laugardagur, 23. janúar 2010

Fréttamat og spjallþættir

Ég hef oft fjallað hér á þessari síðu um spjallþáttastjórnendur og bent á að þau viðhorf sem komi fram í þáttum þeirra, endurspegli í raun einungis viðhorf þess sem stjórnar þættinum. Hann leiti eftir staðfestingu á sínum eigin skoðunum með vali á viðmælendum. Oft kemur það svo fram að ef viðmælandi er með skoðanir, sem eru andstæðar skoðunum spjalþáttastjórandanum, að stjórnandinn fer að rífast við viðmælanda sinn. Þetta er t.d. svo áberandi hjá Heimi í morgunþætti Bylgjunar.

Þetta blasir allavega við mér við í þeim málaflokkum sem ég hef staðgóða þekkingu á. Þar á ég við starfsemi stéttarfélaga og lífeyrissjóða. Kjarasamninga ásamt samskiptum launamanna og fyrirtækja. T.d. er ákaflega áberandi hjá spjallþáttastjórnendum sem hafa kosið að standa utan stéttarfélaga og vera sjálfstæðir verktakar, þeir leita ákaft eftir viðmælendum sem hallmæla stéttarfélögum og sækjast eftir staðfestingu á því hvers vegna þeir vilji ekki vera félagsmenn. Þetta er t.d. ákaflega áberandi í morgun- og eftirmiðdagsþáttum Bylgjunnar.

Í Speglinum, sem að mínu mati er einn af bestu þáttum íslensks útvarps, ber samt nokkuð á þessu hjá tilteknum stjórnendum. Þá sérstaklega hvað varðar viðhorf til lífeyrissjóða og skuldsetningu einstaklinga.

Stundum er ekki hægt annað en að draga þá ályktun að viðkomandi spjallþáttastjórnandi hafi lent illa í 2007 skuldsetningarævintýrum og sé að leita eftir afsökun á eigin mistökum og koma fram hefndum. Um þetta er vitanlega ekkert að segja, menn hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri.

En það verður aftur á móti alvarlegt þegar fréttamenn taka það sem fram kemur í spjallþætti og höndla það sem staðreyndir, eins og gerðist nýlega hvað varðar fasteignakaup þar sem fréttin var frá upphafi til enda var tengd við þingmenn tiltekins stjórnmálaflokks. Það kom reyndar fram í fréttinni að hún væri marklaust bull en samt hélt fréttmaður áfram og fréttastjórnandi gerði engar athugasemdir fyrr en í ljós kom að almenning hafði ofboðið.

Hér ég við fréttir sjónvarps í fyrradag þar sem vitnað var til umfjöllunar Spegilsins um það hvernig staðið væri að sölu fasteigna úr eignarsýslufélögum bankanna. Um leið og fólki í kröggum er boðið upp á svokallaða 110% leið eru eignir sem bankarnir taka upp í skuld seldar, oft langt undir fasteignamati. Fréttastofa RÚV setti fram frétt í gær sem innihélt nýtt met í afsökunarbeiðnum, sjá hér.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála, hef tekið eftir þessu á Bylgjunni.

Pétur Þorleifsson sagði...

Það var eiginlega ekkert minnst á Kárahnjúkavirkjun í spjallþáttum áður en hún var ákveðin.
http://www.natturuvaktin.com/avaktinni/kastljos.htm

Nafnlaus sagði...

Það er makalaust hvað allir eru alltaf sammála þér Guðmundur. Þetta er eina bloggsíðan þar sem stór hluti þeirra sem kommenta eru alltaf sammála þeim sem bloggar.