laugardagur, 14. nóvember 2009

Þjóðfundur

Er að fara á þjóðfund. Einn hinna útvöldu 300. Eins og venjulega þá er tilteknir netverjar og fjölmiðlamenn búnir að afskrifa þjóðfundinn, þar munu þessir 300 valta yfir hina í yfirgengilegum kjaftöskrum og ruddagangi. Mér finnst reyndar þessir ritarar vera sífellt að lýsa sjálfum sér, afsakið.

Viðbúið er að niðurstöður fundarins verði hantéraðar eins og netmiðlar og spjallþættir hafa unnið úr niðurstöðum funda í verkalýðshreyfingunni. Fundnir eru kverólantar sem engin nennti að hlusta á. Málum frekar stillt upp þannig að meirihlutinn hafi valtaði yfir þá með því að vera ekki sömu skoðunar og þeir.

Það hentar þessum mönnum efnilega ekki að til sé öflug verkalýðshreyfing með virku lýðræði. Þessir menn lýsa svo einhverju sem verkalýðshreyfingin á að hafa gert, en hefur aldrei gert og hún hafi einhverjar skoðanir sem aldrei hafa komið fram. Allt heimatilbúið.

Steininn tekur úr þegar því er blákalt haldið fram að verkalýðshreyfingin hafi ekkert aðhafst á Kárahnjúkum. En það kom fram í fréttum nánast daglega þar sem trúnaðarmenn voru blóðugir upp að öxlum ásamt starfsmönnum verkalýðsfélaganna í daglegum slagsmálum við verktaka á staðnum. En það hentar ekki niðurrifsmálflutningnum.

Niðurstaða meirihlutans ekki kynnt og ekki farið yfir þær forsendur sem lágu til þess að meirihlutinn komst að sinni niðurstöðu.

Nú eru fundarstjórnendur búnir að lýsa fundarformin Þjóðfundar vel. 9 manns á hverju borði, skrifa skoðanir sínar á tilteknum atriðum á miða og það slegið inn í tölvur. Hver og einn gefur svo þeim sjónarmiðum atkvæði og þannig er niðurstaða smá saman dreginn fram. Þekki þetta form vel, hef unnið á ráðstefnum þar sem það er notað. Síðast í gær á trúnaðarmannaráðstefnu rafiðnaðarmanna.

En þeir sem lifa í veröld leðjuslagsins vilja ekki hlusta á svona skýringar, þær henta ekki þeirra neikvæði veröld. Er nema von að fólk sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

.. algerlega sammála

Mér finnst sem nú loksins sé að koma fram sú hreyfing og afl sem ég er sannfærður um að eigu eftir að að breyta okkar þjóðfélagi til góðs.

Því miður hefur valdakerfi undanfarinna ára einkennst að því að meira skiptir hver gerir en hvað er gert, kiklu skipti að setja sig upp á móti góðum málefnum ef ekki réttur aðili setur þau fram, glórulaus hagsmunagæsla einstakra atvinnugreina og einstaklinga.

Nú eru að koma fram hópar sem eru ekki að skilgreina sig utan um það að koma einstaklingum áfram eða trana fram þröngum hagsmunum.

Nú þarf að standa á baki þessum hreyfingum og styðja allt þetta frábæra fólk og hlusta. Síðan á hver að gera upp sinn hug og styðja það sem gott er án þess að máli skipti hver á átti tillöguna.

Það er hárrétt hjá þér, sérhagmundir ráða miklu í skrifum fjölmiðla og boggs í dag og ef til vill er það ekkert skrítið að þeir sem MUNU missa sín þröngsýnu völd reyni að halda völdum.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur - ég átti boð á Þjóðfund - eftir mikla umhugsun ákvað ég að mæta ekki. Ég missti trúna á framtakið þegar farið var að flagga ,,gerendum" í útrásinni sem skipuleggjendum og kynningaraðilum.

Hef unnið svona vinnu á íbúaþingum - komið að stefnumótunum landshluta o.fl.

En óska öllum ,,maurum" góðs og gagnmerks dags.
Alma Jenný Guðmundsdóttir

Maggi W sagði...

Samkvæmt fyrstu fréttum af fundinum leggur þessi þverskurður þjóarinnar einna mesta áherslu á gildið HEIÐARLEIKI.
Hvað ætli margir fulltrúanna 1500 eigi eftir að vinna svart, kaupa svart eða koma sér á annan hátt undan greiðslu skatta á næstu mánuðum ? Stela þannig frá fátækum og sjúkum ?

Æi - vonandi er þetta bara svartagallsraus í mér, vonandi er þetta upphaf betri tíma.