Skógarnes eitt af orlofssvæðum rafiðnaðarmanna
Hún er oft æði grunn umræðan um stéttarfélögin í dag. Sumir líta til stéttarfélaga eins og þau voru um miðja síðustu öld og komast að þeirri niðurstöðu að þar sem vinnubrögðin nú séu ekki þau sömu og þá, sé verkalýðshreyfingin í dag á villigötum??!!
Hún er oft æði grunn umræðan um stéttarfélögin í dag. Sumir líta til stéttarfélaga eins og þau voru um miðja síðustu öld og komast að þeirri niðurstöðu að þar sem vinnubrögðin nú séu ekki þau sömu og þá, sé verkalýðshreyfingin í dag á villigötum??!!
Þetta er svo yfirgengilega vitlaust og svo einkennandi fyrir íslenska umræðulist. Þar sem menn hika ekki við að leggja tvo algjörlega óskilda þætti saman og draga út niðurstöðu, sem vitanlega er dæmd til þess að verða fáránleg. Það þarf ekki annað en að líta á fyrirtækin og atvinnulífið í dag og svo fyrir 60 árum síðan, til þess að sjá hvar í veruleikanum þessir einstaklingar eru staddir.
En sumir spjallþáttastjórnendur og fréttamenn leita ætíð til þeirra fáu einstaklinga innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem þeir geta fundið orðum sínum samanstað. Einstaklinga sem eru búnir að einangra sig og engin tekur mark á innan verkalýðshreyfingarinnar.
Ég ætla í þessum pistli að fjalla um starf verkalýðsforingja í dag og það umhverfi sem þeir starfa í. Bera saman vinnumarkað í dag og fyrir nokkrum árum, viðhorf og vinnubrögð. Það verður ekki gert að neinu viti án þess að vera með nokkuð lengri pistil en venjulega.
Staðan fyrir 50 árum
Stefán Ólafsson segir réttilega í bókinni "Hugarfar og hagvöxtur“ að skipulags- og stjórnarfarslega séu Íslendingar ekki eins langt komnir í þróuninni og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Íslensk stjórnvöld brugðust við efnahagskreppum og slakri efnahagsstjórn fram undir 1990 með því að fella endurtekið gengi og viðhalda- atvinnu og byggðastefnu með beinum aðgerðum. Stjórnvöld nýttu gengisfall krónunnar og verðbólgu til þess að ná þessum markmiðum.
Verkalýðshreyfingin starfaði þá vitanlega í samræmi við þessa stjórnarhætti og gerði kjarasamninga á þeim forsendum. Þvingað var fram í kjarasamningum lífeyrisjóðskerfi sakir þess að stjórnmálamenn vildu ekki byggja upp samskonar lífeyriskerfi og var annarsstaðar á Norðurlöndunum. Samið var um sjúkrasjóði og mun meiri veikindadagarétt í kjarasamningum á sömu forsendum. Þar liggur meginástæða þess að beinir skattar eru hér um 15% lægri en annarsstaðar á Norðurlöndum. Við greiðum þann mismun í gegnum launakerfið, 1% í sjúkrasjóð, 12% í lífeyrissjóð og veikindagakerfi íslenskra kjarasamninga er um 2% dýrara en það er á öðrum Norðurlöndum.
Reglulega var samið um svimandi launahækkanir og á árunum 1980 - 2000 hækkuðu laun á Íslandi um 2500%. Á sama tíma hækkuðu þau um 100% í Danmörku, en kaupmáttur launamanna jókst svipað í báðum löndunum (hagdeildir SA og ASÍ). Fyrstu áratugina á síðustu öld var hinn íslenski verkalýðsforingi baráttumaður sem hvatti til verkfalla, slóst með handafli við yfirvöldin og hellti niður mjólk.
Máttur hugsjónabaráttunnar hefur minnkað og einstaklingshyggjan vaxið. Launþegar verða ólíkari og skiptast í smærri og sérhæfðari hópa, sem hafa ólíka hagsmuni og áhugamál. Erfiðara er að halda saman stóru hagsmunasamtökunum sakir þess að sameiginlegum baráttumálum fækkar sífellt. Á meðan sérhæfðari stéttarfélög eru að ná meiri árangri og flest stéttarfélögin hafa framkvæmt miklar breytingar á starfs- og stjórnarháttum undanfarna tvo áratugi.
Upp úr miðri síðustu öld fór í vaxandi mæli að bera á að verkalýðshreyfingin og stjórnmálamenn byggðu ákvarðanir sínar á úreltum gildum og voru oft langt á eftir hinum öru þjóðfélagsbreytingunum, sem hófust hófust árið 1970. Þetta leiddi til þess að þeir voru stundum fullkomlega út á þekju í umræðunni þegar líða tók á síðustu öld. Menn stilltu sér upp í gúmmistígvélum í lopapeysu á bryggjusporði, þegar verkalýðsforingjum var lýst í skopleikjum og áramótaskaupum á þessum árum. Sölkur Völkur þess tíma.
Upp úr 1985 kemur fram á sjónarsviðið ný tegund verkalýðsforingja með Ásmund Stefánsson í broddi fylkingar. Menn sem lögðu á sig mikla vinnu við að afla þekkingar og vinna úr henni. Þessir menn ryðja í burtu gömlum viðhorfum um tuga prósenta launahækkanir og að verðbólga sé einhver hlutur sem ekki sé hægt að breyta. Frá því þessi stefna var tekinn upp fyrir 20 árum hefur tekist að hækka kaupmátt meira en næstu 50 ár þar á undan.
Það eru þessir menn sem setja á Þjóðarsátt og ryðja í burtu gömlum gildum og hafna óskhyggju- og kollsteypuaðferðum og taka upp raunsæisstefnu, eins og það hefur oft verið nefnt. Það eru nokkrir, þar á meðal þeir spjallþáttstjórnendur og fréttamenn sem ég vitna til í upphafi þessa pistils, sem samsama sig skoðunum Hannesar Hólmsteins og fullyrða að Þjóðarsátt hafi ekki verið neitt og þar með hafi verkalýðshreyfingin lagt niður störf sín, svo ég vitni til orða þeirra.
Staðan í dag
Íslensk stjórnvöld hafa ekki fylgt þróuninni eftir verða svo uppvís af hinu sama árið 2008 og þau urðu 1990, vera langt á eftir þróuninni og ekki búnir að uppfæra reglur og reglugerðir EES til samræmis við stöðuna í dag. Stjórnmálamenn okkar hamast svo við að telja okkur og um leið sjálfum sér í trú um að það sé óvinveitt nágrannalönd sem hafa hafnað því að hjálpa okkur svo þau geti haldið áfram á sömu braut!!?? Er nema von að íslenskir stjórnmálamenn hafi einangrað sig bæði hér og utanlands og séu utangátta?
Valfrelsi á öllum sviðum er nú sjálfgefið í augum almennings. Við stöndum frammi fyrir mörgum valkostum á öllum sviðum. Sífellt færri launamenn starfa hjá sama fyrirtækinu allan sinn starfsaldur. Flestir reikna með að þurfa að skipta um starf minnst tvisvar á starfsævinni. Sérhæfing fyrirtækjanna hefur vaxið og kröfur til sérhæfingar og sveigjanleika starfsfólksins hefur aukist umtalsvert.
Það eru þessir menn sem setja á Þjóðarsátt og ryðja í burtu gömlum gildum og hafna óskhyggju- og kollsteypuaðferðum og taka upp raunsæisstefnu, eins og það hefur oft verið nefnt. Það eru nokkrir, þar á meðal þeir spjallþáttstjórnendur og fréttamenn sem ég vitna til í upphafi þessa pistils, sem samsama sig skoðunum Hannesar Hólmsteins og fullyrða að Þjóðarsátt hafi ekki verið neitt og þar með hafi verkalýðshreyfingin lagt niður störf sín, svo ég vitni til orða þeirra.
Staðan í dag
Íslensk stjórnvöld hafa ekki fylgt þróuninni eftir verða svo uppvís af hinu sama árið 2008 og þau urðu 1990, vera langt á eftir þróuninni og ekki búnir að uppfæra reglur og reglugerðir EES til samræmis við stöðuna í dag. Stjórnmálamenn okkar hamast svo við að telja okkur og um leið sjálfum sér í trú um að það sé óvinveitt nágrannalönd sem hafa hafnað því að hjálpa okkur svo þau geti haldið áfram á sömu braut!!?? Er nema von að íslenskir stjórnmálamenn hafi einangrað sig bæði hér og utanlands og séu utangátta?
Valfrelsi á öllum sviðum er nú sjálfgefið í augum almennings. Við stöndum frammi fyrir mörgum valkostum á öllum sviðum. Sífellt færri launamenn starfa hjá sama fyrirtækinu allan sinn starfsaldur. Flestir reikna með að þurfa að skipta um starf minnst tvisvar á starfsævinni. Sérhæfing fyrirtækjanna hefur vaxið og kröfur til sérhæfingar og sveigjanleika starfsfólksins hefur aukist umtalsvert.
Til að standast samkeppnina, þarf að sjá til þess að 1/3 hluti vinnuaflsins sé að staðaldri að sækja sér aukna þekkingu á símenntanámskeiðum. Samkeppni fyrirtækja grundvallast á því að ná til sín besta starfsfólkinu. Starfsfólk er verðmætasta eign hvers fyrirtækis. Í bókhaldi er steinsteypa, tölvu- og vélbúnaður, jafnvel heimasíður og viðskiptavild fært sem eign fyrirtækisins, en allt sem viðkemur starfsfólki er fært sem kostnaður. Laun, veikindi, orlof, og það furðulegasta af öllu – starfsmenntun – eru færð sem kostnaður. Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin barist fyrir raunfærnimati fólks sem er að störfum út í atvinnulífinu svo það geti farið til náms og lokið því á réttum forsendum.
Framleiðni í íslenskum fyrirtækjum er lág. Því hafa samtök launamanna í samvinnu við fyrirtækin sameinast um að stórefla starfsmenntun í atvinnulífinu og búa þannig um hnúta að það sé aðgengilegt og eftirsóknarvert að stunda símenntun. Í framsæknustu stéttarfélögunum í dag er starfsmenntun ákaflega fyrirferðamikill þáttur í starfseminni. Það tryggir atvinnuöryggi og um leið betri kjör.
Það gilda sömu lögmál í íþróttum og innan fyrirtækja. Fyrirtækið með best þjálfaða starfsfólkið sigrar. Til þess að ná fram fylgi við þá stefnu sem fyrirtækið fylgir við að auka framleiðni og ná betri árangri þurfa þeir sem eru í keppnisliðinu, starfsmennirnir, að vita að hverju er stefnt. Það eru starfsmennirnir sjálfir sem vita best hvernig er hægt að hagræða til þess að auka framleiðni. Því er haldið fram að þau lönd sem ætla sér að fylgja tækniþróuninni og viðhalda þeim lífsháttum sem við höfum tamið okkur, verði að sjá til þess um 20% af vinnuaflinu sé að jafnaði í starfsmenntanámi.
Starfsmenntun - hryggbeinið í kjarabaráttunni
Grunngildi stéttarfélaga er og verður ætíð það sama, að verja þá sem minnst mega sín. Það hefur verið gert með því að hækka ætíð lægstu gólf kjarasaminga umfram almennar launahækkanir. Til þess að tryggja að þeir sem eru á lægstu töxtum fylgi launaskriði á markaði. T.d. hafa lægstu taxtar í kjarasamningum rafiðnaðarmanna hækkað frá 2000 um 30% umfram almennar launahækkanir.
Fjöldi rafiðnaðarmanna á atvinnuleysisskrá er í dag mun minni en í öðrum starfsgreinum, er um 3,5% á meðan það er víða um og yfir 10%. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna voru 470 þús. kr. í síðasta septembermánuði samkvæmt víðtækri launkönnun Capacent, meðalvinnuvikan 42 klst. og meðaldaglaun 365 þús kr. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Starfssvið rafiðnaðarmanna er mjög vítt. Innan við 1.000 eru að störfum á byggingarmarkaði og það er þar sem mesta atvinnuleysið er. Langflestir eru í þjónustustörfum margskonar og á hátæknistörfum.
Margir rafiðnaðarmenn eru farnir í önnur störf, enda eiga þeir oftar auðveldara en margir aðrir með að komast í önnur störf sakir þess að þeir koma mjög víða við í rafiðnaðarstörfum. auk þess hafa rafiðnaðarmenn síðan 1975 lagt gríðarlega fjármuni og vinnu við að byggja upp öflugt starfsmenntakerfi og með því víkkað starfssvið sitt gríðarlega.
Um 500 rafiðnaðarmenn hafa síðastliðið ár farið af vinnumarkaði inn í verkmenntaskólana til þess að ljúka sínu námi eða fara í framhaldsnám. Um 100 eru farnir til norðurlanda til starfa. Rafiðnaðarsambandið er hluti af norræna Rafiðnaðarsambandinu og farið þar með formennsku í 6 ár. Öll norðurlöndin er sameiginlegur vinnumarkaður um 160 þús. rafiðnaðarmanna.
Rafiðnaðarmenn reka öflugustu starfsmenntastofnun landsins, Rafiðnaðarskólann, og rafiðnaðargeirinn skattleggur sjálfan sig til reksturs skólans og veitir til hans um 200 millj. kr. ári. Þar hefur námskeiðum verið fjölgað mikið og stuðningur við okkar fólk stóraukinn svo það geti sótt sér framhaldsmenntun á námskeiðum og bætt stöðu sína á vinnumarkaði og sótt inn í fleiri störf með víðari þekkingu.
Að jafnaði eru um 50 rafiðnaðarmenn á fagtengdum námskeiðum, flestir af þeim hluta okkar vinnumarkaðs þar sem atvinnuleysið er. Það þýðir að þau störf sem eru til staðar nýtast betur til þess að lækka atvinnuleysið Rafiðnaðarsambandið hefur notað um 200 millj. kr. það sem af er þessu ári umfram það sem hefur verið á undanförnum árum til þess að styðja sitt fólk í þessum ástandi.
Það blasir við öllum sem kynna sér þessi mál að ef rafiðnaðarmenn hefðu ekki breytt starfsháttum og stefnumálum sinna hagsmunasamtaka þegar líða tók á seinni hluta síðustu aldar þá væru þeir í mun lakari stöðu í dag.
Forystumaðurinn
Einn maður getur lifað á eyðieyju án forystu og líklega tveir ef þeir eru mjög samstilltir. Þegar þeir verða þrír eða fleiri, þarf einhver þeirra að hafa forystu, ella er hætt við að illa takist til. Þessi einfalda regla gildir í þekkingarþjóðfélagi. (Þorkell Sigurlaugsson)
Viðhorf þeirra sem ég vitna til í upphafi hefur lítið breyst þrátt fyrir hinar miklu breytingar sem átt hafa sér stað. Oft kemur fram það álit að formaðurinn eigi að vera á lágmarkslaunum, annað sé svik við hugsjónina, auk þess eigi oft að skipta um verkalýðsforingja.
Rekstur flestra verkalýðsfélaga er í dag umfangsmikill og kallar á víðtæka þekkingu og skilning á mörgum sviðum. T.d. veltir Rafiðnaðarsambandið á þriðja hundrað millj. kr. á ári og eignir sambandsins eru liðlega tveir milljarðar kr. Starfsmenn eru á þriðja tug. Það tekur langan tíma að þjálfa upp forystumann fyrir félagasamtök af þessari stærðargráðu.
Forystusveitin gerir sér grein fyrir að á henni hvílir sú ábyrgð að sjá til þess að velja leiðtoga sem ráða við verkefnin. Hann þarf að hafa staðbundna þekkingu á lögum sem snúa að vinnumarkaði, skilning á undirstöðuatriðum hagfræði, samningatækni og samskipti á vinnumarkaði við önnur stéttarfélög, samtök vinnuveitanda og svo stjórnvöld. Eitt er þó klárt; það eru félagsmenn sem velja sér forystu, ekki utanfélagsmenn sem með athugasemdum sínum upplýsa okkur um að þeir þekkja ekkert til reksturs og starfsemi stéttarfélaga.
Þessir utanfélagsmenn eru einnig sífellt að agnúast út í ýmislegt í starfsemi stéttarfélaga, t.d. rekstur orlofskerfis. Þar má spyrja, hvað kemur einhverjum kverólöntum út í bæ sem allt hafa á hornum sér það við, ef félagsfundur stéttarfélags samþykkir t.d. að verja stöðu sína þannig að geyma fjármuni félagsins í verðmætum eignum sem hægt sé að losa ef á þarf að halda og ekki síður þar sem félagsmenn fái að auki notið þeirra.
Markmiðssetning stéttarfélags skiptir máli og þarf að vera vel skilgreind. Liðið þarf að vita að hverju er stefnt. Það gleymist of oft að stéttarfélag er hagsmunasamtök og hefur því afskipti af ýmsum þáttum samfélagsins. Endurskoðun markmiða þarf að fara fram oft og reglulega. Í þessu sambandi reynir mikið á leiðtogann að skýra út stefnu og leiða félagsmenn til fylgis við hana. Þar skiptir stefnufesta máli, leiðtoginn verður að vera samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur. Hann blekkir engan til langframa og þekking hans á verkefninu verður að vera góð og skilningur á hvaða efnahagsleg áhrif það muni hafa. Gæta þarf þess að félagsmönnum sé það ljóst að sömu stefnu sé fylgt.
"Sá einn veit er víða ratar", segir í Hávamálum. Í bók Ásdísar Höllu Bragadóttur "Í hlutverki leiðtogans" kemur fram í viðtölum að það sem einkennir viðmælendur er mikill lestur. Einnig að tækifæri til þess að kynnast ólíkum samfélögum mótar og eykur víðsýni. Þau stéttarfélög sem hafa verið að ná mestum árangri búa yfir leiðtogum og starfsmönnum sem hafa átt víðtækt samstarf við stéttarfélög í öðrum löndum og farið víða á ráðstefnur.
Þetta þarf ekki endilega að einskorðast við áhugasvið eða störf viðkomandi. Nýjar hugmyndir skapast og víðsýni eykst. Grundvallarskilyrði hæfs leiðtoga í stéttarfélagi er góð yfirsýn. Ákveðin fjarlægð frá vinnustað gefur aðra yfirsýn. Sjónarhornið verður annað.
Bandarískur blaðamaður sagði einhverju sinni að hugurinn væri yndislegt fyrirbæri. Hann hefur starfsemi sína á þeirri stundu sem einstaklingurinn kemur í heiminn og lætur ekki af störfum fyrr en viðkomandi hyggst flytja ræðu opinberlega. Ógætilegar ræður á fundum, vanhugsuð ummæli í fjölmiðlum skaða oft ímynd og stöðu leiðtoga og þess félags sem hann kmeur fram fyrir. Jafnvel svo að hann getur átt erfitt að ná löndum sínum aftur.
Í Hávamálum eru skilaboð um að í þekkingarleitinni sé mikilvægast að nota eyrun og augun en ekki munninn. Leiðtoginn á að leggja áherslu að hlusta og spyrja spurninga. Harði stjórnandinn fer eigin leiðir án þess að hlusta á samstarfsmenn. Munurinn á góðum og slæmum leiðtoga er ekki hvort hann tekur ákvarðanir, heldur hvernig hann gerir það.
Markmiðssetning stéttarfélags skiptir máli og þarf að vera vel skilgreind. Liðið þarf að vita að hverju er stefnt. Það gleymist of oft að stéttarfélag er hagsmunasamtök og hefur því afskipti af ýmsum þáttum samfélagsins. Endurskoðun markmiða þarf að fara fram oft og reglulega. Í þessu sambandi reynir mikið á leiðtogann að skýra út stefnu og leiða félagsmenn til fylgis við hana. Þar skiptir stefnufesta máli, leiðtoginn verður að vera samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur. Hann blekkir engan til langframa og þekking hans á verkefninu verður að vera góð og skilningur á hvaða efnahagsleg áhrif það muni hafa. Gæta þarf þess að félagsmönnum sé það ljóst að sömu stefnu sé fylgt.
"Sá einn veit er víða ratar", segir í Hávamálum. Í bók Ásdísar Höllu Bragadóttur "Í hlutverki leiðtogans" kemur fram í viðtölum að það sem einkennir viðmælendur er mikill lestur. Einnig að tækifæri til þess að kynnast ólíkum samfélögum mótar og eykur víðsýni. Þau stéttarfélög sem hafa verið að ná mestum árangri búa yfir leiðtogum og starfsmönnum sem hafa átt víðtækt samstarf við stéttarfélög í öðrum löndum og farið víða á ráðstefnur.
Þetta þarf ekki endilega að einskorðast við áhugasvið eða störf viðkomandi. Nýjar hugmyndir skapast og víðsýni eykst. Grundvallarskilyrði hæfs leiðtoga í stéttarfélagi er góð yfirsýn. Ákveðin fjarlægð frá vinnustað gefur aðra yfirsýn. Sjónarhornið verður annað.
Bandarískur blaðamaður sagði einhverju sinni að hugurinn væri yndislegt fyrirbæri. Hann hefur starfsemi sína á þeirri stundu sem einstaklingurinn kemur í heiminn og lætur ekki af störfum fyrr en viðkomandi hyggst flytja ræðu opinberlega. Ógætilegar ræður á fundum, vanhugsuð ummæli í fjölmiðlum skaða oft ímynd og stöðu leiðtoga og þess félags sem hann kmeur fram fyrir. Jafnvel svo að hann getur átt erfitt að ná löndum sínum aftur.
Í Hávamálum eru skilaboð um að í þekkingarleitinni sé mikilvægast að nota eyrun og augun en ekki munninn. Leiðtoginn á að leggja áherslu að hlusta og spyrja spurninga. Harði stjórnandinn fer eigin leiðir án þess að hlusta á samstarfsmenn. Munurinn á góðum og slæmum leiðtoga er ekki hvort hann tekur ákvarðanir, heldur hvernig hann gerir það.
13 ummæli:
Þú hefur aldeilis fengið andann yfir þig á tindinum sem þú hljópst á í gær. Skratti góð yfirferð, en er tilgangurinn ekki sá sami og áður? Eða ætti allavega að vera það? Mér fannst á tímabili við fjarlægjast upphafið og þar með félagana með of miklu kjaftæði, hagfræðikenningum og þvíumlíku. Ég er sammála þér um starfsmenntunina og svakalega varð ég kát þegar ég sá og heyrði að loks sér fyrir horn með raunfærnimatið. B.kv. SI
Góð yfirferð - en grunngildin eru samt enn þau sömu: Standa vörð um og bæta hag launafólks! Mikilvægt að halda því á lofti þótt aðferðir breytist.
Greinargóður að venju. Þetta ætti að vera í kennslubókum grunnskólanna, þegar farið er yfir samfélagsfræði
Úlfur
Aldeilis frábær greining
KÞG
Takk fyrir, Guðmundur. Gríðargóð skilgreining. Vona að þeir sem mest þurfa á þessum lærdómi að halda, lesi þessa grein og læri af henni.
"Flott grein - "
Kv SA
Takk fyrir góðann pistil sem endranær Guðmundur. Stéttarfélögin eru í dag að gera fjölmarga merkilega hluti sem því miður komast ekki nægjanlega til skila. En ef einhverjir kjósa að gera hasar með rangtúlkunum og svívirðingum um einstaka menn skal þeim hampað í fjölmiðlum. Þó er málflutningur þessara manna aðeins pópúlismi í sinni ógeðfelldustu mynd. En einu hef ég áhyggjur af. Stofnanaímynd hreyfingarinnar er orðin alltof mikil. Og sömuleiðis fer meðalaldur þeirra sem gegna trúnaðarstörfum innan hreyfingarinnar heldur hækkandi en hitt. Ég hef komið að ýmsum stjórnum og ráðum innan hreyfingarinnar í bráðum tuttuguog fimm ár og tek eftir þessu glöggt. Þeir sem ganrýna harðast tala gjarnan í fyrirsögnum en innihaldið er rýrt. Við höfum innihaldið en vantar uppsláttinn. Við þurfum einhvernvegin að virkja unga fólkið þannig að meðalaldurinn í stjórnunum lækki frekar en að fara í hina áttina. B.kv Vilhj. Gunnarss.
Flott grein
Takk KÖG
Það er eitt sem menn átta sig ekki á í sambandi við stjórnkerfi verkalýðsfélaga.
Ferlið er að trúnaðarmaður kosinn af starfsfélögum sínum þegar hann hefur náð trausti þeirra og reynslu á vinnustað. Það eru ekki yngri en 30 menn sem hafa náð þeim þroska og trausti samstarfsmanna sinna til þess að fara með samningamálin.
Úr röðum trúnaðarmanna eru forystumenn stéttarfélaga undantekningalaust valdir þegar þeir hafa sýnt sem trúnaðarmenn og samninganefndarmenn að þeir hafi þá yfirvegun, yfirsýn og hæfileika sem leitað er eftir. Þá farnir að nálgast fertugt.
Það er svo úr þeim hópi sem forystumenn sambandanna eru valdir.
Það er einföld sú staðreynd að félagsmenn velja ekki óreynt fólk til forystu, til þess að fara með þessi mál. Skortur á forystumönnum eitt alvarlegasta vandamálið. Góðir forystumenn og aðrir afburðamenn yngjast þegar líður á ævina. Hér má nefna marga listamenn sem náðu sínum stærstu áföngum eftir að þeir náðu sextíu ára aldri, sama gildir um marga af þekktustu stjórnmálamönnum og leiðtogum. Skrifar Þorkell Sigurlaugsson og segir að ljóst sé að aðstæður hafa áhrif á feril leiðtoga og þær geta laðað fram hæfileika sem ekki hafa notið sín áður. Í því sambandi má nefna Winston Churchill forsætisráðaherra Bretlands, sem var 66 ára þegar blómaskeið hans í stjórnmálum hófst.
Þessi færsla er greinilega skrifuð af mikilli þekkingu og á sannarlega erindi inn í umræðuna. Þetta er með því betra sem birtist í bloggheimum
Holl áminning um misnotkun á farandverkamönnum.
http://www.ted.com/talks/cameron_sinclair_the_refugees_of_boom_and_bust.html
Það er búið að fjalla um með ferða á farandverkamönnum æði oft hér á þessari síðu
Heill og sæll Guðmundur,
Ég verð barasta að hrósa þér í hástert og lýsa ánægju minni með pistla þína undanfarið um verkalýðshreyfinguna.
Með bestu kveðju AJ
Skrifa ummæli