miðvikudagur, 16. janúar 2008

Vilja semja til fjögurra ára

Ríkisúpvarpið hádegisfréttir kl. 12.20 16. jan. 2008

Vilja semja til fjögurra ára.
Samtök atvinnulífsins vilja semja við verkalýðshreyfinguna um kaup og kjör til fjögurra ára. Verkalýðshreyfingin vill hins vegar samning til 13 mánaða. Framkvæmdastjóri SA segir markmiðið að tryggja stöðugleika og ná niður verðbólgu.


Um þessa frétt má blogga svona;Sú staða er nú komin upp að sá strætó sem átti leið um hjá SA og ríkisstjórninni þ. 4. jan. en þeir létu fara hjá án þess að stíga um borð, hafi eftir allt verið sá rétti.
Reyndar virðist það svo vera að hann hafi verið sá eini sem var á leið til þess áfangastaðar sem hluti lausnar hins gífurlega efnahafgsvanda liggur. Það er að segja með sameinaðri verkalýðshreyfingu í samvinnu við SA og stjórnvöld.

Þeir eru að viðurkenna að þeir hafi gert mistök með því að stíga ekki um borð. En spyrjast fyrir um hvort þessi vagn sé væntanlegur aftur fljótlega. Hvað í veröldinni vilja þessir menn? Hver á að treysta þeim eftir svona óvönduð vinnubrögð?“

Engin ummæli: