Einhverra hluta vegna átti ég von á því að úrslit sveitarstjórnarkosninga, þar sem yfir 40% kjósenda hafnaði fjórflokknum með því að skila auðu, mæta ekki á kjörstað eða kjósa eitthvað annað, myndi verða til þess að stjórnmálamenn myndu skipta um gír.
Fyrsti stjórnmálamaðurin búinn að axla ábyrgð og aðrir hlytu að fylgja því fordæmi. Þeir myndu taka upp ábyrgari samskiptahætti og hætta útúrsnúningaleiknum. Ég er búinn að vera niður í Skandinavíu í viku, þar sem kosningaúrslit hafa hér heima hafa vakið athygli og þótt staðfesting á því sem haldið hafi verið fram undanfarin ár að stjórnmál á Íslandi séu ekki upp á marga fiska, eins og ég hef komið að ítrekað hér á síðunni frá 2007.
En þegar heim var komið nú um helgin voru fréttatímar fullir af fréttum frá umræðum á Alþingi með Sigurð Kára sem aðalforsvarsmann í útúrsnúningakeppni um hvað hefði staðið í tölvupóstum sem Davíð hafi dregið fram og birt. Sigurður Kári er á heimavelli í svona umræðu, kann reyndar ekkert annað, það hefur aldrei komið neitt frá þeim stjórnmálamanni annað en heimatilbúnir spunar um hvað aðrir séu að hugsa. Hann hefur fyrir hönd Flokksins verið í þeim verkefnum að eyðileggja alla umræðu sem Flokknum hefur þótt óþægileg og þar hafa samsuður Valhallar verið hans ær og kýr.
Það hefur ekkert komið fram sem sýnir að Jóhanna hafi lofað seðlabankastjóra neinu. Það er seðlabankastjórn sem ákvarðar hans laun og á að fara eftir settum reglum, ef það hefur ekki verið gert þá er við stjórnina að sakast. Sigmar mætti í Kastljósið í gær með hnífasettið sitt og nú átti að taka forsætisráðherra af lífi, en í lok þáttarins var Sigmar búinn að átta sig á því að enn eina ferðina var hann búinn að láta spunaliðið á Alþingi spila með sig.
Ef Sigurður Kári var ekki á skjánum þá var það Guðlaugur Þór og Bjarni Ben., sem vildu fá að fara eftir reglum 2006 til þess að meta styrki og framlög. Semsagt ef farið væri eftir þeirra ráðum, þá er Rannsóknarskýrslan óþörf. Það sem gert var fram að Hruni var gert eftir þáverandi reglum, það var ekki bannað með lögum að svíkja náungann og hafa af honum ævisparnaðinn og flytja hann til aflandseyja. Ræna bankanna innan frá og kaupa útvalda til fylgis með ofurlánum og styrkjum.
Einkennilegt hvernig formaður sjálfstæðismanna mismunar sínu fólk, hann fordæmdi lán Þorgerðar Katrínar og fékk hana til þess að segja af sér. Mat sín eigin vafningaviðskipti og viðskipti með tjónasjóð Sjóvá sem eðlileg. Fordæmdi ofurstyrki til Flokksins og skilaði þeim, en vill svo ekkert gera í málum þeirra þingmanna sem hafna því að skýra sín mál.
Styrkir Guðlaugs Þórs eru frá félögum sem viðurkennt er að hafa starfað með óeðlilegum hætti og aðilum tengdum Geysi Green. Ég hef áður sagt að það sé vitanlega stjórnmálaflokkanna að taka á sínum málum, og ef þeir geri það ekki þá séu þeir að senda kjósendum skilaboð um hvar spillingaþröskuldurinn sé í viðkomandi flokki.
Það verður vitanlega spennandi að fylgjast með hvernig Landsfundur Sjálfstæðismanna tekur á þessu og hvort formannum verði gert heimilt að starfa áfram Vafningalaust. Mun fundurinn una óbreyttu ástandi? Það eru örugglega margir í öðrum flokkum sem óska þess að Landsfundurinn geri það.
17 ummæli:
Dagsetningarnar á tölvupóstunum sanna, að menn voru löngu farnir í karp um launin, áður en ferli ráðningar eða ákvörðunar þar um var formlega lokið.
Það er brot á stjórnsýslulögum eða í það minnsta verið að fara freklega á svig við þau.
Sá /Sú sem þar ber ábyrgð er forsætisráðherra á hverjum tíma. Nú um stundir gegnir Jóhanna því embætti.
Ergo, hún ber ábyrgð og af orðum hennar, með tillititi til póstsendinganna, vissi hún gjörla um karpið á þeim tíma.
Með vinsemd
Miðbæjaríhaldið
Guðm "Góði" bloggar:
"Einkennilegt hvernig formaður sjálfstæðismanna mismunar sínu fólk, hann fordæmdi lán Þorgerðar Katrínar og fékk hana til þess að segja af sér. Mat sín eigin vafningaviðskipti og viðskipti með tjónasjóð Sjóvá sem eðlileg. Fordæmdi ofurstyrki til Flokksins og skilaði þeim, en vill svo ekkert gera í málum þeirra þingmanna sem hafna því að skýra sín mál"
Takk fyrir að afhjúpa þig Guðm "Góði"
Þú sem hefur á ofurlaunum setið áratugum saman í stjórn lífeyrissjóða, m.a. Stafir og tapaðir 20% af lífeyrissparnaði þinna umbjóðenda - sem treysta þér fyrir að varðveita fé sitt. 16% skerðing og 15 milljarða tap hjá Stöfum segir allt, sem segja þarf um þig.
Hvað ertu að gera í stjórn lífeyrissjóðs - þegar þú þú eftir öll þessi ár ert svo glámskyggin - að þú skrifar bullið sem ég kvóta í þig hér fyrir ofan?
Góði Guðmundur - þú veist ekki upp eða niður í fjármálum - og nú ætla ég að rekja staðreyndir - sem þér sem fjármálastjórnanda á ofurlaunum eiga að vera ljósar:
1. 1.7 milljarða kúlulán til eiginmanns Þorgerðar Katrínar, sem hún er ábyrg fyrir skattaskilum af - mun aldrei endurgreiðast.
25 milljóna styrkir til Guðlaugs Þórs eru óafturkræfir.
Sérðu einhvern mun?
2. Fjölskylda Bjarna seldi Wernersbræðrum sinn hlut í Sjóvá. Wernersbræður síðan veðsettu bótasjóð Sjóvá vegna byggingar 68 íbúða turns í Macau.
Hvað hafði það með Bjarna að gera?
3. Morgan Stanley gerði veðkall vegna lána til kaupa á Glitnisbréfum. Wernersbræður og fjölskylda Bjarna lögðu fram veð í sitt hvoru lagi inn í Vafning hf til að halda utan um veðin.
Bjarni kom eingöngu að Vafningi sem umboðsmaður og lögfræðingur föður og föðurbróður - án persónulegra hagsmuna.
Með sömu blogg-rökum þínum er hægt að halda því fram að þú sért persónulega ábyrgur fyrir 15 millarða tapi Stafa sem þú ert í stjórn fyrir.
4. Lýðræði þekkist ekki innan lífeyrissjóða. Beint lýðræði er ekki til. 55.000 sjóðsfélagar Stafa geta ekki kosið stjórn þeirra sem töpuðu 15 milljörðum af ævisparnaði þeirra.
Guðmundur hvernig fékkst þú - jafn óhæfur og blogg þitt sannar - samþykki Fjármálaeftirlitsins til stjónarsetu í lífeyrisjóðum - ef þú lætur annað eins bull út úr þér og hér að ofan?
kveðja
Eva Hauks
Sæl Eva þakka hlý orð í minn garð.
Ég hef ekki setið í stjórn lífeyrissjóða í marga áratugi. Ég hef setið sem varamaður í stjórn lífeyrissjóðs undanfarin 2 ár.
Á þessari síðu eru fjölmargir pistlar um lífeyrssjóði og þar á meðal einn sem sýnir stöðu okkar sjóðs og það sem þú segir er endaleysa.
http://gudmundur.eyjan.is/2010/05/lifeyrisgreislur-eru-vertyrggar-og.html
kærar kv .GG
Íslensk stjórnmál eru á pari við ávaxtaríki
Kv Sverrri
Frábær greining að venju Guðmundur.
kv Úlfur
....framhald
5. Lýðræði er ekki innan lífeyrissjóða. Sjóðsfélagar Stafa hafa ekki kosið þig beinni kosningu Guðmundur - svo þú getir tapað 15 milljörðum af ævisparnaði sjóðsfélaga.
Lýðræði er það - að kjósendur kjósa sína fulltrúa - og að kjósendur hafna sínum fulltrúum - líkt og Guðlaugur Þór ætlar að láta reyna á í næstu kosningum.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert með það að gera hvort Guðlaugur situr eða fer. Það er á milli Guðlaugs og kjósenda hans, sem hann situr fyrir. Fyrir hvern situr þú Guðm?
Erfitt er fyrir Guðmund að skilja það - þar sem hann er ekki stjórnarkjörinn beinni kosningu 55.000 sjóðsfélaga Stafa.
Jæja Guðm - svaraðu nú gagnrýni minni í liðum 1-5 :)
kveðja
Eva Hauks
Hún er nú eitthvað ekki í lagi þessi Eva. Það er ekki heil brú í fullyrðingum hennar og dylgjum
Kristinn
Sæl Eva
Ég var kosinn sem tillaga sem varastjórnarmaður af 130 fulltrúum, sem voru kosnir af 6000 félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins.
Ég hlaut svo kosningu sem varastjórnarmaður á opnum sjóðsfélagsfundi hjá Stöfum. Þetta bull í þér um að ég hafi tapað einhverjum fjármunum og verið stjórnarmaður í áratugi er ekki svaravert og lýsir því að þí hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.
Ég óska þess innilega að ykkur úi Sjálfstæðisflokknum gangi sem allra best með að halda saman ykkar spillingarliði. Það vegna yfirgangs þess sem ég yfirgaf flokkinn á sínum tíma
Bestu kv. GG
Eva hér er flottur pistill eftir Guðmund.
http://gudmundur.eyjan.is/2010/05/fin-spilling-hja-xd.html
Guðmundur pistlar þínir eru með allra besta sem maður les.Þar góðum skotum beint til allra stjórnmálamanna og sjónarmið launþega vel fram settar.
Jafnframt fjallar þú um stöðu lífeyrissjóða þeirra af mikilli réttsýni og þekkingu.
Gunnar Örn.
Evu Hauks er gjörsamlega sama eins og mörgum sjöllum hvort það sé spilling innan FLokksins.
Auðvitað ætti Bjarni að þrýsta á Guðlaug og fleiri spillta sjalla að segja af sér, en hann á bágt með það vegna eigin vafnings.
Það er engin að segja að Bjarni hafi einhverja lagaskyldu, hann hefur siðferðislega skyldu en á erfitt með að nota hana vegna rótgróinnar spillingar innan Sjálfstæðisflokksins.
M.kv.,
Garðar Garðarsson.
....framhald
Guðmundur þú segist hér sjálfur hafa setið í stjórn Stafa sl 2 ár. Á sl 18 - 20 mán hafa Stafir tapað 15 milljörðum (m.a.5 milljörðum af hlutafé Stafa)- á meðan þú varst í varastjórn.
Ef þú átt við að þú hafir yfirgefið flokkinn vegna Davíðs - þá er þér óhætt að koma úr felum. Davíð er hættur og nýr maður tekin við - sem skilaði 50 milljóna mútufé.
Nú er komið á lýðræði - sem t.d. veitir Guðlaugi Þór rétt á að vera fulltrúi sinna kjósenda þar til næst verður kosið.
Guðm hvenær geta 55.000 sjóðsfélagar Stafa kosið stjórnina beint í gegnum heimabanka?
Kveðja
Eva Hauks
Dáist af þér að hafaþolinmæði að svar þessari Evu.
Fyrrverandi Seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsis heimtar að Jóhanna Sigurðardóttir segi af sér vegna launamála Más Guðmundssonar.
Það má vel rannsaka þetta mál – og um að gera að þeir sem bera ábyrgð axli hana. Eiginlega þarf að fara að ljúka þessu.
En Seðlabankastjórinn fyrrverandi – sem á tíma sínum sem ráðherra mótaði stefnuna sem leiddi til hruns hagkerfisins, lét skipa sig sem Seðlabankastjóra, fól klíkubróður sínum að hækka laun sín svo hann væri örugglega með hærra kaup en forseti Íslands og stýrði svo sjálfum Seðlabankanum í gjaldþrot, lét hálfpartinn bera sig þaðan út vegna þess að honum datt ekki í hug að segja af sér sjálfur – verður bara furðulegur þegar hann setur fram svona kröfur.
Friðrik
Góður pistill hjá þér Guðmundur.
Skítlegt eðli virðist vera skilyrði fyrir frama innan Sjálfstæðisflokksins.
....framhald
Garðar Garðarsson:
Mér er alls ekki sama um spillingu... hvar í flokki sem hún er.
T.d. finnst mér að Guðlaugur Þór ætti að segja af sér... áður en til kosninga kemur. Hann getur þá boðið sig fram aftur í næta prófkjöri... ef kjósendur þá vilja hann?
Garðar... hér á þessu bloggi Guðmundar hefi ég rakið Vafnings viðskipti Bjarna Ben. Hvað nákvæmlega ertu að setja út á í sambandi við þau?
Jóhanna ætti að segja af sér áður en hún skemmir of mikið fyrir sér og xS... því eins og "Miðbæjaríhaldið" bendir á hér... þá eru launa tölvupóstar Más dagsettir löngu áður en umsóknarferlinu lauk.
Á ekki að gæta jafnræðis við ráðningar í opinber störf? Er eðlilegt að forsætisráðherra sé að mismuna umsækjendum og taka einn fram yfir annan? Er eðlilegt að forsætisráðherra... eða formaður bankastjórnar Lára V. Júlíusdóttir séu í persónulegu sambandi við einn umsækjenda... en ekki hina?
kveðja
Eva Hauks
Góður pistil og vel framsettur eins og áður.
Fáránlegar aths. Evu þar sem hún vinnur efitir hefðbundnum leiðum Valhallar að fara í manninn ekki boltann og reyna að eyðilegjga umræðu með því að reyna að koma klámhöggi á GG.
Ljóst er að hann var ekkií stjórn lífyerissjóðs þegar kaup voru gerð á hlutabréfum sem Hrundi vegna aðgerðaleysis eftirlitstofanna og efnahagshelstefnu Sjálfstæðisflokksins.
Þekkt er barátta GG fyrir auknu lýðræði innan sjóðanna og hefur komið fram hér í aldeilis frábærlega greinargóðum pistlum um lífeyriskerfið á þessari síðu.
Kristinn Þór
Eva Hauks.
Það er ekki eðlilegt að áður þingmaður og formaður allsherjarnefndar og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hafi haft hag af því að óeðlileg viðskipti sem Vafningur stóð að hafi getað fært honum og fjölskyldu hans milljónir króna ef vel gekk og síðan tap fyrir þjóðfélagið upp á milljarða ef illa færi sem og gerðist.
Jóhanna kom ekki nálægt launamálum seðlabankastjóra og átti ekki að gera það samkvæmt lögum þar sem launamál voru áður undir bankaráði Seðlabanka Íslands, og síðar undir kjararáði og bankaráði Seðlabanka Íslands. Jóhanna gerir alveg hárrétt í að skipta sér ekki af launamálum í Seðlabankanum, og lætur hæfnisnefnd skera úr um hæfasta einstaklinginn í seðlabankastjórastöðuna og hlýðir úrskurðinum sem fyrirrennarar hennar hafa ekki gert hér áður fyrr. Jóhanna á heiður skilin fyrir breytt vinnubrögð.
Allir málsaðilar hafa staðfest það að Jóhanna hafi hvergi komið nálægt ákvörðunartöku um launamál seðlabankastjóra.
Lára V. Júlíusdóttir, formann bankaráðs Seðlabanka Íslands, hefur það í sínum verkahring að skipta sér af launamálum innan Seðlabankans og því er það skylda hennar að gera það. Hvort hún hafi mismunað umsóknaraðilum um seðlabankastjórastólinn veit hvorki ég né Eva Hauks út frá þeim gögnum sem hafa verið gerð opinber.
Þetta er allt einn stór stormur í vatnsglasi eins og hér um árið þegar einhver átti að hafa reynt að múta Davíð Oddsyni. Davíð var vanur að kalla svona mál smjörklípu og hafði víst lært allt um klípuna hjá henni ömmu sinni hér um árið.
M. kv.
Garðar Garðarsson.
....framhald
Kristinn Þór:
Skv upplýsingum Guðm G hér, þá sat hann í varastjórn Stafa áður en til hruns kom.
Undir eðlilegum kringumstæðum þá hafði GG átt að krefjast að Stafir losuðu sig við a.m.k. öll banka hlutabréf, Baugs, Exista ofl útrásar froðubréf.
Öllum sem fylgdust með fjölmiðlum var ljóst í júní 2008... þegar Jón Ásgeir og fjölsk keypti Haga út úr Baugi Group... að hann var að bjarga bestu bitunum úr sökkvandi skipi.
Mér var hent út og bönnuð á bloggum fyrir að benda á þetta og segja mína skoðun... þegar þessi viðskipti áttu sér stað.
GG átti að mótmæla og krefjast sölu á banka og útrásar rusl-bréfum.
Garðar Garðarsson:
1) Vafningur hf var stofnaður til að halda utan um veð til Morgan Stanley vegna veðkalls á lánum til kaupa á Glitnis hlutabréfum Wernersbræðra og fjölsk Bjarna Ben í sitt hvoru lagi og óháð hvorum öðrum.
2) Fjölsk Bjarna seldi Wernersbræðrum sinn hlut í Sjóvá. Síðan veðsettu Wernersbræður bótasjóð Sjóvá vegna byggingar 68 íbúðaturns í Macau.
3) Wernesbræður lögðu m.a. 68 íbúðaturn í Macau fjármagnaðan með bótasjóði Sjóvá inn í Vafning til að mæta veðkalli Morgan Stanley.
4) Bjarni Ben kom eingöngu að málinu sem lögfræðingur og umboðsmaður í fjarveru föður og föðurbróður... óháð Wernesbræðrum.
5) Hvernig gat lögfræðingurinn Bjarni haft persónulegan "hag/ávinning" af veðsetningum fjölsk sinnar vegna veðkalls MS með innlagnigu veða í Vafning?
6) Hvernig verður þjóðfélagið fyrir tjóni ef íslenskir einkaðilar greiða ekki erlendar skuldir sínar?
7) Ef greiðslufall Vafnings varð hjá Morgan Stanley... hvernig snertir það Bjarna?
8) Hvað hefur það með Bjarna að gera... að veðkall Morgan Stanley vegna veðsetningar Wernersbræðra, stærstu eigenda Sjóvá, á 68 íbúða turni í Macau kom til greiðslu hjá bótasjóði Sjóvá?
9) Hvað kemur það fjölsk Bjarna við... ef Wernersbræður veðsetja bótasjóð Sjóvá... eftir að þeir kaupa hlut fjölsk Bjarna í Sjóvá?
10) Hreinn Loftsson hrl staðfesti milligöngu sína í að Jón Ásgeir hefði boðið Davíð Oddssyni 300 milljónir fyrir "gott Baugsveður".
Hreinn bætti við... þegar málið komst upp... að þetta hefði verið í gríni.
kveðja
Eva Hauks
Skrifa ummæli