laugardagur, 14. nóvember 2009

Þjóðfundarfulltrúar sektaðir

1500 hundruð manns komu á frábæran Þjóðfund í hliðarhús Laugardalshallar, auk nokkur hundruð starfsmanna. Einnig er sýning í Höllinni sjálfri. Umferðaröngþveiti skapaðist við Laugardalshöllina upp úr kl. 9.30 þegar flestir allir voru að koma og merkt bílastæðin orðin full, einnig við Skautahöllina.

Bílastæðaverðir á vegum Þjóðfundar gripu þá til þess ráðs að vísa þjóðfundargestum með bíla sína út í vegkanta og upp á hin miklu tún sem eru vestan við við Höllina. Þetta var gert svo upphaf fundarins drægist ekki úr hömlu.

Á meðan þjóðfundargestir sátu að störfum innilokaðir frá kl. 10.00 til 16.30 sá lögreglan sér leik á borði og sektaði alla bíla sem ekki stóðu nákvæmlega á merktum stæðum um 2.500 kr.

Allir þessi bílar voru parkeraðir nákvæmlega eins og þegar landsleikir eru og ég hef sótt þá allmarga og aldrei fengið sektarmiða. En lögreglan metur greinilega Þjóðfund öðruvísi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

var þetta ekki bara heiðarlegt af löggæslunni? Bílum rangt lagt? það hefði aldrei farið eins og fór hérna á landi ef þetta viðhorf hefði alltaf verið haft að leiðarljósi.

Þessi hugsun þín Guðmundur, að það sé í lagi að brjóta lög í dag, af því það var gert á einhverjum landsleik fyrir mörgum árum er ekki við hæfi á svona messu eins og í dag.