af hverju ættu þeir sem vilja sjá hvað kemur úr ESB viðræðum frekar að leggja land undir fót ef við erum ekki tilbúin að gleypa við bulinu í and-ESBurum?
Mér sýnist þið ættuð frekar að gera það. Það er ekki langt að fara til t.d. Grænlands, sem sagði sig úr ESB, og þar ættuð þið eflaust vel heima.
Mesti ótti andstæðinga ESB, er sá að almenningur og launþegar sérstaklega - fái ekki að kynna sér málefnalegar umræður og sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum.
Hvers vegna? Vegna þess að þá kann að koma í ljós að það marg borgar sig að ganga í ESB, þar sem kaumáttur almennings myndi aukast verulega vegna stórlega minni vaxta, og verðbólgu, lægra matvælaverðs og stöðugleika í gengi, með alvöru gjaldmiðli.
Að meðaltali eru vextir hér á landi tæplega 5% hærri er erlendis á húsnæðislánum, þegar allt er tekið. Það þýðir að meðalfjölskylda á Íslandi kaupir eina íbúð en borgar tvær, eftir afborgunartímann, en innan evrunnar kaupir fólk eina íbúð og borgar eina.
Þrælaálag krónunnar er því 100% ofaná verð íbúðar, sem við hendum út um gluggann til að halda uppi ónýtum og stórlega hættulegum gjaldmiðli!!! Erlendis getur fólk setta þennan pening í sparnað!!! Er þetta ekki frábært,,, eða hitt þó heldur,,,
Er það virkilega stefna einhverra flokka að viðhalda ónýtum gjaldmiðli og þrælaálagim krónunar - og þá til hvers?
Er það virkilega stefna stjórmálaflokka að halda almennum láunþegum í þrælabúðum krónunnar!!!
Ef svo er þarf fólk að berjast af miklu meiri krafti fyrir - að sjá hvað kemur út úr samningum við ESB - og komast um leið úr þrælabúðum krónunnar.
Eitt nýtt atriði.
Með dómi hæstaréttar, en tími aðgerðarleysis í gjaldmiðlamálum liðinn, það ættu viðeiganid aðilar að taka til skoðunar áður en farið er lengra út í fen ónýts gjaldmiðils.
Orsakri fyrir skaða lántakenda erlendra lána, er ekki dómur hæstaréttar - heldur ónýtur gjaldmiðill sem féll um 100% og skuldir heimila og fyrirtækja um leið, innlend lán hækkuðu einnig vegna þessa.
Hvernig væri nú að "spekingar" ræddu þennan kjarna málsins - áður en þjóðinni er ýtt frekar út í fen ónýts gjaldmiðils - nema að það sé einbeittur ásetningur viðkomandi - að koma þjóðinnni í þrot....
Það sem er nýtt í þessari stoðu - er að tíminn er útrunninn fyrir - ruglaða umræðu.
Með aðild að ervunni á stuttum tíma - eru stórkostleg tækifæri til að komast út úr þessum vanda.
Verði það ekki gert,,,vita felstir hvað gerist,,
Tek undir með 19:49
Ef þetta er reiknað aðeins frekar þ.e. þessi eina "auka" íbúð sem hver íbúðarkaupandi borgar til að halda úti "hættulegasta gjaldmiðli heims", kemur í ljós að útlagður kostnaður er um 1 milljón á ári á hverja fjölskyldu.
Til að leggja út aukalaga eina milljón á fjölskyldu, þarf að hafa auka laun sem nemur um 1,6 milljón aukalega!!!!!!! á ári.
Þetta er hið raunverulega álag á venjulega fjölskyldu í dag,,,vegna ónýts gjaldmiðils,,, á sama tíma og endar ná ekki saman,,,glæsilegt,,, af hverju talar ASI ekki um þetta??????
Stórkostlegt,,, ekki nema von að aðilar vilji halda krónunni áfram,,,, til að halda almenningi í fangabúðum,,,,fátæktar,,, vegna ónýts gjaldmiðils..
Er Íslandi viðbjargandi????
Frábær grein. Það verður að vera framtíðarsýn fyrir unga fólkið á Íslandi. Þetta er eitthvað sem Evrópuandstæðingar eru ekki með, engin svör, enga sýn.
Skrifa ummæli