Nú tala menn á ábyrgan hátt og benda á ef Seðlabankinn hefði beitt heimild sinni í 13. gr. seðlabankalaga til að setja skorður við erlendri skuldsetningu þá hefðu kaup bankanna á skuldaviðurkenningum braskara orðið margfalt minni, og Ísland væri ekki í greiðsluþroti. Hér er ég að vitna í ummæli nokkurra sem hafa sést í bloggheimum undanfarið og á facebókinn, þ.á.m. þau sem Egill birti áðan eftir Gunnari Tómasson hagfræðing
En í alvöru; Telja menn þetta trúverðugt? Öll þekkjum við viðhorf þáverandi Seðlabankastjórnarmanna. Þeir mærðu íslenska efnahagsundrið og fóru víða til þess að kynna það. Öll þekkjum við viðhorf þeirra stjórnmálamanna sem fóru með efnahagstjórnina, þau voru hin nákvæmlega sömu og voru í Seðlabankanum.
Þeir héldu því ákveðið og stöðugt að landsmönnum að það væri sakir hin íslenska efnahagsundurs, sem þeir sköpuðu einhendis, að allt gengi svo vel hér og allir hefðu það svo gott. Þessir menn þrættu við okkur og hagdeildir atvinnulífsins, sem bentu á að gengið væri á 30% yfirverði og skattalækkanir þeirra væru til þess eins að auka á komandi vanda.
Þessir hinir sömu þrættu við erlenda ráðgjafa og norrænu seðlabankastjórana um að Ísland stefndi á mikil vandræði og afnám þeirra á bindiskyldu Seðlabankans væri fjarstæðukennd vitleysa. Þeir virtu ekki viðlits aðvaranir um hvert innlánsdeildir íslenskra banka á erlendri grund gæti leitt okkur.
Fyrir liggur að stjórn Seðlabanka tók við innistæðulausum ástarbréfum fram á síðasta dag og bankinn var keyrður í gjaldþrot af þessum mönnum. Þessir hinir sömu hreyttu fúkyrðum í stjórnarmenn lífeyrissjóðanna þegar við neituðum að afhenda þeim þá 500 MIA sem lífeyrissjóðirnir ættu erlendis daginn fyrir Hrunið, nema gegn ríkistryggðum bréfum og að efnahags- og peningastefnan yrði endurskoðuð.
Sé litið til framantalinna athafana og ummæla þessara manna sem fóru með efnahags- og peningastjórn; Hver haldið þið að viðbrögð þeirra hefðu verið ef einhver hefði krafist þess að Seðlabankinn nýtti hina umræddu 13. gr.? Það var búið að tala við þá, allir seðlabankastjórar norrænu Seðlabankanna, forsvarsmenn ríkisstjórnar Englands og Hollands.
Ég er sannfærður um að viðbrögð hinna íslensku ráðamanna í þáv. ríkisstjórn og Seðlabanka hefði verið á þann veg að þar færu úrtölu og öfundarmenn sem ekki skildu Íslenska efnahagsundrið og ættu þá að fara á eftirmenntunarnámskeið.
Það liggur fyrir að ekkert, engar aðvarandi, engin rök, ekkert gat hefði stöðvað þá þróun sem þáverandi ráðamenn höfðu búið til og fylgdu til enda, fram yfir Hrun. Og reyndar í nokkra mánuði eftir það. Sumir þeirra eru reyndar enn á ferðinni með óbreytta skoðun, sé t.d. litið ummæla sem koma fram í leiðurum og Staksteinum Morgunblaðsins, eða á AMX, eða í greinaskrifum Hannesar Hólmsteins fyrrv. seðlabankastjórnarmanns.
7 ummæli:
Þetta er svo algjörlega hárrétt, er nú ekki alltaf sammála pistlunum þínum en þarna get ég tekið undir hvert orð.
Tek undir með þér og síðasta aths. manni.
Þetta er hárrétt og rökrétt. Ekkert gat stöðvað þessa þróun á með þessir menn voru við völd, ekkert.
Úlfur
Þetta er sorglegt en rétt athugað. HHG ætti að sjá sóma sinn í að halda KJ og staksteinar eru undarlegir svo ekki sé meira sagt.
Alveg rétt og þó svo að bankarnir hefðu ekki hrunið að þá hefði a.m.k. byggingariðnaðurinn hrunið og fjölmörg sveitarfélög lent í vandræðum vegna skuldsetningar fyrir uppbyggingu sem aldrei var möguleg. Nú er talað um að koma af stað risaverkefnum til að halda byggingar- og verktakaiðnaði gangandi. Iðnaði sem var líklegast orðinn allt of stór miðað við raunverulega þörf landsins. Þurfum við ekki aðeins að staldra við og hugsa málið áður en við förum af stað með óskynsamar aðgerðir.
Jú en það mætti vel huga að viðhaldi opinberra bygginga, sem er víða mjög ábótavant. Einnig eer vöntun á sérbúnu húsnæði fyrir ladraða og öryrkja. Það hægt að gera margt strax án þess að ráðast í stórframkvæmdir og stytta atvinnuleysislistana
Forystumenn Sjálfstæðismanna voru líka sjálfir á bólakafi í sukkinu, Kjartan framkv.stj. flokksins aðal maður Landsbankans, Bjarni Ben form. á bólakafi í fjárfestingasukki, Þorgerður Katrín með hundruð milljóna kúlulán í Kaupþingi, yfirráðherra flokksins Baldur inn í miðjum Landsbankanum. Flokkurinn sjálfur með hundruðu milljóna í styrki, Guðlaugur Þór á framfæri útrásarvíkinganna.
Og svo voru allar yfirlýsingarnar þær voru þannig að ef þeir færu að aðvörunum þá væru þær að viðurkenna að þeim hefðu orðið á mestu efnahagsleg mistök sem þekkjast á þessu jarðríki.
Nei þeim þótti betraað fara sömu leið og áður, þræta og þræta fyrir allt og bera svo sakir og smjörklípur á aðra
Rúnki fyrrv. flokksmaður
Bíddu, ertu að segja að stjórn seðlabankans hafi viljað komast yfir 500 milljarða í gjaldeyri Lífeyrissjóðanna rétt fyrir hrun?
Þeir hefðu semsagt kastað góðum peningum á eftir slæmum eins lengi og þeir mögulega höfðu góða peninga á reiðum höndum!
Svo reynir DO að láta sem svo að hann hafi séð í gegnum ruglið og stoppað það af.
kv. Haukur
Skrifa ummæli