Það fór svo eins og margir hafa spáð að Sjálfstæðisflokkurinn málaði sig algjörlega út í horn í efnahagsstjórn og Evrópumálum. Hann fær allstaðar lægstu einkunn í efnahagsstjórn, reyndar hafa fleiri sakað hann aðgerðaleysi í efnahagsstjórn.
Allt var látið reka á reiðanum og þeir sem áttu að stjórna gerðu ekkert annað en að hæla sjálfum sér fyrir hversu allt væri gott. Skattar væru lækkaðir á þeim efnameiri, en auknir á þeim sem minnst máttu sín og ójöfnuður jókst.
Nú blasir náðarhögg efnahagsstjórnunarinnar við þeim sem hafa látið bankana glepja sig til mikillar lántöku. Gríðarleg eignatilfærsla er að eiga sér stað og ójöfnuðurinn í þjóðfélaginu aldrei meiri, enda var það greinilega markmiðið. Eignamenn og bankarnir munu koma vel út á meðan heimilunum blæðir.
Í þessari stöðu er nauðsynlegt að ríkisstjórnin hugi strax að margháttuðum aðgerðum til þess að rétta þeim sem munu fara illa út úr þessu, sökin liggur alfarið í efnahagsstjórn undanfarinna ára og ríkisstjórnin ber miklar skyldur gagnvart þeim sem innst mega sín.
Setja þarf uppbyggingu leiguíbúða á fullt. Auka byggingu félagslegra íbúða fyrir öryrkja og aldrað fólk.
Við erum búin að heyra nóg af endurteknum klisjum og fullyrðingum stjórnarþingmanna. Maður upplifir ítrekað fullkomið getuleysi þeirra til málefnanlegrar umræðu og innlegg þeirra einkennist af tilraunum til þess að afvegaleiða umræðu og eyðileggja hana.
2 ummæli:
Er ekki málið einfaldlega að flytja úr landi og losna undan þessu oki sem hér er? Af hverju ekki að hvetja fólk til þess?
Eru íbúðir hér á landi ekki allt of stórar? Er óhugsandi að byggja ný húsnæði með íbúðum á bilinu 25-40 fm. Sem hægt væri að kaupa á skikkanlegum prís?
Skrifa ummæli